Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 37

Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 37
og ná að dorma í sófanum fyrir framan sjónvarpið, í þessum heimi en aðallega öðrum, meðan börnin fylgjast með ævintýrum Dóru landkönnuðar, Nappa sem ekki má nappa, Kóala-bræðra, strumpanna og klassískra fígúra eins og Mikka músar og félaga. Ef rigning er eða leiðinlegt veður má síðan bjarga síðdegi með Konungi ljónanna, Leikfangasögu eða fylgjast með ævintýrum hins skrautlega fisks Nemo og annarra sjávardýra í öllum regnbogans litum. Afinn viðurkennir að dotta yfir þessum myndum líka og hefur aldrei komist í gegnum heila mynd þessarar gerðar. Það breytir engu. Ég kannast við nöfnin þegar ég heyri þau og er því, eftir atvikum, bærilega viðræðuhæfur. Ónefndar eru Skoppa og Skrítla. Þær eru meðal bestu vinkvenna tveggja afadrengja á þriðja ári. Varla bregst að þeir eiga stund með þeim í heimsókn til afa og ömmu. Svo var einnig um liðna helgi þegar mér var falið að gæta annars þeirra í stutta stund á með- an mamman og amman brugðu sér af bæ. Valinn var þáttur þar sem þær stöllur heimsækja Hús- dýragarðinn og kynna börnunum ýmis dýr. Ungi maðurinn horfði áhugasamur á þáttinn en þrátt fyr- ir fegurð og litadýrð náðu Skoppa og Skrítla ekki að halda afanum vakandi, enda kom fátt á óvart í þættinum eftir gegndarlausa spilun misserum saman. Það var því lítið fjör í steinsofandi afanum þegar þættinum lauk. Drengur- inn ráfaði því fram en varð einn í heiminum í stofunni. Grátur hans vakti afa sem hljóp til og bjargaði málum. Helst hefði góður grjóna- grautur frá ömmu sefað þann dálitla en hún var víðs fjarri. Mál- inu var því reddað með ostsneið. Drengurinn lét það gott heita, þótt dæmið sýni í hnotskurn muninn á ömmu og afa. Elsta barnabarnið, níu ára drengur, kom svo daginn eftir í heimsókn með foreldrum sínum. Hann fékk Andrésblað að gjöf, enda duglegur að lesa þótt hann kunni svo sannarlega að finna myndefni við sitt hæfi í sjón- varpi, tölvum og síma – svo ekki sé minnst á tölvuleiki fótboltans. Andrésblaðið las drengurinn sér til ánægju, eins og kynslóðirnar á undan honum. Mín kynslóð lærði meira að segja svolítið í dönsku á slíkum lestri og lengi framan af hélt ég að Andrés, Andrésína og Jóakim Aðalönd, móðurbróðir Andrésar, væru dönsk að uppruna en ekki úr smiðju Disney gamla í Vesturheimi. Allt í einu leit drengurinn upp úr Andrésblaðinu. Þar hafði hann rekist á spurningalista ætlaðan lesendum blaðsins. „Mamma,“ sagði hann, „hver er eini Nóbels- verðlaunahafinn í bókmenntum sem Íslendingar hafa eignast?“ Móðirin leiddi drenginn að réttu svari með einfaldri líkingu. „Hann heitir alveg eins og amma, nema það er karlmannsútgáfan af nafn- inu.“ „Ah,“ sagði strákur strax, „hann heitir Halldór.“ „Rétt,“ sagði hreykin móðirin, „og hvað meira?“ sagði hún um leið og hún leiddi piltinn á rétta braut eftirnafns nóbelsskáldsins okkar, „það er svona eins og fiskurinn,“ bætti hún við og trúði því að laxfiskur leiddi soninn að svarinu. Strákurinn var ekki alveg viss um skáldjöfurinn en ýmislegt hafði greinilega síast inn í kollinn af því sem hann hafði lesið og séð í myndunum góðu – svo svarið var í örlítilli spurn um leið og hann leit á móður sína: „Er það Halldór Nemo?“ Ergo vill stuðla að fjölgun á umhverfishæfari bílum á Íslandi og býður því græn bílalán. Græn bílalán standa til boða við kaup á bílum í útblástursflokkum A, B og C og eru þau án lántökugjalda út júnímánuð 2012. Kannaðu kosti grænna bílalána á ergo.is Engin lántökugjöld á grænum bílalánum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Helgin 23.-25. mars 2012 viðhorf 37 Fært til bókar Ekki lengur á reiðhjóli Einar „Boom“ Marteinsson hefur verið til umfjöllunar sem foringi Hells Angels, segir í austfirska héraðsblaðinu Austurglugginn og upplýsir að Einar hafi þó fyrst vakið athygli fyrir afrek í reiðhjólakeppni og íþróttum þegar hann var barn á Eskifirði. „Það var sumarið 1985 sem BFÖ (Bindindisfélag ökumanna) og DV ferðuðust um landið með ökuleikni. Keppt var á bílum, vélhjólum og reiðhjólum og var Eskifjörður á meðal viðkomustaða. Þar vakti athygli framganga Einars Inga Marteinssonar sem stóð sig best í eldri flokki, 13 ára og eldri, á reið- hjólum, fékk þar 97 refsistig. Bæði var keppt í þrauta- braut og umferðarspurningum og stóð Einar Ingi sig best í báðum riðlunum. Í myndatexta með frétt DV frá 1. júlí 1985 segir að Einar Ingi hafi sýnt „mikið öryggi“ í þrautabrautinni,“ segir Austurglugginn. „Aðra frétt um íþróttafrek Einars Inga má finna í DV í september 1986," segir blaðið enn fremur, „hann var þá stiga- hæstur Austrafólks í flokki 14 ára og eldri á Sumarhá- tíð UÍA með 16 stig. Einar er í dag þekktur sem Einar „Boom“ Marteinsson og er formaður Hells Angels á Íslandi. Hann situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að hrottalegri líkamsárás á konu í Hafnarfirði skömmu fyrir jól.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.