Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 20
ára
gamalt
verð!
*
J
ón segir að í raun sé Hótel
Volkswagen óræður staður sem
sé ekki neitt en samt til. Eðli máls-
ins samkvæmt er því ekki gott að
finna GPS-hnit staðarins en ætla
má að hann leynist í höfði borgarstjórans
og leikskáldsins. „Þetta hugtak lýsir húmor
mínum sem er ekki neitt en samt eitthvað,“
segir Jón hugsi. „Þetta er staður þar sem
ég máta og prufa persónurnar mínar. Bæði
skáldaðar og fólk sem ég hef hitt og byggi á í
persónusköpun. Georg Bjarnfreðarson býr til
dæmis á Hótel Volkswagen.“
Jón segist lengi hafa kallað þennan undar-
lega stað Hótel Volkswagen. „Ég veit ekkert
hvers vegna en ætli það sé ekki bara vegna
áhuga míns á öllu sem er þýskt eins og til
dæmis nasismanum. Og svo vegna áhrifa frá
Monty Python, Fawlty Towers og þessu sem
maður ólst upp við.“
Leikskáld í andskapandi umhverfi
Jóni tókst ekki að ljúka verkinu áður en hann
varð borgarstjóri og segist dálítið hafa ýtt
því á undan sér enda ekki í kjöraðstæðum
skáldsins á skrifstofu sinni í Ráðhúsinu.
„Þetta pólitíska umhverfi hérna er beinlínis
andskapandi og stjórnmálamenn eru orðnir
svo praktískir. Það er lítið svigrúm fyrir
stjórnmálamenn sem horfa fram á veginn og
eru með hugsjónir. Þeir heyra fortíðinni til og
fjölmiðlar gefa þannig fólki ekki mikið pláss.“
Það kom þó að því að ákveðið var að klára
verkefnið og koma Hótel Volkswagen á svið
og þá kom Benedikt Erlingsson, leikari, leik-
stjóri og Fóstbróðir Jóns, að málum. „Þetta
var enn svolítið tætingslegt hjá mér og ýmsir
þræðir sem lágu í allar áttir. Benedikt var
mér ómetanleg hjálp við að sortera henglana
og hnýta þetta saman,“ segir Jón og bætir
við að þeir þekkist vel, hann treysti Benedikt
fullkomlega og þeir skilji hvorn annan býsna
vel. „Það er svo gott að geta sagt eitthvað og
sá sem maður er að tala við skilur mann.“
Þeir sem þekkja feril Jóns sem grínista
hafa ekki farið varhluta af áhuga hans á
nasistum og einn slíkur fer mikinn í Hótel
Volkswagen. „Það er svo þægilegt að af-
greiða bara nasistana sem geðveika menn
og skrímsli. En svo er það ekkert raunveru-
leikinn. Þetta voru bara ósköp venjulegir
menn sem einhverra hluta vegna fara að gera
voða óvenjulega hluti,“ segir Jón og vísar til
heimildarþátta um daglegt líf nasista og fjöl-
Jón Gnarr segist hafa getað hugsað sér að fást aðeins lengur við leikritun en úr varð. „Ég fæ samt ofboðslega fljótt leið á hlutum og svo þjáist ég af einhverri
óstjórnlegri leti og nenni helst ég ekki að gera hluti ef mér finnst þeir ekki skemmtilegir. Ég hefði örugglega getað verið þarna einhvern tíma en svo hefði
ég þurft að fara að gera eitthvað annað. Prófa eitthvað eins og Besta flokkinn, prófa að vera borgarstjóri. Síðan er alveg fullt af öðru sem mig langar alveg
rosalega til að prófa. Mig langar að prufa að búa á eyðieyju í tvö ár. Gera eitthvað svoleiðis.“ Ljósmynd/Hari
Með fullbókað hótel í höfðinu
Jón Gnarr var í byrjun ársins 2010
valinn leikskáld Borgarleikhússins
úr stórum hópi umsækjenda og gert
var ráð fyrir að hann myndi starfa
við leikhúsið það árið og sinna þar
ritstörfum. En síðan kom babb í
bátinn og leikskáldið var allt í einu
orðið borgarstjóri Reykjavíkur. Jón
lauk þó við verkið sem hann var
byrjaður á og á laugardagskvöld
verður verkið Hótel Volkswagen
frumsýnt og þá fá persónur úr höfði
Jóns Gnarr að valsa um sviðið.
