Fréttatíminn - 20.04.2012, Síða 28
Þú leggur línurnar
létt&laggott
Þ
orbjörg Hafsteinsdóttir stendur á
krossgötum í lífinu. Tómleikinn
greip hana þegar hún hafði lokið við
að skrifa þriðju bók sína Níu leiðir
til lífsorku. Jafnvægið sem hún hafði
fundið í lífinu og byggt upp í kringum sig þurfti
endurnýjun. Sköpunargleðin var horfin. Og hvað
gerði hún? Hún leit í kringum sig á heimili sínu
í Kaupmannahöfn, bretti upp ermarnar og seldi
allar eigur sínar – en hélt myndaalbúmum.
„Já, ég losaði mig við allt,“ segir hún þar sem
við sitjum í einu horni Amokka kaffihússins í
Borgartúni. Sólin skín úti. Það er kalt. Þorbjörg
er upptekin. Það er brjálað að gera í námskeiða-
haldi og bókaútgáfunni, en ekki er að sjá á henni
stress en við megum ekki láta tímann fara til
spillis.
„Ég var búin að gefa mikið í bókina. Þetta er
ekki bók sem ég skrifaði á tveimur eða þremur
mánuðum. Þetta tók sinn tíma. Af því að ég
þurfti að staldra við og spyrja sjálfa mig ýmissa
spurninga líka. Það lá því í kortunum, þegar ég
var búin að skrifa þessa bók, einhver tómleiki
sem ég vildi vera í um einhvern tíma. Ég var því
í tómleikanum; var ekki að skapa, vorkenndi
Seldi allt og stóð á
götunni með fötin
í ferðatösku
sjálfri mér og var ekki finna fyrir einu eða
neinu,“ segir Þorbjörg sem hefur í tuttugu
ár rannsakað mataræði og nútímalífsstíl í
leit sinni að því sem viðheldur best æsku
og lífsþrótti.
Átti inneign fyrir ójafnvægi
„Stundum þarf maður að losna við jafn-
vægið sem maður hefur skapað sér. Þegar
maður hefur náð því svona góðu eins og
ég er inneign fyrir því að geta sleppt því.
Ég er skapandi þegar ég finn fyrir mót-
læti eða sársauka, eða þarf að hafa fyrir
hlutunum. Þannig að ég þurfti að skapa
mér það umhverfi og prófa eitthvað nýtt.
Ég ákvað að segja upp öllu því sem ég átti
og gefa frá mér allt. Ég endaði með fötin
mín í einni ferðatösku. Svo stóð ég bara
á götunni,“ segir þessi orkumikla, 53 ára
kona sem hefur ekki farið troðnar slóðir í
lífinu. Og hvert lá leiðin?
„Ég vissi það ekki,“ segir Þorbjörg. „Ég
var inni hjá vinum og kunningjum og var
að reyna að átta mig á því hvað ég vildi.
Svo fann ég að ég átti að fara hingað. Fara
heim til Íslands. Og hér er ég. Það er rosa
fínt. Mér finnst æðislegt að vera hérna.
Ég er að gefa út bækurnar mínar. Það er
meðbyr með þeim. Ég fann sköpunargleð-
ina aftur.“
Þorbjörg hefur búið hjá systur sinni frá
því í október. „Hún er eins og ég. Hún er
á ferðinni. Kannski ekki alveg eins mikið
og þótt hún segi að ég megi aldrei tala
um sig ætla ég að segja að hún er alvöru
hjúkrunarfræðingur og vinnur fyrir UNI-
CEF í Palestínu; á Gaza. Þannig að hún
er að gera flotta hluta. Á meðan bý ég í
íbúðinni hennar. Hún er reyndar að koma
heim þannig að mig vantar íbúð,” segir
Þorbjörg og óskar hér með eftir einni.
Fann þráðinn í Alsír
Þegar hún segir alvöru hjúkrunar-
fræðingur vísar hún í það að sjálf er hún
hjúkrunarmenntuð. „Ég vissi að ég vildi
verða næringarþerapisti og vildi hafa sem
bestan grunn sem gæti opnað fyrir mér
dyr seinna meir. Ég valdi hjúkrunarfræði.
Ég tók námið alvarlega. Var orðin svolítið
eldri en allir hinir og var mjög krítísk á
það sem var lagt á borð fyrir mig. Kom
út með hæstu einkunn, mjög flott og allt
það, en var svo hjúkrunarfræðingur í tvær
Þorbjörg Hafsteins-
dóttir næringarþerapisti
fann hvernig tómleikinn
helltist yfir hana þegar
hún lauk við að skrifa
þriðju lífsstílsbók sína.
