Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 31

Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 31
með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinn með kryddblöndu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 0 8 -2 3 8 6 Rjómaostur er einstaklega mjúkur og auðsmyrjanlegur ferskostur. Hann er uppistaðan í ostakökum og krydduðu tegundirnar eru einkar ljúffengar með brauði og kexi. Rjómaostur hentar einnig sérlega vel til að bragðbæta súpur og sósur. ms.is landi og öllum þessum vefmiðlum. Ég hugsa að það sé svolítið erfitt að ala upp barn núna og vita ekkert í hvorn fótinn eigi að stíga.“ „Vitneskja um barnið hefur tvö- faldast frá því ég átti mitt fyrsta,“ segir Ýr. „Nú koma pabbarnir einir með barnið til læknis, það þekktist nú ekki fyrir 24 árum. Fyrst þegar ég kom fram á biðstofu að sækja barn og sá bara ungan karlmann með lítið barn spurði ég undrandi: „Hvar er mamman?“ Pabbar í dag vita allt.“ „Jú, það er alveg rétt, en Ágúst hefur frá fyrsta degi tekið þátt í öllu með börnin,“ segir Soffía, „en ég man eftir því fyrir 24 árum að hafa áhyggjur af því að það yrði allt annað.“ Læra margt af að alast upp í stórum systkinahópi Mömmurnar telja að börnin þeirra myndu ekki una sér í litlum hópi. „Þau þekkja ekkert annað en vera umkringd öðrum börnum. Þar læra þau að taka tillit hvert til annars og félagslega held ég að okkar krakkar komi mjög vel út, því þau eru svo vön því að tækla alls kyns vandamál við það að deila með öðrum og annað slíkt.“ Þær vilja taka það fram að þær séu mjög ungar, 45 ára, en Ýr full- yrðir að hún ætli ekki að eignast fleiri börn. „Það er bara vegna þess að ég er hætt að sjá þau í fókus þegar þau liggja við hliðina á mér í hjónarúm- inu því ég er orðin svo fjarsýn,“ seg- ir hún hlæjandi. „Þá er kominn tími til að hætta, það er bara þannig.“ „Ég ætlaði alltaf að enda á jafnri tölu,“ segir Soffía, „þannig að mín átta eru bara fullkomin tala.“ ‘Ýr segist hins vegar hafa stefnt á prímtölu: „Ég klikkaði því ég ætlaði að hafa mína barnatölu prímtölu því mamma mín er stærðfræðing- ur. Prímtölur eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þannig að þegar ég var komin upp í sjö, var ég mjög ánægð, en svo kom barn númer átta og þar með var draumurinn um prímtölubarnið úti, því ég ætla ekki að eignast þrjú í viðbót!“ „Ég var svo heppin að fá tvö þarna í restina,“ segir Soffía. „Það var sko bara tveir fyrir einn hjá mér. En ég elska að hafa þau öll heima. Kjartan Logi flutti að heim- an í haust mér til mikillar sorgar og það munar um hvert barn. Mér fannst hrikalega erfitt þegar hann flutti, móðurhjartað næstum brast. Ég áttaði mig þá á að auðvitað eiga þau öll eftir að fara að heiman. Sá elsti útskrifaðist úr hagfræði fyrir tveimur vikum og hann er að sækja um að fara í mastersnám í Banda- ríkjunum, þannig að þá verð ég líka að sjá af honum. Stóru strákarnir Egill, Kjartan, Stefán og Gunnar eru svo hjálplegir, skutla systkinum sínum á æfingar og hjálpa á allan hátt svo þetta verða mikil viðbrigði fyrir okkur.