Fréttatíminn - 23.03.2012, Page 54
Helgin 23.-25. mars 201254 tíska
Gossip Girl-stjarnan Blake Lively segist
kannski ekki þurfa á stílista að halda en
flestar í Hollywood hafa þó manneskju
á bak við tjöldin sem stjórnar klæðaval-
inu. Rachel Zoe hefur verið helsti stílisti
starnanna síðustu ár en hún hefur þó
dregið sig í hlé hvað það varðar vegna
anna við hönnun. Samkvæmt nýjasta
tölublaði The Hollywood Reporter er
stílistinn Kate Young orðin eftirsóttasti
stílistinn í Hollywood og hefur undanfarið
ár komið að klæðaburði kvenna á borð
við Michelle Williams og Natalie Portman.
Í öðru sæti listans er Leslie Fermar sem
hefur séð um stíliseringu hjá Charlize
Theron, Scarlett Johansson og fleirum og í því þriðja er Petra
Flannery sem klæðir Emmu Stone, Zoe Saldönu og Megan Fox.
Teri Hatcher elskar Bláa lónið
Samkvæmt bandaríska
tímaritinu People
ferðast örvæntingar-
fulla eiginkonan Teri
Hatcher alla leið hingað til
Íslands til þess að fá bestu
snyrtimeðferð sem völ er
á. Stjarnan segist elska að
koma beint af Keflavíkur-
flugvelli og baða sig í nátt-
úruauðlindinni sem við Ís-
lendingar erum svo lánsamir
að eiga á Reykjanesinu. Hún
segir saltskrúbbið vera bestu
næringu fáanlega fyrir húðina og ekki skemmir að fá nudd
undir berum himni.
Vinsælustu stílistarnir í Hollywood
Charlize Theron
ásamt stílistanum
Leslie Fermar.
Emma Stone með
stílistanum sínum
Petru Flannery.
Leikkonan Cameron
Diaz í appelsínu-
gulum síðkjól á milli
Ginnifer Goodwin og
Jennu Dewan Tatum .
Appelsínugulur
vinsælastur
Svo virðist sem stjörnurnar í Hollywood séu farnar að halda
meira upp á appelsínugulan lit en aðra. Þessi litur er farinn að
skjóta upp kollinum meira en áður og er gjarnan paraður við
svartar eða hvítar flíkur. Þetta er litur sem notaður er í allt,
hvort sem um er að ræða skó, gallabuxur, kjóla, pils og jakka.
Leikkonan Jenna Dewan
Tatum í hnésíðu pilsi og
skóm í appelsínugulu.
Bloggaratvíeykið
Linda Tol og Niels
Oostenbrink í
appelsínugulum
buxum með loðið í
stíl á vinstri öxl.
Leikkonan Ginnifer Goodwin
í appelsínugulum skóm við
stuttan leðurkjól.
Tískudrottn-
ingin Olivia
Palermo.