Hún ákvað að fórna
jafnvæginu sem hún
hefur unnið að í áratugi,
seldi allar eigur sínar
og flutti inn á vini sína
í Kaupamannahöfn.
Svo ákvað hún að flytja
heim til Íslands í leit að
sköpunargáfunni sem hún
hafði týnt. Nú bíður hún
þess að uppgötva hvert
straumurinn flytur hana.
Ljósmyndir/Hari
Ég var í
tómleik-
anum; ekki
að skapa,
vorkenndi
sjálfri mér
og var ekki
finna fyrir
einu eða
neinu.
klukkustundir,“ segir Þorbjörg og hlær.
„Svo fór ég í næringarþerapistanámið. Það
tók enn þrjú ár en ég var farin að vinna
sjálfstætt áður en náminu lauk. Ég hef
gert það síðan.”
Nokkurra ára búseta í Alsír hafði komið
henni á sporið. Þáverandi maðurinn henn-
ar vann við að kenna tíu dönskum börnum
starfsmanna danskrar sementsverks-
smiðju nálægt Sahara í Alsír snemma á
níunda áratugnum. „Ég vildi ekki búa í
þessum dönsku búðum. Ég hafði ferðast
mikið um Marokkó og vildi vera þar sem
var „alvöru“. Við bjuggum því 40 kílómetr-
um frá, í þorpi sem var við hurð Sahara.
Þar bjuggu aðeins heimamenn og við,“
segir hún og var heima með dæturnar
tvær.
„Ég eignaðist þær ung, eins og flestar
íslenskar konur gera. Ásta Lea var eins og
hálfs og ég var ólétt af Idu Björk í Alsír. Ég
fór heim til Danmerkur og átti hana þar og
fór aftur með hana út.“
Þegar Alsír-ævintýrinu lauk varð Þor-
björg ein sú fyrsta sem opnaði verslun
með lífrænar vörur í Kaupmannahöfn.
„Allt frá ólífuolíu til sápustykkja. Þar hafði
ég líka pláss fyrir lítið tehús, fyrir níu eða
tíu manns. Þar bauð ég uppá kaffi og te
og eldaði mat á kvöldin. Svo var ég með
þessar tvær litlu stúlkur,” segir Þorbjörg
þegar hún lítur til fortíðar. Hún viðurkenn-
ir að þetta hafi verið annasamur og erfiður
tími.
Frumherji í Danaveldi
„Ég var frumherji á þessu sviði. Allt þetta
lífræna var nýtt fyrir Kaupmannahafn-
arbúum. Það kostaði meira en þetta hefð-
bundna. Þannig að ég var svolítið á undan
minni samtíð og eiginlega gafst upp eftir
tvö ár. En þá var ég búin að fá þá reynslu
sem ég þurfti og fannst það því allt í lagi,“
segir hún. „Við ákváðum að flytja út á land
með stelpurnar. Við vildum skapa betra
andrúmsloft fyrir þær,“ segir Þorbjörg og
þar bættist sú þriðja við hópinn.
„Ég var komin svo vel inn í mataræðið
og kenningarnar um góðan getnað og
góða meðgöngu og allt það,“ segir hún og
brosir. „Hann var því settur á stíft fæði til
að skila sem bestum árangri.“ Og er sú
Hollráðin tíu:
1. Hlífðu líkamanum við
viðbættum sykri.
2. Borðaðu heilhveiti-
vörur og heilgrjón –
líkaminn hefur ekkert
við unnar vörur að
gera.
3. Ekki forðast alla fitu –
rétta fitan gerir gagn
og grennir.
4. Borðaðu gæðaprótín.
5. Borðaðu daglega
beltávexti, hentur og
fræ.
6. Bættu útlitið með
lífrænu grænmeti,
ávöxtum og berjum –
minnst 600 grömm á
dag.
7. Drekktu 1 og 1/2 lítra
af vatni á dag og nóg
af grænmetis- og
ávaxtasafa, grænu
te eða jurtate. Ef þú
drekkur kaffi eða
áfengi, hafðu þá
gæðin í fyrirrúmi –
lítið og gott.
8. Borðaðu reglulega
– slepptu aldrei
morgunmatnum,
margar en litlar mál-
tíðir er lykillinn.
9. Borðaðu rétt sam-
settar máltíðir með
hollri fitu, gæða-
prótíni, góðu kolvetni
og grænmeti – og
auðvitað eins lífrænt
og hægt er.
10. Þótt þú borðið hollt
fæði er snjallt að taka
að auki fjölvítamín
og/eða steinefni
og ráðfæra sig við
fagfólk um magn. Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 20.-22. apríl 2012