Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Síða 46

Fréttatíminn - 20.04.2012, Síða 46
„Sætur og sveittur“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Æ Te ik ni ng /H ar i „Ætli það vilji enginn opna fyrir greyinu?,“ spurðu mæðgurnar þegar þær sáu ungan mann berja að dyrum í dönsku konungshöll- inni, Amalienborg, um liðna helgi. Þær voru þar saman að frílista sig í dönsku vori, kona mín og tvær dætur, án afskipta karlkynsins og kunnu því vel. Einmitt vegna þess voru þær mættar í Amalienborg til að skoða kjóla Mar- grétar Þórhildar drottningar og fleira fallegt í höllinni. Það er ekki víst að karlarnir í lífi þeirra hefðu verið leiðitamir í kjólaskoðunina en þarna skipti álit þeirra engu. Þeir voru fjarri góðu gamni. Það var á sama tíma og mæðgurnar voru að kaupa miða á kjólasýninguna að þær sáu unga manninn koma á hjóli að höllu drottningar. Hann var rjóður í vöngum og sveittur undir hjólahjálminum. Þær horfðu betur á unga manninn og síðan hver á aðra. Gat það verið að þetta væri hann, sjálfur krónprinsinn? Þær færðu sig aðeins nær manninum sem hélt áfram að banka. Enginn hleypti honum inn en samt var það svo skrýtið að enginn amaðist við honum heldur. Það var einhvern veginn eins og hann ætti heima þarna en hefði bara gleymt lyklunum að höllinni. „Þetta er hann, þetta er Friðrik krónprins og enginn annar,“ sagði yngri dóttirin, vel að sér í léttfréttum danskra fjölmiðla sem varla senda frá sér tölublað eða netskeyti án myndar af krónprinsi sínum, eiginkonunni sætu og börn- unum sem snerta hina mýkri strengi í danskri þjóðarsál. Þá eru ótaldir aðrir meðlimir hinnar tignu fjölskyldu, ættmóðirin sjálf, Henrik drottningarmaður og yngri prinsinn, Jóakim, prinsessan konan hans og afkomendur þeirra. „Mamma,“ sagði stelpan, „réttu mér símann þinn. Við smellum af honum mynd og seljum í Séð og heyrt. Á þeim bæ hljóta menn að vilja mynd af framtíðarkóngi Danmerkur þar sem hvorki móðir hans, drottningin, né prinsessan, konan hans, vilja hleypa honum inn. Þetta er eiginlega heimsfrétt.“ „Já,“ sagði eldri systirin, „myndinni verður örugglega slegið upp á for- síðu með krassandi fyrirsögn: „Of sveittur að mati drottningar“ eða „Prinsinum ekki hleypt inn í höllina“ eða eitthvað í þá veru. Svo getur vel verið að blaðamennirnir skoði myndina betur og verði mildari í fyrirsögninni, til dæmis: „Krúttlegur krónprins“ eða „Sætur og sveittur“ – það fer allt eftir því hvernig okkur tekst að mynda hann.“ Merkilegt má það vera að dætrum mínum skyldi fremur detta í hug að senda Séð og heyrt þessa tímamótamynd en að gauka henni að föðurnum sem þó hefur stritað í blaða- mennsku frá því löngu áður en þær fæddust. Kannski hafa þær metið það svo að áhugi hans á dönskum prinsi væri takmarkaður, jafnvel þótt um væri að ræða sjálfan krónprinsinn og vissulega þann sætari af sonum Margrétar Þórhildar og Henriks. Jóakim er vafalaust ágætis maður en ekki eins súkkulaðisætur og sá eldri þótt sú lýsing ætti kannski ekki við ásýnd framtíðarkonungins þar sem hann knúði dyra, sveittur í aðskorinni hjólabrók. Í þann mund sem dóttir okkar brá upp síma móður sinnar og smellti af opnuðust hallar- dyrnar og Friðrik skaust inn. Önnur hvor