Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 65
tíska 57Helgin 20.-22. apríl 2012
20Hannar húsgagnalínu
Söngvarinn, leikarinn og nú hönnuður-
inn Justin Timberlake vinnur hörðum
höndum að nýrri húsgagnalínu fyrir
vefsíðuna HomeMint. Í lið með sér
fékk hann innanhúsarkítekt sinn, Estée
Stanley, og vinna þau að fallegri línu í
nútímalegum stíl. Línan verður aðeins
seld á heimasíðu HomeMint seinna
á þessu ári og verður fáanleg á við-
ráðanlegu verði.
Nú hefur sænski tískurisinn
H&M kynnt nýjustu fatalín-
una sína sem samanstendur
eingöngu af fatnaði sem fram-
leiddur er úr vistvænum efnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
fatakeðjan stendur fyrir línu sem
þessari en þó í fyrsta sinn sem
hún fæst á viðráðanlegu verði.
Línan er væntanleg í verslanir
H&M út um allan heim næstu
daga, er sumarleg og falleg en
með væmnu yfirbragði. Flíkurn-
ar einkennast af ljósum litum, þá
aðallega pastel, sem er svo sann-
arlega í takt við ríkjandi tísku.
Lífræn lína á við-
ráðanlegu verði
Trend HáHælaðir sTrigaskór
Skótíska
sumarsins
Strigaskór með fylltum hæl
er það heitasta um þessar
mundir og slást nú stelpur
um síðasta par af Isabel
Marant-skóm; þá vinsæl-
ustu um þessar mundir.
Þessar vinsældir hafa
ekki farið fram hjá
þeim sem starfa á
öðrum tískuhúsum
sem eru farin að
selja samskonar skó en
á talsvert viðráðanlegra
verði en Isabel Marant
gerir. Tískusíðan Asos
selur fallega brúnlita skó
á vefsíðu
sinni,
tísku-
húsið Topshop er
komið með nokkur pör á
skóhilluna í Englandi og
Urban Outfitters einnig.
Þetta mun vera heitasta
skótískan í sumar og því
tímabært að fjárfesta í
slíkum skóbúnaði.
Skór frá Asos, Topshop
og Urban Outfitters.