“ Þær vinna á vöktum, nætur- vaktir þýða að þær mæta hálf fjögur síðdegis og vinna til hálf níu næsta morgun: „Þá förum við annað hvort heim eða í næstu vinnu,“ segir Soffía. „Ég fer á stofu í Domus og Ýr á Greiningarstöðina. Svo tökum við líka kvöldvaktir hjá Barnalækna- þjónustunni.“ Hvað gerið þið til að hvíla ykkur? „Ég horfi á fótbolta í sjónvarp- inu,“ segir Ýr og bætir við: „og ég veit allt um enska boltann...“ „Heyrðu, bíddu nú aðeins,“ segir Soffía. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta og hef þekkt þig í 25 ár! Mér finnst best að setjast niður með rauðvínsglas og horfa aðeins á sjónvarpið. Svo var verið að setja upp gufubað í húsið hjá okkur og nú sitjum við öll í gufu öll kvöld og þá verða allir eins og mjúkir ostar. Hvert barn leggst í sitt rúm og steinsofnar á augnabliki!“ Hörkukonur og dýravinir Báðar eru þær miklir dýravinir og segja skemmtilegar sögur af dýr- unum sínum. Soffía byrjar: „Áður en við fluttum til Banda- ríkjanna áttum við læðu sem eignaðist kettlinga fjórum vikum áður. Læðan fór í fóstur. Á heim- leiðinni, þrettán árum síðar, segir einn sonanna: Hvernig er það svo með köttinn okkar, fáum við hann ekki aftur? Þetta hefði auðvitað verið afar eðlileg spurning nema að þessi strákur var ekki einu sinni fæddur þegar við fluttum út! Svo talaði hann um köttinn OKKAR eins og hann hefði verið þar fremstur í flokki.“ „Ég er búin að fá mér öll heimsins gæludýr,“ segir Ýr. „Ég var með dísarpáfagauk og kött áður en við fluttum út. Í Ameríku fengum við okkur fiska og stökk- mýs og stökkmýsnar voru settar í gæslu í gæludýrabúðinni meðan við fórum til Íslands í frí. Svo mættum við til að sækja okkar mýs og þá segir eigandinn mjög vandræðalegur að það hafi orðið smá óhapp með mýsnar. Óhapp? Hvað gerðist? Jú, við gáfum snák- unum þær óvart í hádegismat. Þá fékk ég mér hund, síðan annan hund og flutti þá báða til Íslands. Þeir eru báðir dánir, en núna eigum við enskan fjárhund sem heitir Muggur. Það var þannig að ef ég var ekki ófrísk, þá fór mig að langa í gæludýr. Er þetta ein- hver bilun? Ég verð hamingjusam- ari eftir því sem ég er með fleiri í kringum mig og ber ábyrgð á fleirum.“ Ýr lítur á klukkuna og segist verða að fara. Ég spyr hvort það sé að byrja leikur í enska boltanum: „Nei, nei, ég þarf að mæta í matarboð klukkan fimm.“ En Soffía, ekki liggur þér á? „Jú, ég á von á sextíu gestum á morgun og nú er ég að fara heim að baka. Það á að fagna hagfræði- prófi sonarins. Við erum í ágætis jafnvægi og við til dæmis leggjum okkur aldrei þótt við séum að fara á næturvaktir. Við þurfum líka að vera í góðu jafnvægi í þessu starfi,“ segir Soffía og lítur stríðnislega á Ýr. „Já, já, ég veit alveg hvað hún er að meina,“ segir Ýr brosandi. „Ég hef nefnilega einu sinni notfært mér að eiga átta börn. Þá var ein amma sem átti barnabarn á deildinni og dró í efa allt sem ég sagði og nánast sagði beint út að ég kynni ekkert. Ég sagði kurteis- lega að ég hefði nú starfað við þetta í fimmtán ár og væri komin með góða þekkingu á þessum sjúkdómi. Þá hallaði amman sér yfir borðið til mín og nánast hvæsti: Jahá, en ég er nú búin að ala upp fimm börn! Þá hallaði ég mér að henni og sagði: „Og ég átta!“ viðtal 31 Helgin 23.-25. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.