Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Side 6

Fréttatíminn - 23.03.2012, Side 6
Þvottavélar Vandaðar vélar á góðu verði. Fást með innbyggðum þurrkara. 139.990 139.990 96.99089.990 Candy Aqua 100F • 1000 snúninga og 3,5 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Stærð: (HxBxD) : 69,5 x 51 x 44 sm • Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni C Candy EVO1473DWS • 1400 snúninga og 7 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni A • Vinduhæfni A Candy EVOW4653DS • Sambyggð þvottavél og barkalaus þurrkari 1400sn • Ryðfrí tromla sem tekur 6kg þvott/5kg þurrk • Stafrænn hitastillir og LCD skjár • Stafræn niðurtalning á þvottatíma • Handþvottakerfi, 14 mín. hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni B • Vinduhæfni A Candy EVO12103DWS • 1200 snúninga og 10 kg þvottavél • Hitastillir 30-90° • Hurðaropnun 180° • Ullarkerfi, skolstopp og hraðkerfi • Þvotthæfni A • Orkunýtni A+++ • Vinduhæfni B Lítil og nett Innbyggður þurrkari Tekur 10kg af þvotti Skotárásarmenn dæmdir Kristján Halldór Jensson, höfuðpaurinn í skotárásarmálinu í Bryggjuhverfi í nóvember á síðasta ári, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Tómas Pálsson Eyþórsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu og Axel Már Smith var dæmdur til að greiða tæpar 70 þúsund krónur í sekt. Tómas var sá eini af sakborningunum sem var mættur við dómsuppkvaðningu, að því er Vísir greindi frá. Mennirnir voru dæmdir fyrir hættubrot en ekki tilraun til manndráps.- jh Fá merki um eignabólu Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að enn séu fá ummerki sjáanleg um bólu eignaverðs á húsnæðismarkaði og að þær hækkanir sem þar hafa verið að undanförnu séu í takti við hækkanir ráðstöfunartekna. Seðlabankastjóri segir að gjald- eyrishöftin skapi vissulega grundvöll fyrir bólumyndun og að bankinn þurfi að vera vel vakandi fyrir þeirri hættu, að því er fram kom á fundi þar sem stýrivaxtahækkun peninga- stefnunefndar var kynnt. Viðsnúningurinn á íbúðamarkaði hefur verið hraður frá því að hann náði botni árið 2010 og íbúðaverð hefur hækkað um ríflega 8 prósent undan- farna 12 mánuði. Þessi hraði viðsnúningur og útlit fyrir frekari hækkanir íbúðaverðs á næstu misserum hefur vakið upp spurningar um hvort að eignabóla muni myndast á íbúðamarkaði en Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur, að sögn Greiningar Íslandsbanka, meðal annars bent á þá mögulegu hættu. - jh Ríkið endurgreiði olíu- félögunum 1,5 milljarða Héraðsdómur felldi í gær úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu var því gert að greiða olíufélögunum einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í árs- byrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. Greiða ber Keri, áður Olíufélaginu Esso, 495 milljónir, Skeljungi 450 milljónir og Olís 560 milljónir. - jh Átta ráðuneyti í stað tíu Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherranefndar um stjórnkerfisumbætur varðandi breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Tillagan er nú til umfjöllunar í þingflokkum ríkis- stjórnarflokkanna, að því er fram kemur í tilkynningu for- sætisráðuneytisins. Í þingsályktunartillögu verður lagt til að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og við- skiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Með þessari breytingu fækkar ráðuneytum út tíu í átta. Í upphafi kjörtímabilsins voru þau tólf. Breytingarnar eiga að taka gildi 1. september. -jh L andlæknis-embættið hefur ekki safnað, eða fengið upplýsingar, um það hvaða sílikon- púðar hafa verið seldir í gegnum árin, eða nú í kjöl- fa r fölsunar á frönsku PIP-síli - konpúðunum. Geir Gunnlaugsson landlæknir vísar á lækningatækja- eftirlitið, sem nú er hjá Lyfjastofnun og hefur eftirlit með slíku. Embættið hefur óskað eftir upplýsingunum frá lýtalæknum. Landlæknisemb- ættið hefur ekki ráðist í að afla upp- lýsinganna með öðr um leiðum. Bæði hjá Icepharma og Fastus, sem flytja sílikon-fyllingar inn, fengust þær upplýsingar að ef landlæknir leit- aði eftir upplýsingum fengi hann þær. Hjá Intermedica vildu menn ekki gefa neitt slíkt upp. Embættið hefur heldur ekki talið gerlegt að óska eftir upplýsingum frá konun- um sjálfum. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans eru bandarísku fyllingarnar frá Mentor sem Intermedica flytur inn langalgengustu púðarnir sem nú eru notaðir hér á landi. Banda- rísku fyllingarnar Allergan, sem Fastus flytur inn, eru einnig nokk- uð vinsælar. Þeim fylgja frönsku brjóstafyllingarnar Eurosilicone, sem dótturfélag Icepharma flytur inn. Nær allar, ef ekki allar, aðrar eru dottnar af markaði. Fréttatíminn leitaði upplýsinga hjá Icepharma um hvort gengið hafi verið úr skugga um að frönsku púðarnir frá Eurosilicone væru samkvæmt stöðlum, þar sem slíkt fór fram hjá frönskum eftirlitsað- ilum í máli PIP-fölsunarfyrirtæks- ins. Svörin voru að Icepharma hafi fengið staðfest hjá franska fram- leiðandanum að engin tengsl væru á milli fyrirtækjanna. Ríflega fjögur hundruð íslensk- ar konur hafa fengið fölsuðu PIP- sílikonpúðana frá árinu 2001. Geir segir ekki vitað hversu margar fengu PIP fyrir þann tíma, nú þeg- ar ómskoða á allar allt til ársins 1992. Embættið bíður úrskurðar Persónuverndar um hvort lýta- læknum beri að upplýsa það um brjóstastækkunaraðgerðir. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  SíLikon-brjóStafyLLingar Landlæknir bíður og bíður Landlæknir bíður enn eftir úrskurði um hvort lýtalæknum beri að upplýsa hann um brjóstastækkunaraðgerðir. Hann hefur ekki reynt krókaleiðir að upplýsingunum. Þrjár sílikon-fyllingar eru á markaðnum nú; bandarísku fyllingarnar Mentor og All- ergan en einnig frönsku Eurosilicone-fyllingarnar. Vantar nákvæmt skráningakerfi Lyfjastofnun getur ekki upplýst um hvaða sílikon-fyllingar séu í umferð, þar sem starfsmaður lækningatækjaeftirlitsins einn hefur yfirsýn og er aðeins í 20 prósenta starfi; á miðviku- dögum. Mímir Arnórsson, upplýsinga- fulltrúi Lyfjastofnunar, segir að verið sé að setja upp kerfi til að halda utan um slíkar upplýs- ingar. Lækningatækjaeftirlitið sé víðfeðmur flokkur: Brjósta- púðar, smokkar og háþróuð ómskoðunartæki falli í hann. Eftirlitið hafi ekki verið eins nákvæmt og með innflutningi lyfja; þar sem hægt sé að rekja sögu hverrar pakkningar. Hér má sjá franskan lýtalækni skipta út PIP-sílikonfyllingu fyrir nýja í janúar. Mynd/gettyimages 6 fréttir Helgin 23.-25. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.