Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 4
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21
Gistinóttum fjölgaði um
10 prósent í ágúst
Gistinætur á hótelum í ágúst voru
239.500 samanborið við 218.500 í ágúst
2011. Gistinætur erlendra gesta voru um
89% af heildarfjölda gistinátta í ágúst
en gistinóttum þeirra fjölgaði um 11%
samanborið við ágúst 2011. Á sama tíma
voru gistinætur Íslendinga 3% færri en
árið áður, að því er fram kemur í tölum
Hagstofu Íslands. Gistinóttum á hótelum
fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suður-
nesjum, þar sem þeim fækkaði um 7%.
Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur
149.000 eða um 12% fleiri en í ágúst 2011.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17%
fyrstu átta mánuði ársins, voru 1.265.800
miðað við 1.085.500 á sama tímabili árið
2011. - jh
Aflífa hund sem beit
lögregluþjón
Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar,
yfirvald dýrahalds í bæjarfélaginu, hefur
ákveðið að aflífa skuli hund eftir ítrekuð
brot eigandans og eftir að hundurinn beit
lögregluþjón. Hundurinn hefur verið tekinn
úr vörslu eiganda síns, að því er Skessu-
horn greinir frá: „Fjöldi kvartana hafði
borist vegna lausagöngu hundsins, ónæðis
og ógnandi háttsemi og einnig hefur undir-
skriftalisti verið afhentur þar sem íbúar
í hverfinu óskuðu eftir því að hundurinn
yrði fjarlægður. Í lögregluskýrslu kemur
fram að hundurinn sé hættulegur og hafi
nýverið ráðist á og bitið lögregluþjón. Á
myndbandsupptöku sést þegar hundurinn
ógnar íbúa með því að hlaupa að honum
og gera tilraun til að stökkva á hann.“ - jh
Hlutafé Iceland Express aukið um milljarð
Hlutafé Ísland Express, rekstrarfélags Iceland Express, var aukið um rúman milljarð á
dögunum. Hlutafjáraukningin fór fram með skuldajöfnun. Í henni fólst að kröfum félag-
anna Fengs og Sólvalla var breytt í hlutafé. Þetta er annað skiptið á árinu sem hlutafé
Ísland Express er aukið með skuldajöfnun við tengd félög, að því er fram kom í Viðskipta-
blaðinu í gær. „Það liggur í því að tap var alveg gengdarlaust á síðasta ári eins og við
höfum kynnt áður. Til að byrja með var það fjármagnað með lánalínu frá eiganda sem
er svo breytt í hlutafé og það fært niður,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri
Iceland Express, í samtali við Viðskiptablaðið. Þar kemur einnig fram
að eignahaldsfélagið Fengur átti áður 100% hlut í Ísland Express og
er einnig eigandi Sólvalla ehf. Pálmi Haraldsson er, að því er fram
kemur í blaðinu, eigandi
Fengs í gegnum félagið
Academy S.a.r.l., sem
skráð er í Lúxemborg. - jh
Doktor í raddheilsu segir að
hávaði inni á leikskólum sé
langt umfram leyfileg mörk
og að slíkt væri aldrei látið
viðgangast í vinnuumhverfi
fullorðinna. Hún bendir
á að fullorðnir njóti laga-
legrar verndar fyrir hávaða á
vinnustað en ekkert slíkt sé til
fyrir börn. Valgerður Jóns-
dóttir kallar eftir aðgerðum
en hún stendur fyrir ráðstefnu
á Landspítalanum 10.-13.
október um vandann sem hún
segir djúpstæðan.
E ngar reglugerðir eru til um vinnuumhverfi barna á Ís-landi en hávaði á leikskól-
um er farinn að hafa teljandi áhrif
á málþroska barna. Þetta staðfestir
dr. Valgerður Jónsdóttir en hún hef-
ur um árabil stundað rannsóknir á
áhrifum hávaða og hljóðmengun-
ar á börn. Hún segir það ótækt að
ekki skuli vera til vinnuverndarlög-
gjöf sem verndi börn á leikskólum.
