Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 32

Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 32
Friðarhöfðingi á friðarstóli Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar að ávarpa samkomu í bandarískum háskóla. Þar er hann kynntur til leiks sem Dalai Lama norðursins. Fólk á Facebook rak upp stór augu enda mörgum Íslendingnum baráttugleði og pólitískt vopnaskak forsetans vel kunn. Þráinn Bertelsson Hann hefur náð áður óþekktum hæðum. Dalai Lama norðursins! Allsherjargoði útrásarvíking- anna! Hans forsetalega hátign! Jónas Kristjánsson Til að styggja ekki bófa í Kína neitaði Dalai Lama norðursins fyrir hálfu þriðja ári að tala við hinn ekta Dalai Lama Ómar R. Valdimarsson Ef Dalai Lama norðursins endurholgast (í samræmi við kenningar búddisma), í hvaða formi haldið þið að það verði? Ingimar Ingimarsson hahahhahahahhahahahah Sveinn Andri Sveinsson er Dalai Lama Borgartúnsins Helgi Seljan Dalai Lama hefur ákveðið að héðan í frá muni hann einungis gegna kallmerkinu Ólafur Ragnar Suðursins. Heiða B Heiðars Dalai Lama Norðursins......... lífið er ein stór lygasaga og for- seti lýðveldisins hangir saman á lyginni. Ævar Örn Jósepsson Ég hélt að forsetinn væri verndari þjóðkirkjunnar, en svo reynist hann bara leiðtogi norrænna búddista. Hver hefði trúað því? Hugi Þórðarson Íslenska sauðkindin er Llama norðursins. Það er ekki vænisýki þegar þeir eru á eftir þér Jakob F. Ásgeirsson, útgefandi Uglu og ritstjóri Þjóðmála, vandaði Fréttablaðinu og ritdómara þess ekki kveðjurnar í aðsendri grein á fimmtudag þar sem hann taldi víst að bók sem hann gaf út um ævi Rollingsins Keith Richards hefði fengið ómaklegan dóm í blaðinu vegna væringa hans við Jón Ásgeir Jóhannesson. Þórunn Hrefna Dæs, hvað ég sakna sam- verustunda okkar Jóns Ásgeirs frá því í jólavertíðinni. Þá keypti hann iðulega handa mér kaffi og croissant og piparkökur og jólaglögg, sem ég slokaði niður sæl á meðan hann sagði mér hvað ég ætti að skrifa. Þetta var bæði auðveld vinna og skemmtileg og JÁJ hefur aldeilis frábæran bókmenntasmekk. Helgi Seljan Keith Richards er kominn í hóp óvina Baugs! Samkvæmt kenningu dagsins er dagskipun Jóns Ásgeirs sú að fjölmiðlar taki Keith niður með öllum ráðum, til þess að ná sér niðri á Þjóðmálum. Sigurjón Egilsson Þessi er með geggjaða kenn- ingu. Gaf út bók sem fékk slæma dóma í Fréttablaðinu. Sannfærður að það sé vegna þess að Jóni Ásgeiri sé í nöp við sig. Toppur dagsins. Örn Úlfar Sævarsson Keith verður eflaust leiður að heyra af þessari úlfúð – mannasættarinn sem hann er. Gunnar Smári Egilsson Það er allavega gott að vita að Keith Richards hefur ekki látið narrast og heldur sig fjarri Baugsliðinu. Stefán Pálsson Jakob F. Ásgeirsson skrifar í Fréttablaðið í dag. Skyldu- lesning fyrir áhugamenn um vænisýki og almenna geggjun. 32 fréttir vikunnar Helgin 23.