Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 34

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 34
2 garðar Helgin 20.-22. apríl 2012 Þ að virðist ætla að vora snemma á Íslandi í ár. Veturinn var mildur á hér á suðvesturhorninu og snjór á jörðu frá lokum nóvember til febrúar- loka svo aldrei kom teljandi frost í jörðu. Mars var hlýr og gróður tók við sér fyrir lok mánaðarins. Lang- minnugir Íslendingar óttuðust hefðbundið páskahret sem ekkert varð þó úr. Vonir vænkast nú um áfallalítið vor þótt kaldur norð- anvindur kunni enn að blása um okkur. En talandi um páskahret þá standa á borðum margra smá- vaxnar páskaliljur sem orðið hafa vinsælar og eru seldar í stórum stíl á þessum síðvetrar- og vordögum. Yrkið ´Tête á Tête´ með sinn rauð- gula lúður umlukinn fagurgulum krónublöðum skapar indæla há- tíðarstemmningu á páskaborðinu. Hver einasti laukur sendir upp 3-5 fagurgræna stilka sem bera blóm og standa lengi. Of fáir vita að þessar smáliljur eru þrælharðgerðar! Það er því óþarfi að henda þeim í sorpið þó þær séu búnar að blómstra. Þær má setja niður í garðinn eða úti í sumarbústaðarlandinu í holu, 15 cm djúpa með dálitlum sandi í botninn og umluktar nesti af góðri mold, blandaðri moltu eða gömlum hrossaskít og sandi. Það má klippa visnuð blómin af en leyfa stilkun- um og blöðum að visna sjálfkrafa. Þau má fjarlægja síðar þegar þau hafa gulnað og skilað næringar- efnum sínum aftur í laukinn sem gjarnan skiptir sér. Árið eftir koma þær upp um þetta leyti og gleðja augu manns með bjartsýnu tilliti sínu, jafnvel á köldum vordegi. Þær standa gjarnan lengur en krókusar og láta frost og þurrka yfir sig ganga án þess að blikna svona viðkvæmar sem þær annars virðast við fyrstu sýn. Það gildir annars almennt um smáliljur sem seldar eru blómstr- andi á vorin og laukarnir á haustin (þá kallaðir haustlaukar) að þær þrífast margar vel hér á landi og gleðja mann ár eftir ár. Af páskaliljum (Narcissus) er fjöldi yrkja bæði smávaxin og hávaxin. Stjörnuliljur (Scilla), postulínsliljur (Puschkinia) og snæstjörnur og fannastjörnur (Chinodoxa), perlu- liljur (Muscari) eru allar undurfal- legar og vel harðgerðar hér á landi. Garðeigendur ættu að gefa þeim meiri gaum og planta þeim í væna brúska, jafnvel í grasflatir þar sem jarðvegur leyfir. Við góð skilyrði á vel framræstum stað í sandi blönd- uðum dálitlu af lífrænum áburði fjölga þær sér óspart. Þær eru því góð fjárfesting – hvort sem er að vori eða hausti – og ávöxtunin skilar sér í gleðinni yfir vorinu á næsta leiti. Vilhjálmur Lúðvíksson S kessujurtin eða Levistcum offincineale eins og hún heitir á fagmálinu, var áður fyrr köll-uð tröllatryggð en hefur einnig verið kölluð súpujurtin eða Maggi-jurtin, eftir samnefndum súputeninga framleiðanda. Skessujurtin er gömul krydd- og lækninga- jurt, plantan er öll nýtanleg til matargerðar, þar með talin blóm, fræ, leggir, blöð og rót. Áður fyrr þótti við hæfi að meðal fjölskylda ætti tvær góðar plöntur í garðinum, ein fullvaxin skessujurt ætti þó að duga vísitölufjölskyldunni. Enda er öll plantan mjög bragðsterk, bragðið minnir eilítið á súputenging eða jafnvel sellerí. Til að maturinn verði ekki of bragðsterkur þarf að nota plöntuna mjög sparlega eða í mesta lagi eitt til tvö lítil lauf- blöð í rétt. Auðvelt er að þurrka blöðin, þá eru stönglarnir hengdir upp á hvolfi með blöðunum á. Ef plantan er með blómum, má þurrka hana í bréfpoka og hrista fræin af þegar blöðin orðin þurr. Þægilegast er að frysta blöðin heil í poka og mylja eða klippa þau niður frosin eftir þörfum. Talið er að munkar hafi flutt plöntuna til Norðurlanda á miðöldum, en þá var hún talin vera jurt ástarinnar, enda er enska nafn plöntunnar Lovage. Hefðbundin notkun jurtarinnar í þá daga var frekar sem lyf, auk þess sem plantan var talin vera ástarörvandi. Sem lyf var hún notuð við tíða- verkjum, meltingartruflunum og offitu, en hún var einnig talin vera vatnslosandi. Plantan trénar auðveldlega og þess þarf að gæta að nota ung blöð í matargerðin og mjög granna stöngla. Stönglana má sjóða eða nota ferska í salat. Blöðin er best að nota smátt skorin sem krydd, til dæmis í súpur, salat, kjötfars, fyll- ingar, pylsur, sósur, pottrétti, kryddsmjör, salat og sósur. Bragðið er vel þekkt sem kjötsúpu- krydd, en er ekki síðra með grilluðu lambakjöti og er þá notað eins og hvítlaukur, það er gerð eru göt í vöðvann og samanvöðluðum blöðunum stungið inn, oft með hvítlauksrifi en þessi tvö krydd fara mjög ve saman. Fræin má nýta í salat, sósur og brauðbakstur. Skessujurtin er fjölær, stórvaxin og fyrirferðar- mikil eða um 1,5 til 2 metrar á hæð, harðgerð og blaðfalleg kryddjurt sem er mikil garðaprýði af. Blómin eru gulleit og mynda sveipi. Skessujurtin er hraðvaxta og hefur hún einnig verið notuð í limgerði, er samt sennilega fallegust stakstæð. Þarf rakan og frjóan jarðveg. Auðvelt er að fjölga skessujurt með skiptingu eða með sáningu beint á vaxtarstað. Valborg Einarsdóttir Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is  SmáLiLjur Góð fjárfesting Snæstjarna kemur brosandi upp úr móanum Tête á Tête kemur upp ár eftir ár  Kryddjurtir Skessujurt – vannýtt kryddjurt Skessujurt ætti að vera til í öllum görðum. www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t VERSLANIR NÓATÚNS ERu OPNAR FRÁ 08:00 TIL 24:00 ALLA DAGA.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.