Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 60

Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 60
52 bíó Helgin 20.-22. apríl 2012  Endurvinnsla 21 Jump strEEt Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Aftur á byrjunarreit Johnny Depp s jónvarpsþættirnir fjölluðu um sveit ungs lögreglufólks sem sigldi undir fölsku flaggi og rannsökuðu glæpi í menntaskólum og öðrum þeim stöðum þar sem ungt fólk hélt helst til. Löggurnar sem voru valdar í hópinn voru allar nógu barna- legar í útliti til að geta þóst vera skólakrakk- ar án þess að nokkrum dytti til hugar að þar væri fullorðið fólk á ferðinni. Höfuðstöðvar lögreglusveitarinnar voru í yfirgefinni kirkju við Jump Street númer 21 og þaðan fengu þættirnir og síðar bíómyndin titilinn. Þættirnir áttu upphaflega að heita Jump Street Chapel en Fox-sjónvarpsstöðin fór fram á að nafninu yrði breytt þar sem talið var að áhorfendur gætu misskilið nafnið og talið að um trúarlega þætti væri að ræða. Johnny Depp lék lögreglumanninn Tom Hanson í fjögur ár, frá 1987 til 1990, og var óumdeild stjarna þáttanna sem gerðu hann að átrúnaðargoði fjölda bandarískra unglinga. Í fyrsta þættinum lendir Hanson í vandræðum í vinnunni vegna þess að hann lítur út fyrir að vera töluvert yngri en hann í raun og veru er og í lok þáttarins er honum boðin flutningur í starfi og að ganga til liðs við hóp unglegs lögreglufólks sem berst gegn dópi og annarri óáran meðal unglinga. Helstu viðfangsefni hinna barnalegu laganna varða voru fíkniefni og kynferðisleg misnotkun hvers konar. Alla jafna var eitt hitamál tekið fyrir í hverjum þætti svosem; alkóhólismi, hatursglæpir, AIDS, fordómar gegn samkynhneigðum, lauslæti og áður- nefnd kynferðisleg misnotkun barna og eiturlyf. Ekki var reynt að fela predikunar- tóninn í þáttunum og í lok hvers þáttar komu mórölsk skilaboð um afleiðingar þess sam- félagsmeins sem var í brennidepli hverju sinni. Fjöldi gestaleikara, sem margir hverjir áttu eftir að láta verulega að sér kveða seinna meir, komu við sögu í 21 Jumb Street og má þar nefna Josh Brolin, Bridget Fonda, Jada Pinkett Smith, Brad Pitt, Vince Vaughn, Blair Underwood, Rosie Perez, Mario Van Peebles, Christina Applegate, Paulie Shore, Jason Priestley og svo þekkta menn á borð við Dom DeLuise, Kareem Abdul-Jabbar og John Waters. Gamanleikarinn Jonah Hill leikur annað aðalhlutverkið í bíómyndinni sem sækir inn- blástur sinn til þáttanna. Hann er einnig einn handritshöfunda og setur sinn svip á söguna þannig að grínið er alls ráðandi í myndinni sem gerir hana óneitanlega nokkuð frá- brugðna þáttunum þótt skyldleikinn sé aug- ljós. Hill og Channing Tatum leika Morton Schmidt og Greg Jenko sem verða félagar í lögregluskólanum. Schmidt er nörd en Jenko þrekinn töffari. Eftir að þeir klúðra handtöku á dópsala eru þeir sendir í kapelluna á Jump Street þar sem þeir fá það verkefni að stöðva dreifingu á nýju fíkniefni í gamla framhalds- skólanum sínum. Þegar á hólminn er komið fer allt í tómt rugl og allt útlit er fyrir að félagarnir séu búnir að róta sér i vandræði sem þeir geta ekki komist heilir frá. Johnny Depp, Peter DeLuise, og Holly Robinson skjóta öll upp kollinum í myndinni og endurtaka hlut- verk sín sem löggurnar Tom Hanson, Doug Penhall og Judy Hoffs úr gömlu sjónvarps- þáttunum. Myndin hefur heldur betur slegið í gegn, skilað hrúgum af dollurum í kassann og fengið prýðilegar viðtökur gagnrýnenda. Aðrir miðlar: Imdb. 7.7, Rotten Tomatoes: 85%, Metacritic: 69%.  Frumsýndar Drew Goddard og Joss Wheadon skrifa saman handrit The Cabin in the Woods og leika sér þar með kunnugleg stef; klisjur og erkitýpur hryllingsmyndanna. Fimm vinir, þrír strákar og tvær stelpur, fara út úr bænum og ætla að skemmta sér fjarri mannabyggðum í skógarkofa yfir eina helgi. Full tilhlökkunar villast þau um á ókunnug- um slóðum í leit að kofanum og eru meira að segja vöruð við því að finni þau kofann sé alls ekki víst að þau muni nokkurn tíma rata aftur til baka. Trú reglum hryllings- mynda láta þau slíkt tal sem vind um eyru þjóta, finna kofann og koma sér vel fyrir óafvitandi að þau hafa gengið í gildru þar sem kofinn er verkfæri varasamra ein- staklinga sem brugga þeim banaráð. Og það er sko ekkert slor sem fólkið sem stjórnar kofanum dularfulla býður unga fólkinu upp á þar sem þau eru