-25. mars 2012 150 krónur er upphæðin sem undirskriftarsafnarar Ástþórs Magnússonar fá fyrir hvert nafn sem safnast á meðmælalista forseta- frambjóðandans samkvæmt bloggaranum Gísla Ásgeirs- syni. Góð vika fyrir Birki Hólm forstjóra Icelandair Slæm vika fyrir Vigdísi Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins. 3 milljónir af nýjustu gerð i-Pad spjaldtölva hafa selst frá því að hún var sett á markað í tíu löndum undir lok síðustu viku. Innlendir smákrimmar voru það heillin Þegar fréttir bárust af misheppnaðri tilraun til skartgriparáns var Vigdís Hauksdóttir þingkona eldsnögg að bregða sér í hlutverk Sherlock Holmes og álykta að þarna hefðu verið á ferðinni útlendir glæpamenn sem hefðu sloppið framhjá hauk- fránum augum tollara landsins, vegna Schengen samningsins. Sem betur fer er Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri með öflugri spæjara á sínum snærum en Vigdísi. Þegar til kastanna kom reyndust söku- dólgarnir vera rammíslenskir og á táningsaldri. Þessi tilraun Vigdísar til að fiska í gruggugu vatni andúðar á útlendingum og alþjóðlegu samstarfi endaði sem sagt með því að hún lenti með hausinn á undan í drullupollinum, sem getur aldrei verið gott. 2,5 vikan í tölum HeituStu kolin á prósent íslensku þjóðarinnar glíma við spilavanda samkvæmt rannsókn sem gerð var á síðasta ári um spilahegðun og hversu algeng spilafíkn er. Stundvísasta flugfélag Evrópu Fyrir fólk í ferðageiranum er fátt mikilvægara en ánægðir viðskiptavinir. Og eitt af því sem gleður ferðalanga allra mest er að komast á áfangastað á réttum tíma. Birkir Hólm og lið hans hjá Icelandair fagnaði í vikunni fréttum af því að ekkert flugfélag í Evrópu gat státað að jafngóðri stundvísi í febrúar. Þetta kemur fram í nýjustu könnun Evr- ópusambands flugfélaga sem heldur bókhald um stundvísi félaga sinna. Stundvísi Icelandair var 90,6 prósent samkvæmt könnuninni, sem er vel af sér vikið. Dánarbúi Jóns á hafsbotni Hluti dánarbús Jóns Sigurðssonar forseta og legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds liggur óhreyft á hafsbotni við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Munirnir eru úr flaki danska gufuskipsins Phønix sem strandaði 1881. Togarasjómaður lést Sjómaður lést í slysi um borð í togar- anum Sigurbjörgu ÓF á Ísafjarðardjúpi á miðvikudag. Óskað var eftir aðstoð Land- helgisgæslunnar og flaug þyrla að skipinu með lækni. Hann seig um borð en maðurinn var þá látinn. Styrkir til fornleifarannsókna Fornleifasjóður hefur úthlutað 32 milljónum til 24 rannsakenda en alls bárust 49 um- sóknir í sjóðinn. Rannsókn í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit fékk hæsta styrkinn í ár, 3,5 milljónir. Mörg umboðssvikabrot Fjármálaeftirlitið hefur vísað 36 umboðs- svikabrotum til ákæruvaldsins frá hruni. Flest mál sem stofnunin hefur sent til sérstaks saksóknara tengjast lánum þar sem fjármálastofnanir lánuðu til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér. 679 milljónir er upphæðin sem hluthafar HB Granda frá í arðgreiðslu fyrir árið 2011 samkvæmt ársreikningi félagsins. 234 mörk hefur argentínski snillingurinn Lionel Messi skorað fyrir Barcelona. Hann hefur nú skorað flest mörk allra í sögu félagsins og bætti met Cesar Rodriguez frá árinu 1955 um tvö mörk á þriðjudag. Tómas Waage veggfóðr- ararmeistari tók sig til og breytti gamalli sláttuvél í snjóplóg. Hann lengdi tækið um 40 sentimetra og þyngdi með sandkistu yfir afturöxli. Þegar hefur snjóað sést til hans ryðja gangstéttir í Hátúni, þar sem hann býr. Allt í sjálf- boðaliðavinnu, aðeins ánægjunnar vegna. Svona eiga menn að vera. Ljósmynd/Hari Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.