Fréttatíminn - 23.03.2012, Side 33
Fært til bókar
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Við bjóðum góðar
framtíðarhorfur
Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur eða frænkur tryggt
fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um
það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Hann ber hæstu
vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því
framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað.
Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.
Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf
Tvöfaldur skammtur
Minningargreinar Morgunblaðsins eru
einn helsti einkennisþáttur blaðsins og
víst má telja að þær haldi að minnsta
kosti eldri lesendum þess við efnið.
Greinarnar eru á sinn hátt persónufræði
þar sem rakin er ætt hins látna, uppruni
og afkomendur, auk ævistarfa. Þegar
Morgunblaðið og DV skiptu með sér dag-
blaðamarkaði á sínum tíma vildi Jónas
Kristjánsson ritstjóri koma persónu-
fræðum að í sínu blaði. Úr varð að blaðið
hóf árið 1987 að birta ættfræðitengdar
afmælisgreinar þeirra sem áttu stóraf-
mæli, lista yfir stórafmælisbörn dagsins
og ættfræði merkra Íslendinga. Til verks-
ins var valinn einn helsti ættfræðingur
landsins, Sigurgeir Þorgrímsson. Fljót-
lega gerðist Kjartan Gunnar Kjartans-
son, blaðamaður blaðsins, aðstoðarmað-
ur hans. Eftir andlát Sigurgeirs árið 1992
tók Kjartan Gunnar við ættfræðisíðunni
og hélt henni úti allt þar til rekstur DV fór
í þrot haustið 2003. Kjartan Gunnar hóf
ættfræðiskrif nokkru síðar í endurreistu
DV og var svo þar til nýverið er hann hóf
ættfræði- og afmælisskrif í Morgun-
blaðinu. Þar með eru persónufræðin
næsta fullkomin orðin hjá Morgunblaðinu,
tvöfaldur skammtur ef svo má segja, þar
sem í senn er getið ættartengsla afmælis-
barna og æviágrips þeirra sem gengnir
eru, auk fylgjandi minningarorða. Íslend-
ingasafn Kjartans Gunnars, sem orðið
hefur til undanfarinn aldarfjórðung, er
því orðið hið merkasta. DV birtir afmælis-
og ættfræði áfram þrátt fyrir brotthvarf
Kjartans Gunnars.
Dalai Lama norðursins
Dálæti vefritsins Smugunnar á Ólafi
Ragnari Grímssyni virðist vera tak-
markað. Fyrr í vikunni var þar forsíðu-
tilvísun á bloggskrif Láru Hönnu Einars-
dóttur sem vakti athygli á auglýsingu
þar sem forsetanum var líkt við sjálfan
Dalai Lama. Lengra verður varla gengið
í samlíkingu við dauðlega menn en Dalai
Lama er andlegur leiðtogi Tíbeta. Þar
sagði: „Ég verð að játa að mér var illilega
brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu í
morgun,“ skrifar Lára Hanna Einars-
dóttir um auglýsingu bandarísks há-
skóla fyrir málþing þar sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson eða Dalai Lama norðursins,
er í aðalhlutverki. „Allt sem þarna stend-
ur stingur í augu. Ólafur Ragnar kallaður
Dalai Lama norðursins? Ekkert kapp-
hlaup um auðlindir norðurheimskauts-
svæðanna? Ólafur Ragnar að segja
sannleikann og leiðrétta goðsagnir?“
„Verður einhver íslenskur fréttamaður
eða fræðimaður sendur á staðinn til að
leiðrétta rangfærslur og misskilning?“
segir Lára Hanna jafnframt.“