kvennanna í lífi hans, drottningin eða prins- essan, hafa séð aumur á honum. Ég gef mér það að minnsta kosti, fremur en að dyravörður í höllinni hafi verið svo lengi að svara hinu kon- unglega banki. Hafi svo verið kembir sá góði maður varla hærurnar í embætti, að minnsta kosti ekki eftir að Friðrik tekur við kóngs- ríkinu. „Hvernig er myndin?,“ spurði eldri dótt- irin eftir að sú yngri hafði óvænt brugðið sér í hlutverk blaðaljósmyndarans. „Æ, ég veit það ekki,“ sagði sú yngri þar sem hún rýndi á skjá símans, „ég náði bara einni mynd af honum á hlið.“ Eftir nánari skoðun kvað hún upp sinn dóm: „Séð og heyrt kaupir þetta aldrei, þeir halda bara að við séum að plata.“ Mægðurnar höfðu af íslenskri kurteisi ekki hætt sér mjög nærri hinum konungborna hjólreiðamanni. Myndin sýndi aðeins þokukennda veru, séða á hlið. Það var ekkert konunglegt við það sem þar sást og ekki bætti mjó slegin hjóla- brókin úr skák. Það má Friðrik þó eiga að hann hjólar með hjálm. Slíkt er furðu sjaldgæf sjón á götum Kaupmannahafnar þar sem annar hver maður fer ferða sinna á hjóli. Sagan segir að fyrrum forsætisráðherra Danmerkur hafi látið mynda sig með hjólahjálm til þess hvetja landa sína til aukinnar notkunar þessa öryggistækis en litið heldur ógáfulega út, höfuðstór með allt of lítinn hjálm. Í framhaldinu hafi jafn- vel þeir sem byrjaðir voru að nota hjálma lagt þeim. Viturlegra hefði verið að nota Friðrik krónprins í þá herferð. Hann ber sig betur á allan hátt – þótt deila megi um hjólabrókina. „Svona, svona,“ sagði lífsreynd móð- irin, „þið geymið þetta augnablik bara í minni ykkar. Það er bara krydd í tilveruna að hafa séð prinsinn. Drífum okkur nú að skoða kjóla móður hans. Þeir voru glæsilegir, eins og vænta mátti af prinsessu- og drottningar- kjólum. Safnkonan sem þeirra gætti veitti góða leiðsögn og sagði sögu kjólanna. „Verðið þið ekki örugglega hér á morgun?,“ bætti hún við, „þá á drottningin afmæli, kemur fram á hallarsval- irnar og veifar fólki. Ef þið verðið heppnar kemur krónprinsinn fram líka. Þið ættuð að sjá hann,“ sagði hún með glampa í augum, „hann er rosalega sætur.“ Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnir byggingu 49 þjónustuíbúða að Hólabergi 84 í Reykjavík. Íbúðirnar verða tengdar við Menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem mikið og öugt félagslíf er fyrir eldri borgara. Að auki er bókasafn staðsett í Gerðubergi sem og mötuneyti. Í nánasta umhver Gerðubergs er heilsugæsla, tannlæknastofa, bakarí, Fella- og Hólakirkja auk þess sem Breiðholtslaug er hinum megin götunnar. GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA K YN N I R Hólaberg 84, Reykjavík FAGRABERG Allar nánari upplýsingar á www.fagraberg.is Söluaðili: Byr fasteignasala Sími: 483 5800 - www.byrfasteign.is Byggingaraðili: Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.fagraberg.is ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNA R TIL AFHENDINGAR Í NÓVEM BER! Verð frá: 65 fm íbúð, stæði í bílakjallara 22.292.000,- kr.* 90 fm íbúð, stæði í bílakjallara 30.085.000,- kr.* * Verð miðast við byggingavísitölu í apríl 2012. 38 viðhorf Helgin 20.-22. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.