Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 38
38 bækur Helgin 23.-25. mars 2012  RitdómuR Eyðibýli á Íslandi Krimminn Konurnar á ströndinni eftir sænska höfundinn Tove Alsterdal er á toppi metsölulista Eymundssons. Bókin fékk 4 stjörnur í Fréttatím- anum í síðustu viku. Vinsæll kRimmi  RitdómuR GóðiR GRannaR EftiR Ryan daVid Jahn Þ egar Snæbjörn Arngrímsson setti Neon-röðina af stað 1998 var framtakið um margt merki- legt: Samfelld útgáfa til áskrifenda á framsæknum nútímaskáldskap, oftast í skjóli erlendra kynningarsjóða og Bókmenntasjóðs hér heima. Inn á milli stukku höfundar á borð við Einar Má, Gyrði, Pétur og Guðrúnu Mínervu en mestanpart var þetta framan af fram- sækið stöff. Svo fór Snæi út, gerðist útgefandi í Danmörku, hinu samræmda, nú forna, útliti sem dró dám af heitir raðarinnar, Neon, var hætt og um tíma varð útgáfan einhverskonar blanda; margt í henni textar sem voru víðast í alfaraleið, jafnvel sölubókmenntir og krimmar. Valið varð óstabílt, hentistefna greip um sig og til að bæta gráu ofaná svart tóku kápur að gerast æði fjöl- breytilegar. Aðdáandi spurði: Er ekki best fyrir þau bara að hætta þessu? Svo alltíeinu varð eitthvað til sem hét neon- antík. Átti það að verða nýtt upphaf? En því var heldur ekki fylgt eftir. Góðir grannar er amerísk glæpasaga og kom út vestra fyrir tveim árum. Hún er prýðilega þýdd af Bjarna Jónssyni, ágætlega samin, styður sig við kunna atburði frá sjöunda áratugnum sem urðu þekkt fyrirbæri í rannsóknarhefð um borgaralegt afskiptaleysi, djúpstæðan ótta á ábyrgð í bland við tilfinningakulda. Lesandinn veit endalokin: Þau eru til- kynnt á kápu. Afþreyingin lýsir sér í persónugallerí- inu sem höfundurinn bregður upp. Margt er þar prýðilega gert, höfundurinn veldur forminu vel. Í febrúarflóði afþreyingar- bókmennta er fengur af bókinni en mikið væri gott ef Bjartur herti aðeins á tilgangi flokksins. Góðir grannar eiga tæplega erindi í „besta bókaflokk í heimi“. Þetta hefur útgefandinn fundið því með bókinni fylgdi loforð um betri tíð, merkilegri höf- unda: Julian Barnes, Javier Marias, Krist- ina Lundberg og Helene Gremillion. Guð láti á gott vita. Það er full þörf fyrir bókaflokk sem kynnir höfunda og verk sem eru framúr- skarandi og ný og helst þýdd af frummáli. Neon var á sínum tíma brautryðjandi í því erindi og tölti þar á eftir samtímabók- menntum sem Mál og menning gáfu út á tíma Sigfúsar Daðasonar. Hvað sem líður vaxandi tungumálakunnáttu og breyttu aðgengi um netútgáfur á ýmsum tungu- málum má ætla að hér á landi sé hópur lesenda sem vill halda í við heiminn og lesa í þýðingum fjölbreytilegt úrval nýrra skáldsagna og smásagna. Ef áskrifendur Neon finna fyrir því að flokkurinn er orð- inn safngryfja þar sem í má henda sögu á borð við Góða granna þá er svikist aftan að tryggum kaupendum. Enda má ætla að annar hópur lesenda, sem vill hreina af- þreyingu, bíði þess að honum séu færðar slíkar sögur; krimmar ástarsögur og skáldskap sem er rósrauður. