Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 23.03.2012, Qupperneq 42
42 garðar Helgin 23.-25. mars 2012 N ú stendur yfir sáningartími hjá garðunn­endum sem vilja rækta eigin plöntur af fræi. Í ár eru hátt í 600 tegundir plantna á frælista Garðyrkjufélags Íslands, sem gefur ekkert eftir fræ­ listanum sem Konunglega breska garðyrkjufélagið býður sínum 360 þúsund meðlimum! Það eru félagar Garðyrkjufélagsins sem safna fræjum af plöntum í görðum sínum, sumarbústaðalöndum og jafnvel á ferðum sínum erlendis og senda skrifstofu félagsins á hverju hausti. Fræmeistarar félagsins annast af mik­ illi nákvæmni flokkun, skrásetningu eftir latneskum og íslenskum nöfnum og frágang þeirra og vörslu í kæligeymslum hjá félaginu. Fræmeistararnir afgreiða líka pantanirnar til að tryggja að ekki verði mistök. Allt þetta starf er unnið í sjálfboða­ vinnu. Tegundir úr háfjöllum Asíu Á listanum er fjöldi tegunda sem ekki standa til boða í garð­ plöntuverslunum en félagar hafa með elju safnað eftir ýmsum leiðum og ræktað um langt árabil. Margar eru þaulreyndar garðplöntur sem um tíma hafa fallið úr móð í tískustraumum en eru að koma aftur vegna góðra eiginleika þeirra. Sumar fjölæru tegundirnar og trjátegundirnar eru afar sjaldgæfar en hafa staðið sig vel í íslenskum görðum. Einna óvenjulegast nú er framboðið á yfir 40 tegundum og blendingum af reyniættkvíslinni, sumar komnar frá háfjöllum Asíu og virðast kunna vel við sig á Íslandi. Þær blómstra fagurlega og bera litskrúðug ber og fá fallega haustliti. Mikill fjöldi steinhæðar­ blóma er á listanum og sömuleiðis margar tegundir matjurta og sumarblóma. Á listanum eru líka um 70 íslenskar tegundir sem margar hverjar henta í steinhæðir en aðrar í blóma­ engi eða blómabrekkur við sumarbústaði. Þær eru sérmerktar í listanum. Erlendir grasagarðar sýna þeim gjarnan áhuga og panta hjá Garðyrkjufélaginu. Sumar eru reyndar taldar sjaldgæfar. Ætla má að sumarbústaðaeigendur gætu haft mikinn áhuga þeim. Tískustraumar eins og í öðru Mjög misjafnt er frá einu ári til annars hvað félagar panta. Tískustraumar eru í garðyrkju eins og öðru. Sumar plöntur eru sívinsælar, eins og til dæmis töfratré, blásól og maíeplið. Sumarbústaðeigendur velja sér blómviljugar og litfagrar plöntur eins og til dæmis vatnsbera. Berjarunnarnir og hengibirki hafa notið óvenju mikilla vinsælda í ár, greinilega tískuplönturnar nú. Mikil kjarabót felst í því fyrir fjölskylduna að forsá fyrir eins miklu af matjurtum eins og hægt er. Reynsluboltarnir reyna við tegundir eins og rósir, og bóndarósir, en stundum þarf þolinmæði til að bíða eftir að þau fræ spíri. Fræ sumra tegunda þarf að láta liggja yfir vetur í kulda til að þau vakni úr dvala. Þau ætti að panta nú geyma þau í kæli yfir sumarið og sá þeim í haust, vökva vel og hafa svo sáð­ bakkann úti í vetur gróðurreit ef til er eða pakkaðan inn í hvítan plastpoka til næsta vors. Stund­ um dugir að hafa sáðbakkana í kæli í 2 mánuði áður en þeir eru teknir út í vorhlýjuna til að spíra. Ekki mega sáðbakk­ arnir þorna á þessum tíma. Rósafræ og reynifræ eru gjarnan í þessum flokki. Frælista Garðyrkjufélagsins má finna undir krækj­ unni Fræbanki­laukar á heimasíðu félagins www. gardurinn.is . Leiðbeiningar um sáningu er einnig að finna á heimasíðunni undir hnappnum fróðleikur. Hafa má samband við skrifstofuna í síma 552 7721 eða á netfanginu gardurinn@gardurinn.is Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands Oft koma fleiri plöntur upp úr sáningu en menn hafa rúm fyrir í garði sínum. Þá geta þeir skipst á við aðra félaga og aukið þannig fjölbreytnina hjá sér. Félagið gengst fyrir árlegum plöntuskiptadegi síðustu helgina í maí í Grasagarðinum í Reykjavík, gjarnan í kringum afmælisdag félagins sem er 25. maí. Þetta er afar vinsæll viðburður og mæta fjölmargir með sáðplöntur sínar sem þeir hafa ekki pláss fyrir en vilja skipta við aðra félaga fyrir tegundir sem þá langar í. Þarna bjóðast oft sjaldgæfar tegundir og yrki, steinhæðar- blóm, matjurtir, rósir, berjarunnar og jafnvel trjáplöntur sem ekki eru almennt á markaði. Þarna verður oft líf í tuskunum og sumir eru lagnir að næla sér í „raritet“ með hagstæðum samningum og örlitlu prútti. -vl Nú fara ræktendur að huga að sán­ ingu ýmssa tegunda plantna, svo sem matjurtum, sumarblómum og fræjum trjátegunda sem sem ekki þurfa kuldatímabil til að geta spírað. Mikilvægt er að sá í hrein ílát til að koma í veg fyrir smit. Best er að nota sérstaka sáðmold sem inni­ heldur lítið af áburði og er með rétt sýrustig fyrir flestar plöntur. Mold­ in er sett í ílátið og yfirborð hennar sléttað. Fræjunum er dreift þannig yfir að hvert fræ fái nokkurt pláss, upp af einu fræi kemur ein planta. Þegar fræin eru komin á sinn stað er rétt að þrýsta þeim létt niður í yfirborð moldarinnar. Stærri fræ eru þakin með moldarlagi sem er að jafnaði tvisvar sinnum stærð fræsins að þykkt en mjög smátt fræ og ljósspírandi fræ er ekki þakið mold. Eftir sáninguna er vökvað létt yfir ílátið með hreinu vatni og því komið fyrir á hlýjum og björtum stað. Gott er að breiða glært plast ofan á ílátið þangað til fræið fer að spíra, það viðheldur jöfnum loftraka á sáningunni. Eftir að plönturnar hafa spírað þarf að halda moldinni rakri, ekki blautri og þegar þær eru komnar með var­ anleg blöð er hægt að prikla þeim í stærri ílát. –Guðríður Helgadóttir Plöntuskiptadagur í maí Nokkur góð ráð  GArðyrkjuféLAGið SpeNNaNdi plöNtur á fræliSta Sáningartíminn runninn upp Félagar Garðyrkjufélagsins safna fræjum af plöntum í görðum sínum, sumarbústaðalöndum og jafnvel á ferðum sínum erlendis. Fræmeistararar félagsins eru með hátt í 600 tegundir í boði. Fræ af garðablóðhlyn þurfa að liggja úti yfir vetur til að spíra að vori. Sáning er fyrirheit um litskrúðugt sumar. Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is ALLT FYRIR PÁSKANA Á EINUM STAÐ ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Voltaren Dolo 15% afsláttur Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri Voltaren Gel Aumir og sárir vöðvar? 15% afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.