Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 20.04.2012, Blaðsíða 67
Helgin 20.-22. apríl 2012 menning 59 M O Z A R T W ol fg an g A m ad eu s Listvinafélag Hallgrímskirkju 30. starfsár MESSA Í C-MOLL & REQUIEM HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 21. OG SUNNUDAGINN 22. APRÍL KL. 17 Aðgangseyrir 4.500 kr. / 3.500 kr. Miðasala á midi.is og í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, opið kl. 9-17 alla daga. ÞÓRA EINARSDÓTTIR - HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR AUÐUR GUÐJOHNSEN - ELMAR GILBERTSSON MAGNÚS BALDVINSSON MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU 30 ÁRA KAMMERSVEIT HALLGRÍMSKIRKJU stjórnandi: HÖRÐUR ÁSKELSSON PIPA R \ TBW A • SÍA • 12 0 8 6 8 Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00  Íslendingasögur rafmagnaðar á vefnum Ó li Gneisti Sóleyjarson hefur gert íslensk fornrit, Íslend-ingasögur, fornaldarsögur Norðurlanda, Heimskringlu og fleira, aðgengileg á rafbókaformi á vefnum www.rafbokavefur.is. Raf- bókavefurinn er hluti af meistar- verkefni hans í hagnýtri menn- ingarmiðlun og til þess að reyna að dreifa menningararfinum sem víðast hefur Óli Gneisti sett hann inn á sjóræningjavefinn Pirate Bay. Þeir sem stunda þann vef gera það helst til þess að hlaða ólöglega niður kvikmyndum, tónlist og sjónvarps- efni en dreifing íslenskra fornrita er hins vegar fullkomlega lögleg enda ritin löngu komin úr höfundarétti. „Þegar ég var kominn með yfir hundrað bækur inn á vefinn fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið þessu sem víðast,“ segir Óli og eftir að hann sá fréttir um ólæsi íslenskra unglingspilta datt honum sjóræningjavefurinn í hug. „Ég spurði mig að því hvar þessir dreng- ir héldu sig helst á netinu og tel víst að þeir séu mikið inni á þessum torrent-síðum. Ég setti bækurnar því inn á Pirate Bay þar sem ég hvet til þess að þessu verði dreift sem víðast. Ég vonast til þess að strák- arnir kíki á þetta þegar þetta er í svona þægilegu formi en þeir eru kannski spenntari fyrir rafbóka- lestri á spjaldtölvum, snjallsímum og sérstökum lesbrettum.“ Óli hefur vitaskuld enn stærri hóp í huga en íslenska unglingspilta og bendir á að strákarnir gætu til dæmis sótt bækurnar fyrir foreldra sína eða annað eldra fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í rafbóka- væddu umhverfi. Þá henti þetta form lesblindum einnig mjög vel þar sem hver og einn getur átt við text- ann og stækkað hann að vild. „Ég sé þarna færi á að nota þessa dreif- ingaraðferð sem er yfirleitt tengd við ólöglega dreifingu. Ég ætla að gera þessa tilraun og sjá hvort það fari ekki vel um þetta efni í sjóræn- ingjahöndum.“ Óli gneisti hefur sett fornsögur og annað íslenskt efni sem komið er úr höfundarétti inn á Rafbókavefinn. e ini peningurinn sem er blendingur íslenskrar krónu og enskrar myntar sem vitað er um í heiminum verður til sýnis á safnarasýningu Myntsafnara- félags Íslands í Norræna húsinu um helgina. Þessi sérstaki pening- ur þykir öllum kannski ekki augna- yndi en fágætur er hann og óvenju- legur í alla staði. Umræðan um að Íslendingar taki upp gjaldmiðla annarra landa, hvort sem það er kanadískur doll- ar, norsk króna eða evra, nú eða að gengi krónunnnar verði beintengt við erlenda gjaldmiðla, hefur aldrei snúist um útlitsþáttinn. En hvað ef íslenska krónan væri bókstaflega „brædd saman“, ef svo má segja, við annan gjaldmiðil? Fyrir fágæta til- viljun er að finna pening sem gæti gefið vísbendingu um hvernig slík- ur sambræðingur eða „kynblend- ingur“ myndi líta út. Um er að ræða svo kallaða missláttu (á ensku „er- ror coin“), þ.e. þegar myntsláttan slær pening með röngum hætti, til dæmis þegar stimpillinn lendir ekki rétt á auðum peningi. Í þessu tilviki var íslenskur 100 krónu pen- ingur og breskur 2 Pence pening- ur slegnir saman. Þessi tegund af missláttu er ákaflega sjaldgæf og í heimi myntsöfnunar er um afar eftirsóttan galla að ræða. Þetta er eini íslenski peningurinn sem vitað er um að sé til með þessum galla. Óhætt er að segja að peningurinn sé einstakur útlits. Þannig rennur vangamynd Elísabetar Bretadrottn- ingar saman við íslensku landvætt- ina og strútsfjaðrirnar og kórónan sem eru á bakhlið bresku myntar- innar renna saman við hrognkelsið á íslenska peningnum. sda- Einstakt afkvæmi íslenskrar og breskrar myntar  sýning myntsafnarar Þessi einstaki gripur er einn margra sjaldgæfra safngripa á sýningu Myntsafnarafélags Íslands um helgina í Norræna húsinu. Menningararfur í sjóræningjahöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.