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Besti bókaklúbbur í heimi Þessa helgi stendur yfir krimmahátíðin í fangelsinu í Horsens í Danmörku. Hátíðin vex stöðugt að umfangi og þar mæta lesendur og áhangendur glæpasagna höfundum og kynnast nýjum verkum og gömlum aðferðum. Verða um 100 höfundar gestir á hátíðinni og taka þátt í viðamikilli dagskrá sem leggst yfir þrjá daga. Er há- tíðin sprottin að frumkvæði bókasafnsfræðinga við bókasafnið í bænum og er fjölsótt. Enginn íslenskur höfundur sótti hátíðina heim. Að fyrirmynd hátíðarinnar í Horsens efndi Cappelen Damm til krimmahá- tíðar í Osló daga 1. til 3. mars og stóð hún í tvo daga. Yfir þrjátíu atriði voru í boði; viðtöl, fyrirlestrar og kynningar. Meðal erlendra gesta voru höfundarnir Lee Child, Jens Lapidus og Yrsa Sigurðardóttir sem deildu palli morgun- stund eina og ræddu um listform krimmans. Var Yrsa eini íslenski höfundur- inn sem þar var á stalli þó Cappelen hampi Arnaldi Indriðasyni í framboði afþreyingarútgáfu þessa vors en forlagið stóð fyrir krimmahátíðinni í Osló. Nú er bara spurningin hver hefur vit á að efna til glæpasagna hátíðar hér á landi: Hvar starfaði Þuríður formaður við sínar glæparannsóknir? -pbb Krimmahátíðir Marga undraði stórum þegar Vestfirska, bókaforlag á Ísafirði, tók að auglýsa í fjölmiðlum útgáfu fyrsta heftis ritraðarinnar um Basil fursta. Mun það vera í fjórða sinn sem ráðist er í að gefa út þessa fornu ritröð um furstann, aðstoðarmann hans Sam og baráttu þeirra við illþýði af ýmsum uppruna. Höfundur Basil fursta er daninn Niels Meyn. Í grein í Morgunblaðinu frá 1994 er gerð grein fyrir sögu heftanna hér á landi og hver höfundurinn var. Þar segir: „Basil fursti birtist fyrst í bók á íslensku árið 1939 hjá Sögusafni heimilanna sem Árni Ólafsson stóð að. Talið er að Páll Sveinsson, barnaskóla- kennari í Hafnarfirði, hafi íslenskað Basil fursta að mestu. Innihélt bókin sex sögur, bók númer tvö kom út 1940 og þriðja bókin árið 1941 og innihélt fimm sögur. Í beinu framhaldi af þessari útgáfu var farið að gefa út sérhefti með myndskreyttum kápum, í einum lit að jafnaði, og innihélt hvert hefti eina sögu. [...] Alls voru gefin út 52 hefti frá 1941 og til ársins 1947, að því talið er. [...] Kringum 1960 kom út þriðja útgáfan af Basil fursta, og var um að ræða endurprentun á sömu heftum og voru í bókunum annars vegar og hins vegar nokkrum lausum heftum, alls 24 hefti.“ -pbb Basil fursti  Eyðibýli á Íslandi Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Eg- ilsdóttir og Yngvi Karl Sigurjónsson Eyðibýli – áhugamannafélag , 136 s. 2011 Í fyrrasumar var efnt til rannsóknar á eyðibýlum á Suðurlandi: Báðum Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu, að tilhlutan nem- enda í húsagerðarlist við Listaháskólann. Verkefnið var styrkt af ýmsum sjóðum, þar fór fremstur Nýsköpunarsjóður námsmanna. Fimm nemendur fóru um Suðurland allt austur til Hornafjarðar, leituðu uppi yfirgefin hús og fengu víðast hvar leyfi eigenda og landeigenda til að skoða hús, meta ástand þeirra og skrá, mynda þau í þeim tilgangi að saman væru komin á einn stað gögn um byggingar sem engum nýttust nema í besta falli búfé. Alls voru skráð 103 hús. Í