Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Page 54

Fréttatíminn - 17.02.2012, Page 54
Helgin 17.-19. febrúar 201246 tíska Skrítið fyrirkomu- lag tískunnar Nú er ný afstaðin tískuvikan í New York þar sem sýndar voru línur fyrir haustið og veturinn 2012. Mörgum finnst þetta eflaust skrítið fyrirkomulag þar sem næsti vetur er ekki efst í okkar huga. En hvað er tíska, hver er það sem ákveður það sem er í tísku? Við munum líklegast flestar eftir því hvernig Meryl Streep útskýrði þetta fyrir Anne Hathaway í myndinni Devil Wears Prada. Þar sagði hún að það væri yfirvaldið í tísku- heiminum sem ákvað að bláa peysan hennar Önnu væri flott. Einmitt svona er þetta. Tískuhúsin eru líklega búin að sýna Önnu Wintour ritstjóra Vogue-línurnar sínar. Hún hefur samþykkt þær, svo sér almenningur þær í einhverjum af fjórum tískuvikunum og þá geta fyrirtæki eins og Zara og H&M byrjað að hanna sínar eigin línur. Þannig hafa Anna Wintour og kollegar hennar ekki bara ákveðið hvernig Karl Lagerfeld á að hanna heldur líka hvaða flíkur enda í okkar fataskápum – allavega mínum. Hver er þá niðurstaðan við spurningunni? Hlustið bara á Meryl Streep, hún fékk nú eftir allt saman Óskarstilnefningu fyrir hlutverkið! Gestapistla- höfundur vikunnar er Erna Hrund Hermanns- dóttir 5 dagar dress Ofurfyrirsætan Kate Moss virðist vera einn eftirsótt- asti plötusnúðurinn hjá tískuhúsunum um þessar mundir. Allt síðan að hún þeytti skífum í samkvæmi tískufyrirtækisins Prada í síðasta mánuði hefur síminn ekki stoppað og til- boðum rignt inn. Hún hafnar ekki góðum tilboðum, tekur að sér góð verkefni og rukkar fyrir vinnu sína rúmar 45 milljónir króna fyrir hálftímann. Fyrirsæta þeytir skífum Þriðjudagur Skór: Gs skór Leggings: H&M Skyrta: Spútnik Kragi: Vintage markaður Innblásturinn frá 17. og 18. öld Rakel Unnur Thorlacius er 22 ára og vinnur sem versl- unarstjóri í Spútnik. Rakel útskrifaðist í fyrra en hún lagði stund á fatahönnun við Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stefnir á stílistanám seinna meir í Englandi. Mánudagur Skór: Gs Skór Pils: Spútnik Peysa: Berska Skyrta: Gina Tricot Jakki: Spútnik Slaufa: Spútnik Hattur: H&M „Ég er ekki með neinn sérstakan stíl,“ segir Rakel Unnur. „Ég blanda bara því sem mér finnst flott saman og þannig skapa ég minn eigin stíl. Fötin kaupi ég mest í Spútnik, Rokk og rósum og auð- vitað H&M, Topshop og Zöru. Ég pæli rosalega lítið í hönnuðum og horfi meira á heildina og tek eftir fallegum flíkum. Ég skoða mikið af tískubloggum, þá sér- staklega sænskum, og fletti gegnum tískublöð þegar ég kemst í. Innblástur tísku fæ ég mikið frá 17. og 18. öld þar sem blúndur og kragar eru áberandi. Útskriftarlínan mín byggðist einmitt á tísku frá þessum tíma.“ Fékk heila skólínu gefins Skóhönnuðurinn Christian Louboutin fer hvergi leynt með dálæti sitt á Gossip Girl stjörnuna Blake Lively. Fyrr í vikunni brá leikkonunni heldur betur í brún þeg- ar hún kom heim úr vinnunni þar sem öll nýjasta skólína hönnuðarins, sem varla hefur verið kynnt ennþá hvað þá meira, beið hennar í anddyrinu. „Þetta er fallegasta skólína sem ég hef séð. Ótrúlega frumleg, skemmtileg og sniðug,“ segir leikkonan á samskiptavefnum Twitter, alsæl með sendinguna. Miðvikudagur Skór: Fókus Sokkar: American Apperal Buxur: Gamlar af mömmunrnar Bolur: Zara Hálsmen: Spútnik Slaufa: Primark Föstudagur: Skór: Jeffrey Campbell Sokkabuxur: kopra Pils: Spútnik Korselett: Rokk og rósir Hálsmen: Spútnik Fimmtudagur Skór: Vintage markaður í London Sokkabuxur: Primark Kjóll: Saumaður af mér Slaufa: Spútnik Fyrir tíu árum mætti söngkonan Jennifer Lopez með sinn fyrsta ilm á markað undir nafninu Glow. Ilmurinn var seldur fyrir meira en þrettán milljarða króna á fyrsta árinu og hefur þetta verið einn vinsælasti ilmur síðari ára. Nú, tíu árum seinna, mun söngkonan koma með nýjan ilm á markað sem verður settur á markað undir nafninu Glowing. Söngkonan segir hann vera framhald af fyrri ilminum en hreinni og kynþokkafyllri með keim af viðarlykt. Ilmurinn mun koma á markað rétt fyrir sumarið og en boðað er að þetta verði björt sumar- lykt sem frískar upp á andrúmsloftið. Nýr ilmur frá J.Lo

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.