Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 16

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 16
É g á ekkert að sækja í Aðal-vík nema minningar,“ segir Kjartan Ólafsson, sem áður bar vestfirska nafnið Theophilus og er því kallaður af Teddi af sínu fólki. „Nei, ég myndi aldrei getað hugsað mér að fara þarna vestur aftur til að búa þar. Mér dettur oft í hug þegar ég er hér á ferðinni á Hellisheiði og sé víðáttuna hér á Suðurlandi: Heldurðu að það sé nú munur miðað við fjallaþrengslin fyrir vestan. Þetta er betra.“ Kjartan Ólafsson er fæddur árið 1924 og á merka sögu að baki. Hann var yngstur fjögurra systkina sem ólust upp í Aðalvík á Ströndum, fluttu búferlum til Bandaríkjanna, en sneru svo aftur til Aðalvíkur, þar sem systk- inin urðu fleiri. Hann er ekkill og býr einn í einbýlishúsi sínu á Selfossi. Hann situr gjarna við skrifborð sitt við stofuglugga og gluggar í gögn, blöð og bækur. Hann hefur ritað mikið um árin í Aðalvík og vill Árni Gunnarsson fyrrum þingmaður nú gjarna sjá gögnin í bók. Þar eru þeir Árni og Kjartan ekki alveg sammála en er þó báðum í mun að fólk gleymi ekki fjölmennri byggðinni í sjö kílómetra langri og breiðri víkinni, sem snýr að opnu hafi, yst á Hornstrandakjálkanum. Víkin er klofin og svo virðist sem landslagið hafi einnig markað hug manna, þótt Kjartan vilji sem minnst um það ræða. Sæbólingar og Látramenn. Það skipti máli hvorum hlutanum fólk tilheyrði. Og eins og títt var til sveita, var rígur milli bæja. Kannski risti hann ekki djúpt en skildi þó þessa stöku eftir: Látraþjóða geði grimm gerast eigi hálir af áttatíu aðeins fimm eru góðar sálir (Sveinn Sveinsson) Ólíklegt annað en slíkt hafi verið samið á báða bóga. Yfir fimm hundruð í hreppnum Kjartan segir að fjölmennast hafi verið í Sléttuhreppi, sem Aðalvík tilheyrði og var sá nyrsti á landinu, árið 1935. Þá hafi yfir fimm hundruð manns búið þar. Að mati hans leystist byggðin upp með komu breska hers- ins árið 1940 og stóð víkin tóm þegar bandaríski herinn setti upp starfsemi sína á Straumnesfjalli árið 1953, því síðustu íbúar Aðalvíkur fluttu burt haustið 1952. „Þar með lauk þúsund ára byggðar- sögu í Aðalvík á Ströndum,“ segir Kjartan. Hann telur ekki loku fyrir það skotið að íslensk stjórnvöld hafi haft eitthvað með þróunina að gera. Vorið 1952 hafi þau undirritað samn- ing við bandarísk stjórnvöld um afnot hersins að landinu undir ratsjárstöð. Bandaríkjaher hafi viljað athafna sig á óbyggðu landi. „Ég tel upp á að það sé þannig að Bandaríkjaher vildi koma og búa til þessar ratsjárstöðvar, sem síðan var velt framaf. Hann vildi komast þar sem þeir gætu haft rúmt um sig á óbyggðu landi. Þarna var allt að leggjast í eyði. Þarna voru eftir þrjár eða fjórar fjölskyldur. Tvær fjölskyldur voru eftir á Sæbóli og aðrar tvær á Látrum,“ segir hann og tíundar hverjar þær voru og hvert þær fluttu: Til Keflavíkur, Reykjavíkur og Bolungarvíkur. Eftir stóð svæðið frítt fyrir Kanann sem stóð í miklum fram- kvæmdum allt til ársins 1960, að veru þeirra á fjallinu lauk. Akkorðsvinna var þó ekki óþekkt í Aðalvík fyrir herseturnar. „Þarna var hvalveiðistöð í upphafi. Hún var byggð 1894 og starfaði til 1912 eða 1914. Norðmenn reistu hana í Hest- eyrarbyggðinni; á Stekkeyri. Eftir að hvalveiðar voru bannaðar við Ísland lagðist hún af en svo keypti Kvöldúlfur „stationina“ – eins og þetta var kallað – verksmiðjuna. Og þar var síldar- bræðsla til 1940. Þetta hafði að sjálf- sögðu mikil áhrif á hreppsbúa, að fá þarna atvinnu,“ segir Kjartan. „En svo kom breski herinn 1940 að Sæbóli.