Vinnuverndarlögin ná aðeins yfir
fullorðna.
Valgerður segist greina mikla
aukingu á meðal vel greindra barna
sem leiti aðstoðar vegna málrask-
ana. Þetta megi rekja beint til auk-
ins hávaða í umhverfi þeirra.
„Sendu fullorðinn einstakling til
einbeitingarvinnu inni á flugvelli,“
segir hún og bætir við, „það finnd-
ist viðkomandi ekki hægt. Hvað
þá með börnin okkar sem að eyða
heilu dögunum í kringum stóran og
ólíkan hóp með mismunandi þarfir
inni í litlu rými og eru skikkuð til
þess að einbeita sér.“
Valgerður segir hávaðann inni
á leikskólunum vera kominn svo
langt yfir leyfileg mörk að slíkt
væri ekki látið viðgangast á vinnu-
stöðum fullorðinna. „Samkvæmt
upplýsingum frá Vinnueftirlitinu
teljast 55 desíbil til ólöglegrar há-
vaðamengunar. Inni á leikskólun-
um mælist hávaðinn oft upp í 80
desíbil, inni í litlu rými. Það er gjör-
samlega ótækt. Ég spyr af hverju
enginn verndar börnin okkar fyrir
slíku álagi. Það vantar skýran laga-
ramma.“ Valgerður segir vandann
orðinn svo djúpstæðan að boðið
sé upp á heyrnarskjól á mörgum
leikskólum. „Er það ekki bara
eins og að plástra skítugt sár? Það
verður að ráðast beint á vandann
og hreinsa sárið, ekki bara plástra
það.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Engar rEglugErðir til um hávaðamEngun í vinnurými barna
Skýr tengsl á milli
hávaða og málraskana
Ráðstefnan „Skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna“
verður haldin í hringsal Landspítalans.
„Börnin
varnarlaus“
Minni hávaði hjá Hjallastefnu
Árin 2010-2011 stóð Valgerður Jónsdóttir fyrir könnun á sjálfsmetinni raddheilsu
og áliti leikskólakennara á hávaða í leikskólaumhverfi. Markmiðið var að vita hvort
munur væri á líðan kennara hjá Hjallastefnunni, sem fylgir sérstefnu, og kennurum
frá almennum leikskólum. Samanburður á svörum kennara hjá Hjallastefnunni og
kennara almennra skóla sýnir að kennarar Hjallastefnunnar kvarta síður undan
einkennum sem geta myndast út frá álagi á rödd. Álag á rödd kennara er rakin til
hávaða í vinnurými. Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til að hópastærð,
agastjórnun og val á leikföngum hafi áhrif á hávaða.
vEður Föstudagur laugardagur sunnudagur
BjartvIðrI og LægIr á LandInu.
HELdur HLýnandI.
HöfuðBorgarsvæðIð: SóLRÍkT oG
FrEkAr Hægur VINdur.
rIgnIng og strEkkIngsvIndur vEstan-
og suðvEstantIL, En Bjart austantIL.
HöfuðBorgarsvæðIð: rIgNINg MEð
köFLuM og ALLHVASS VINdur.
áfraM strEkkIngur MEð skúruM s-Lands og
vEstan, En nokkuð Bjart na- og austantIL
HöfuðBorgarsvæðIð: SV-Átt og
SkúrALEIðINgAr.
Blautt suðvestanlands
Stund milli stríða í dag með hæðarhrygg
á leið yfir landið, en í kvöld þykknar upp
frá nýrri lægð vestanlands. úrkoma með
henni verður á ferðinni vestanlands meira
og minna allan laugardaginn. Frekar svalt
og slydda eða snjókoma á hærri fjöllum.
Á sunnudag snýst til SV-áttar með
skúrum og áfram frekar svalt. Á
meðan á þessu stendur verður
veður betra austan- og norð-
austantil, þurrt og nokkuð
bjart með næturfrosti.
7
6 5
5
8
6
5 3 5
7
6
4 5
5
7
Einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 5.-7. október 2012