Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Síða 24

Fréttatíminn - 20.04.2012, Síða 24
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 7 8 1 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz GLK er kraftmikill og ríkulega búinn sportjeppi sem eyðir frá aðeins 6,7 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dráttargeta 2.000 kg. Verð aðeins 8.690.000 kr. Í Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til reynsluaksturs. www.mercedes-benz.is. Stórstjarnan Mercedes-Benz GLK Tveggja turna tal Nokkuð ljóst virðist vera að slagurinn um sigur í forsetakosningum ársins mun standa á milli sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, og fjölmiðlakonunnar Þóru Arnórs- dóttur. Aðrir frambjóðendur mælast ekki. Ó lafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti Íslands frá árinu 1996. Þá var Þóra Arnórsdóttir 21 árs. Nú berjast þau tvö um stólinn sem Ólafur hefur setið í sextán ár. Skoð- anakönnun, sem Fréttablaðið gerði undir lok síðustu viku, sýndi, svo ekki verður um villst, að þau tvö hafa skilið aðra frambjóð- endur eftir í reyk. Samkvæmt könnuninni hafa bæði rúmlega 46 prósent fylgi. Staða þeirra er að mörgu leyti ólík. Þóra er byrj- uð í sinni kosningabaráttu. Hún hefur safnað næg- um fjölda meðmælenda í öllum kjördæmum – gerði það reyndar á mettíma eitt laugardagseftirmiðdegi. Hún hefur verið dugleg við að mæta í viðtöl og á bak við hana er mikill fjöldi fólks sem spannar til að mynda pólitískt litrófið eins og það leggur sig – frá grjótharðri frjálshyggjumanneskju í Sig- ríði Andersen til Lífar Magneudóttur sem er járngrimm vinstri manneskja. Hún er með öfluga spunavél á bak við sig, menn á borð við sjálfstæðismanninn Friðjón Friðjóns- son og Gauk Úlfarsson úr Besta flokkn- um. Á meðal stuðningsmanna hennar eru Stefán Pálsson, Svanhildur Hólm Vals- dóttir, Ingimar Karl Helgason, Hlynur Sigurðsson, Karl Th. Birgisson og Einar Karl Haraldsson. Og talandi um Karl og Einar Karl. Stuðningur þeirra við framboð Þóru hlýtur að vera reiðarslag fyrir Ólaf Ragnar. Báðir voru þeir í innsta hring hans þegar hann var kjörinn forseti eftir harða kosningabaráttu árið 1996. Og gegndu lykilhlutverki í sigri hans. Þeir félagar eru ekki þeir einu sem hafa yfirgefið Ólaf Ragnar frá því að hann var fyrst kjörinn. Sig- urður G. Guðjónsson, Gunnar Steinn Pálsson, Þórólfur Árnason og Óskar Guðmundsson sagnfræðingur eru allir horfnir á braut og eftir situr Ólafur Ragnar með Guðna Ágústsson og Baldur Óskarsson á sitt hvorri öxlinni. Fjölmargir sjálfstæðismenn munu væntanlega styðja Ólaf Ragnar eftir framgöngu hans í Icesave-málinu en það er erfitt fyrir hægri menn að styðja Ólaf Ragnar opinberlega. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki hefja kosningabaráttu fyrr en í lok maí þegar frestur til að skila inn framboði rennur út. Enginn skyldi vanmeta Ólaf. Þótt vinirnir og spunameistararnir hafi margir hverjir yfirgefið hann þá er hann öflugur baráttumaður. Og sagan er honum hliðholl því sitj- andi forseti hefur aldrei tapað. En sitjandi forseti hefur senni- lega heldur aldrei fengið jafn öflugan andstæðing og nú. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Handhafinn Ólafur Ragnar Grímsson á embætti að verja. Áskorandinn Þóra Arnórsdótt- ir þarf að sigra Ólaf Ragnar til að ná sínum markmiðum. 24 forsetakosningar 2012 Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.