[...] Svört fáránleikakómík
er æðsta gáfa mannsand-
ans. Hún er mjög vand-
meðfarin og fáir sem hafa
hana á valdi sínu, nema
nokkrir pönkarar á ýmsum
tímaskeiðum hér og þar um
heiminn. Fáránleikinn fær
mann til að hlæja að öllu því
allra sorglegasta innst inni
í iðrum sjálfsins og bjargar
þar með fólki frá bráðum
bana (reyndar deyja furðu
mörg af þessum alheims-
viskuskáldum langt fyrir
aldur fram). Og fáránleikinn
drýpur hreinlega af sviðinu
á Hótel Volkswagen, unaðs-
lega svartur og steiktur.
Það eina sem ég hef út á
þetta leikrit að setja er brjál-
æðisglampinn í augunum á
séfferhundunum sem brjóst-
umkennanlegi nasistinn
valsar um með í ekkert alltof
traustvekjandi ólum, ég vona
að sviðsmaðurinn sé með
deyfipílur til að skjóta í þá ef
þeir skyldu sturlast. En svo
framarlega sem áhorfendur
verða ekki étnir þá er þetta
hin besta kvöldskemmtun.
Hún fær alla að langa til að
gista nokkrar nætur á sveita-
hóteli með gömlum nasista
og afdönkuðum hippa, svo
ég tali nú ekki um alla hina
í sjálfsvígshugleiðingunum
og Sigga litla með athyglis-
brestinn og allt það. Fólk er
nefnilega hin besta skemmt-
un.
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
- úr leikskrá
Fáránleikakómík pönksins
skyldna þeirra utan útrýmingabúðanna. „Þá
voru þeir að spila á harmonikur, voru með
spilakvöld og fóru í hollinn-skollinn og svona.
Á einhvern hátt er þetta svo óhugnanlegt
og hræðilegt en samt eitthvað svo mannlegt
og fyndið – á einhvern skringilegan hátt og
þetta hefur alltaf heillað mig.“
Skrímslið Bjarnfreðarson
„Ég held ég hafi gert þetta svolítið með
Georg Bjarnfreðarson. Þá bjó ég til svona
persónu sem öllu eðlilegu fólki líkaði illa við
og hafði ímugust á en síðan dró ég fram ein-
hverja mannlega sársaukahlið í honum og
þá var hann einhvern veginn afsakaður. Þá
mátti hann. Hann var ekki skrímsli. Hann
var manneskja.“
Með nasismann í huga segist Jón mikið
hafa velt fyrir sér illskunni og öllu sem henni
tengist. „Hvernig þetta síðan máist bara ein-
hvern veginn út og seytli aftur út í samfélagið
og verður hversdagslegur hluti af lífi okkar.“
Jón skrifaði Hótel Volkswagen í sturluðu
andrúmi hrunsins og í verkinu tekur hann
meðal annars á spurningum um sekt og
ábyrgð. „Ég held að það hafi verið mjög
ómeðvitað,“ segir Jón og rifjar upp að þýskt
blað var fyrsti erlendi fjölmiðillinn sem tók
við hann viðtal eftir að hann stofnaði Besta
flokkinn. „Ég bað um að viðtalið yrði tekið í
höfuðstöðvum Kaupþings og án þess að ég
hafi kannski ekki verið búinn að hugsa með-
vitað um það áður þá sagði ég að það mætti
svolítið bera það sem hafði gerst hér saman
við nasismann í Þýskalandi. Eitthvað hafði
farið af stað, einhver hreyfing. Einhver hegð-
un sem að síðan allt í einu bara hrundi yfir
alla þjóðina. Auðvitað ekki af sama þunga
og í Þýskalandi nasismans en samt svipað á
ákveðinn hátt. Hverjir báru ábyrgð á þessu?
Og berum við öll einhverja smá ábyrgð á
þessu? Það er þetta með sekt og sakleysi
og ábyrgð og ábyrgðarleysi sem hefur alltaf
vafist mikið fyrir mér. Mér finnst ábyrgð
vera hlutur sem er allt of lítið rætt um. Eric
Fromm sagði nasismann vera flótta frá frelsi í
ábyrgðarleysi.“
Flótti frá ábyrgð
„Ég fór meðvitað að vinna með þetta og hinn
seka sem vill bara drífa sig í burtu og geta
gleymt öllu saman. Að geta einhvern veginn
gert eitthvað eða tekið þátt í einhverju án
þess að bera ábyrgð á því og stinga svo bara
af frá því öllu saman. Byrja bara nýtt líf í
góðu veðri og eitthvað þannig. Þetta er bara
allt svo brenglað í menningu okkar. Við erum
20 viðtal Helgin 23.-25. mars 2012