formála er bent á að byggð í sveitum gerist nú æ strjálari og tækist að koma lífi og uppbyggingu í eldri hús sem nú eru í niðurníðslu, bæði á byggðum jörðum og eyðijörðum, væri nýting samfélagslegra fjár- festinga í samgöngum, dreifikerfum rafmagns og samskipta betur nýtt. Á því svæði sem var undir búa tæplega 6.500 íbúar á landi sem er ríflega fimmtungur landsins. Skilgreining á eyðibýli var í verkefninu nokkuð víð: Það tók til yfirgefinna bygginga í þéttbýli og á setnum jörðum sem eyðijörðum. Tilgangurinn var að skrásetja menningarminjar sem eru í hættu, safna heimildum um byggðarsögu, greina aldur, húsagerð og byggingarlag og hvernig yfirgefin hús tengdust öðrum fornminjum og sagnageymd, hvernig þau voru í sveit sett og hvernig þau tengj- ast rituðum heimildum um byggð fyrr og nú. Afraksturinn er nú kominn á bók sem dreift er í litlu upplagi en hefur þegar verið endurprentuð og má nálgast hana hjá ráðgjafa verkefnisins R3 Ráðgjöf, Síðumúla í Reykjavík. Ritið leiðir í ljós að mikil verðmæti eru að hverfa af jörðum sem margar eru enn setnar. Ræður þar áhugaleysi eigenda og sú viðtekna skoðun að eldri hús séu best látin hverfa. Þau eru sjaldan byrgð, njóta ekki lágmarks viðhalds jafnvel þótt þau standi við heimreið eða í hlaði yngri bygginga og mörg hver hafi þau fornan sess í sinni byggð. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á stöðu þessara bygg- inga í þeirri von að eigendur sjái sóma sinn í að bjarga þeim eða þá að húsin verði aðgengileg einhverjum sem vill taka að sér að koma þeim í viðunandi ástand. Ef ekki Íslendingum í hópum og félagi, þá útlendum mönnum. Raunar gegnir furðu að sveitarfélag hafi ekki, eftir fyrstu sameiningaröldu sveitarfélaga, sett sér markmið um sómasamlegan frágang húsbygginga sem eru að hruni komnar. Bókin er merkileg heimild um virðingarleysi fyrir eldri bygging- um og verðmætamati sem er á skjön við okkar daga þegar brýnt er að huga að því sem þegar er jafnt því sem koma skal. Sveitir byggjast ekki aftur upp af smábýlum en fjöldi manna víða um heim þráir víðerni og kyrrð sveitasamfélaga, einkum í löndum þar sem landrými er orðið lítið. Vonandi verður áframhald á þessari vinnu. -pbb Yfirgefnir bústaðir  Góðir grannar Ryan David Jahn Bjarni Jónsson þýddi. Bjartur, 260 síður, 2012. Góðir grannar er amerísk glæpasaga, kom út vestra fyrir tveim árum en styður sig við kunna atburði frá sjöunda áratugnum. Plakat krimma- hátíðar Cappelen Damm. Ryan David Jahn Veldur forminu vel og gerir margt prýðilega. Góðir grannar er fín viðbót í afþreyingarflóðið. Ef áskrifendur Neon finna fyrir því að flokkurinn er orðinn safngryfja þar sem í má henda sögu á borð við Góða granna þá er svikist aftan að tryggum kaupendum. – fyrst og fre mst ódýr! 1 – fyrs t og fr emst – fyrs t og fr emst ódýr! freis tandi tilbo ð 40%afsláttur 2298kr.kg Verð áður 3849 kr. kg Ungnauta piparsteik Blaðið gildir til 29. febrúar 1498kr.kg lambalær i með trön uberja og epla marin eringu frábæ rt ver ð á lamb alæru m! Nýtt KRÓNUBLAÐ Blaðið gildir til 11. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.