Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 51

Fréttatíminn - 20.04.2012, Page 51
Helgin 20.-22. apríl 2012 heilsa 43 Lagersala íslenskra hönnuða! Allt að 80% afsláttur Nú kveðjum við veturinn með glæsilegri lagersölu í Fellsmúla 28, við hliðina á Góða Hirðinum. Opið í dag, föstudag 20. apríl frá kl . 11–19 Laugardaginn 21 . apríl 12–18 Sunnudaginn 22. apríl 13–17 Mánudaginn 23. apríl 11–18 Þriðjudaginn 24. apríl 11–18 Miðvikudaginn 25. apríl 11–18 verslanir gagnast þeim ekki leng- ur. Við þurfum að hampa hreinum mat sem er framleiddur á Íslandi og verðlauna þá sem leggja metnað og vinnu í mat sem gerir okkur gott. Það stuðlar að sjálfbærni og heil- brigði og hér getur ríkisvaldið haft áhrif. Búðarvæðing matvæla ásamt markaðsherferðum stóru matvæla- framleiðenda hefur orðið til þess að við borðum of mikið af óhollum mat sem haldið er stíft að okkur. Ein af- leiðing þessa er að við borðum ekki nóg af hollri fitu sem er okkur lífs- nauðsynleg. Hvað er holl fita? Jú, það er til dæmis fita sem er í fiski. Er boðið upp á ferskan fisk í matvörubúðinni þinni? Fer jafnmikið pláss undir fiskinn og sælgætið? Í sumum mat- vörubúðum er ekki hægt að kaupa ferskan fisk. Það er neytandinn sem tapar á þessu, því hollum og nær- ingaríkum mat er ekki hampað á sama hátt og lélegri mat sem kostar minna og dugar lengur. Kaupmað- urinn vill ekki taka áhættu af því að fiskurinn verði ónýtur og því er betra að sleppa því eða bjóða í mesta lagi eina til tvær tegundir. Minni heili Nýleg rannsókn sem var birt í virtu vísindatímariti, Neurology (28. febrúar 2012) sýnir að omega 3 fitu- sýrur, en það er einmitt fitan sem við fáum úr fiski eða lýsi, getur gert gæfumuninn fyrir heilastarfsemi mannskepnunnar. Sýnt er fram á að samband er á milli omega 3 fitusýru í rauðu blóðkornum og á heilastærð og starfsemi heilans. Heilastærð var mæld í skanna hjá öllum þátttak- endum. Í ljós kemur að þeir sem í rannsókninni voru með lægsta hlut- fall af Omega 3 í rauðu blóðkorn- unum voru með marktækt minni heila en hinir sem voru með hærra hlutfall. Það sem meira er að þeir sem eru með minna af omega 3 hafa lakara minni og hreyfigeta var verri og minni en hjá þeim sem voru með meira af Omega 3. Það má segja að niðurstöðurnar séu sláandi svo ekki sé meira sagt. Íslendingar í einstakri aðstöðu Í fyrri pistlum höfum við bent á að Íslendingar eigi að borða fisk og aftur fisk. Ísland er nefnilega eitt af örfáum löndum í heiminum sem hefur aðgang að villtum fiski og á Íslandsmiðum eru um 25 villtir nytjastofnar. í gegnum tíðina höfum við alið kynslóð fram af kynslóð á fiski. Það hefur ekki alltaf þótt fínn matur en betri mat er varla hægt að hugsa sér. Við getum ekki látið kaupmenn- ina í stóru matvörubúðunum ráða hvað við borðum. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Fæða okkar þarf að vera eins upprunaleg og óunnin og mögulegt er. Mikill sykur og annað sem sett er í unnin matvæli til að bragðbæta og lengja geymslutíma dregur úr næring- argildi matarins og gleðin við að borða þess konar mat er skamm- vinn. Leitum í það góða sem for- eldrar og afar og ömmur ólu okkur upp við og höfum það að fyrirmynd að okkar fæðuvali. Hér á landi eru margir sem bjóða upp á framúrskar- andi mat í litlum búðum sem leggja áherslu og hollustu, heilbrigði og sjálfbærni alla leið. Stöndum við bakið á þessu hugsjónafólki. Þórdís Sigurðardóttir  Heilsa RannSókn á tengSlum andlegRaR vellíðunaR og hjaRta- og æðaSjúkdóma Glaðlyndi dregur úr hættu á hjartasjúkdómum B jartsýnt og hamingjusamt fólk er í minni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma og heilablóðfall samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar Lýðheilsustofnunar Harvard háskólans og sagt er frá á fréttavef BBC. Glaðlynt fólk er almennt heilbrigðara en vísinda- menn telja að almenn vellíðan dragi úr áhættu- þáttum á borð við háan blóðþrýsting og of hátt kólesteról. Streita og þunglyndi hafa þegar verið tengd við hjartasjúkdóma. Þeir sem stóðu að rannsókninni í Harvard fóru í gegnum gagnagrunn rannsókna í því skyni að skoða rannsóknir sem tækju til andlegrar vellíðan og hjartasjúkdóma. Í ljós koma að þættir á borð við bjartsýni, lífsfyllingu og hamingju mætti tengja við minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum óháð aldri, félagslegri stöðu, reykingum eða líkams- þyngd. Áhættan mældist 50 prósentum lægri með- al bjartsýnustu einstaklinganna. Dr Julia Boehm og samstarfsfólk leggur áherslu á að niðurstöður þeirra gefi einungis til kynna að tengsl sé á milli hamingju og hjarta- og æða- sjúkdóma en glaðlyndi komi ekki í veg fyrir sjúk- dóminn. Erfitt getur verið að mæla vellíðan og að auki geta aðrir áhættuþættir vegið þyngra þegar kemur að því að draga úr líkum á sjúkdómnum. Fólk- ið sem var hvað hamingjusamast lifðu almennt heilbrigðara lífi, hreyfðu sig meira og neyttu fjöl- breyttari fæðu sem hefur einnig áhrif. En jafnvel þótt tekið væri tillit til þessara þátta og fleiri, svo sem gæða svefnsins, stóðu tengsl milli bjartsýni og heilbrigðara hjarta samt eftir. -sda Rannsóknin bendir til þess að andleg vellíðan sjúklinga eigi að vera hluti af því sem læknar kanna. Kristján Vigfússon kennari í Háskólanum í Reykjavík Þórdís Sigurðardóttir félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.