“ Kjartan segir að breski herinn hafi valið þennan stað því hann hafi séð svo vel af fjöllunum yfir sundið til Grænlands. „Þeir settu upp radarstöð uppi á Darranum sem er fjallið fyrir ofan Skáladal.“ En það er ysti bærinn innan Ritsins sem skerst á milli Ísafjarðardjúps og Aðalvíkur. Peningarnir lögðu byggðina Það voru þó ekki breskir hermenn að mati Kjartans sem ollu þessum straumhvörfum í lífi íbúa Aðalvíkur, heldur það sem þeir höfðu á milli handa: peningar. „Þegar þetta varð fóru menn Sæbólsmegin að vinna hjá hernum. En það var minna um að menn frá Látrum ynnu þar. En Sæbólsmegin höfðu menn bát og þar var góður enskumaður. Hann vildi ekki vinna hjá þeim nema með bátinn,“ segir Kjartan og það er ekki fyrr en síðar að það rennur upp fyrir blaðamanni að Kjartan er að tala um föður sinn, Ólaf Helga Hjálmarsson, sem féll ekki fyrir töfrum hermannanna í Aðalvík. „Ég held það hafi verið einhver sérviska. Hann hafði verið mörg ár í Bandaríkjunum og þekkti vel til her- mennsku og annars slíks. Ég hygg að hann hafi ekki viljað koma nálægt hernum,“ segir hann og víkur sög- unni aftur að komu breska hersins. „Sæbólingar fóru að sjá peninga. Þeir fóru að fá útborgað vikulega. Þarna höfðu ekki sést peningar svo heitið gæti. Þá held ég að þeir hafi farið að slá slöku við sjómennskunni. Eftir að þessu tímabili lauk árið 1945 fór fólkið að tínast í burtu,“ segir hann. Ekki af því að það hafi týnt niður sjómennskunni heldur þar sem það hafi verið orðið vant því að sýsla með peninga. „Þá var líka nóg að gera í Reykjavík fyrir alla og þangað fóru Sæbólingar. Til dæmis árið 1946, þegar foreldrar mínir fluttu í burtu, fluttu 140 manns Ég man Aðalvík Kjartan T. Ólafs- son á heimili sínu á Selfossi. Kjartan fæddist 1924 í Aðal- vík á Ströndum. Ljós- mynd/gag Kjartan Ólafs- son fæddist í Aðalvík á Horn- ströndum og bjó þar á sama tíma og rúmlega fimm hundruð aðrir. Um þessar mundir eru sextíu ár frá því að síðustu íbú- arnir fluttu burt. Og það á landi sem hafði verið byggt í þúsund ár. Kjartan veltir fyrir sér ástæðum þess að Sléttuhreppur hrundi í athyglis- verðu kaffispjalli við Gunnhildi Örnu Gunnars- dóttur. Sæbólingar fóru að sjá peninga. Þeir fóru að fá útborgað viku- lega. Þarna höfðu ekki sést peningar svo heitið gæti. Þá held ég að þeir hafi farið að slá slöku við sjómennskuna. Eftir að þessu tímabili lauk árið 1945 fór fólkið að tínast í burtu. Breskir hermenn og heimafólk á Sæbóli í Aðalvík á Hornströndum. Breski herinn hélt til á fjallinu Darra sem stendur ofan við Sæból. Breskir sjóliðar á Sæbóli. Fjölskylda á Látrum. 16 viðtal Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.