varla byrjuð að hugsa um að brjóta reglu númer eitt í hryllingsmyndunum og stunda kynlíf áður en uppvakningar, varúlfar og aðrir and- skotar eru byrjaðir að herja á þau í þeim tilgangi einum að kála þeim. Aðrir miðlar: Imdb: 7.9, Rotten Tom- atoes: 92%, Metacritic: 72% Ungmenni í skrímslaskógi  Baltasar KormáKur paula patton í 2 Guns Liðsstyrkur úr Mission Impossible 4 Lögguþættirnir 21 Jump Street nutu nokkurra vinsælda í bandarísku sjónvarpi á árabilinu 1987 til 1991 en þeirra hefur hingað til helst verið minnst fyrir að í þeim vakti Johnny Depp fyrst verulega athygli en frá Jump Street lá leið hans á toppinn þar sem hann trónir enn. Hasargamanmyndin 21 Jump Street, með þeim Jonah Hill og Channing Tatum í aðalhlutverkum, byggir á sjónvarps- þáttunum þótt áherslan sé að þessu sinni miklu meiri á grín og fíflagang en var á níunda áratug síðustu aldar.  spiKE lEE EndurGErir oldBoy Hefur fundið kvalara Josh Brolin Leikstjórinn Spike Lee hefur fundið leikara í hlutverk illmennisins fyrir endurgerð sína á hinni mögnðu og ofbeldisfullu Oldboy frá árinu 2003. Þessi suður-kóreska hasarmynd sagði frá lánlausum manni sem haldið var í stofufangelsi af óþekktum kvalara í fimmtán ár áður en hann fékk frelsið sem hann notaði strax til þess að leita hefnda. Josh Brolin fer með aðalhlutverkið í endurgerð Lees sem hefur nú ráðið Sharlto Copley (District 9, The A-Team) í hlutverk illmennisins sem leggur sig fram um að rústa lífi og tilveru Brolins. Þá hefur orðrómurinn um að Elizabeth Olsen (Martha Marcy May Marlene) muni leika aðal kvenhlutverkið verið staðfestur. Olsen leikur félagsráðgjafa sem aðstoðar Brolin við að rannsaka fortíð sína. Jonah Hill og Channing Tatum er ekki nándar nærri jafn svalir og Johnny Depp var þegar hann starfaði sem barnaleg lögga í Jump Street en þeir bæta það upp með góðu gríni. Ýmsar ógnir leynast í kofanum í skóginum. We Bought a Zoo Leik- stjórinn Cameron Crowe (Jerry Maguire, Almost Famous, Vanilla Sky) býður hér upp á hug- ljúft drama í léttum dúr um ekkjumanninn Benjamin sem reynir að hefja nýtt líf eftir fráfall eiginkonunnar. Matt Damon leikur Benjamin sem kaupir stórt hús sem er með heilan dýragarð í bakgarðinum. Kaupin gleðja sjö ára gamla dóttur hans en slá fjórtán ára soninn alveg út af laginu en eftir smá yfirlegu ákveður hann að reyna að halda öllum dýrunum, gera garðinn upp og opna hann almenningi að nýju. Aðrir miðlar: Imdb: 7.2, Rotten Tom- atoes: 66%, Metacritic: 58% Mirror Mirror Hvert mannsbarn þekkir ævintýri þeirra Grimms-bræðra um Mjallhvíti og dvergana sjö. Hér er sagan um prinsessuna fögru og hina illgjörnu stjúpu hennar, sem er nokkuð fyrir að dreifa eitruðum ávöxtum, sögð á gamansaman hátt. Sjálf Julia Roberts stígur hér fram í hlutverki vondu drottningarinnar sem sendir aðstoðarmann sinn út í skóg með Mjallhvíti þar sem hann á að koma henni fyrir kattarnef. Eins og allir vita guggnar hann á því og Mallhvít kynnist í fram- haldinu dvergum sem eiga eftir að reynast henni vel í baráttunni fyrir krúnunni sem er hennar með réttu. Aðrir miðlar: Imdb: 5.8, Rotten Tom- atoes: 48%, Metacritic: 46% Johnny Depp hefur lítið breyst frá því hann sýndi fagurt andlit sitt í 21 Jump Street enda virðist hann hafa komist í brunn eilífrar æsku. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA l eikkonan Paula Patton hefur verið ráðin í kvik-mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, sem fer í tökur seinna á árinu í Nýju Mexíkó og Louisi- ana. Patton lék nýlega hasars- mellinum Mission: Impossible – Ghost Protocol. Þeir Mark Wahlberg og Den- zel Washington verða í aðalhlut- verkum myndarinnar en Whal- berg og Baltasar áttu farsælt samstarf í Contraband og ákváðu að halda því áfram með 2 Guns. Talið er að Patton muni fara með hlutverk ástkonu Washingtons, en leiðir þeirra hafa áður legið saman í Deja Vu í leikstjórn To- nys Scott. 2 Guns fjallar um fíkniefna- lögreglumann og sjóliðsforingja sem fara huldu höfði þegar þeir rannsaka hvor annan í tengslum við þjófnað hjá mafíunni og kom- ast að því að það er verið að leiða þá í gildru. Paula Patton var í miklum ham í Mis- sion Impossible og gengur nú til liðs við Baltasar Kormák. Josh Brolin var harður í No Country For Old Men en verður enn grimmari í Oldboy.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.