Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 10
Þjóðin hefur gengið í gegnum dæmigerðan áfallaferil á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Við fengum áfall, urðum reið og skilningsvana og byrjuðum loks á að vinna okkur út úr vandanum. Fréttatíminn fékk heimspeking og sagnfræðing til að leggja mat á það sem átt hefur sér stað í samfélaginu frá hruni. Ha rð pa rke t m eð al lt a ð 5 0 á ra áb yrg ð www.odalsostar.is Nýjasti meðlimur Óðals fjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði enda nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma til að ná hinu einkennandi þétta bragð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri en er einnig dásamlegur einn og sér. Hann parast vel með sterku bragði þar sem hann lætur fátt yfirgnæfa sig. TINDUR NýR osTUR úR skagafIRDINUm NýJUNg Hér varð náttúr - lega hrun Þ að er orðinn þreyttur frasi að segja: „Það má ekki gleyma því að hér varð hrun“, en hér varð náttúrlega hrun,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur þegar hann er beðinn um að horfa til baka yfir þau fjögur ár sem eru liðin frá því að Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. „Hér varð bankahrun, gjaldeyrishrun, hlutabréfahrun, eignahrun og jafnvel einhvers konar siðferð- ishrun og sjálfsmyndarhrun,“ segir Guðni. Hann segir að þjóðin hafi fengið áfall sem hafi þróast nánast eins og áfallahjálpar- fræðin segja til um: „Fyrst var fólk í einhvers konar losti, svo fylltist það reiði og skiln- ingsleysi og að síðustu fórum fólk að reyna að vinna sig út úr vandanum. Ætli við séum ekki vonandi komin á það stig núna,“ segir Guðni. Eyja Margrét Brynjars- dóttir heimspekingur tekur undir þetta: „Það var áfall að horfa á Geir í sjónvarpinu. Margir áttu fyrst í stað von á mjög mikilli breytingu á sam- félaginu, bjuggust við að lífið yrði allt öðruvísi en áður – að við myndum þurfa að lifa eins og einhver þriðja heims þjóð, sem náttúrlega gerðist ekki,“ segir Eyja. Hún segir að heilmikil umræða hafi komið upp um að það þyrfti að efla siðferði og draga úr spillingu. „Ég held að sú umræða sé að einhverju leyti í gangi ennþá, það er ekki eins mikið tabú og var orðið að ræða um siðferði eða tala um að eitthvað væri siðlaust. Allt snerist um viðskiptahags- muni og að græða pen- inga,“ segir Eyja. Íslenska efna- hagshrunið endurfætt Guðni segir það dálítið kómískt að nú sé aftur farið að tala um íslenska efnahags- undrið. „Fyrir árið 2008 voru það bankarnir og útrásin og meðfædd snilld íslenskra athafnamanna. Svo hrundi það allt saman með braki og brestum – en svo á okkur að hafa tekist svo vel að vinna okkur út úr vandanum að við erum aftur orðin einhvers konar efnahags- undur,“ bendir hann á. „Virt- ustu hagfræð- ingar heims eru farnir að tala um íslenska efnahagsundrið, þú opnar vart erlenda vefsíðu eða fjölmiðil án þess að sjá grein um það hve við séum stórkostleg í því að vinna okkur út úr vandanum ólíkt öðrum þjóðum,“ segir Guðni. „En svo er ánægjan eitthvað aðeins minni hérna heima. Þetta minnir mig dálítið á hvernig ástandið var síðustu árin fyrir hrun Sovétríkjanna. Þá var Gorbatsjov með sína umbótastefnu sem allir lofuðu og prísuðu hér á Vestur- löndum en heima lét almenningur sér fátt um finnast og kvartaði og kveinaði. Svipað er uppi á teningn- um á Íslandi núna, allt lofið um ís- lenska efnahagsundrið virðist koma að utan,“ segir Guðni. Spurður hvort sé innistæða fyrir þessu lofi svarar hann: „Ef menn leggja ískalt mat á hlutina er ekkert stórkostlegt að lifa í skjóli gjald- eyrishafta og með jafnvel viðvar- andi atvinnuleysi á ýmsum stöðum landsins og ýmsum geirum, þetta er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég er bara sagnfræðingur, þekki ekki hagfræðina, en hagfræðing- unum sjálfum hefur ekki gengið betur að vera sammála um orsakir eða stöðu mála,“ segir Guðni. Sjálfsmynd þjóðar breyst lítið Eyja segir að sjálfsmynd þjóðar- innar hafi ekki breyst nógu mikið að hennar mati. „Hún breyttist kannski fyrst, rostinn í okkur lækk- aði svolítið en svo stefnir allt í sama farið aftur. Við erum ennþá allt of góð með okkur,“ segir hún. „Það er alltaf einhver rembingur í okkur. Við erum alltaf að reyna að vera best í öllu. Það er ekki nóg að gera eitthvað vel, við þurfum helst að fá viðurkenningu fyrir að vera best. Kannski er það vegna þess hve seint við komum Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í sjónvarpssal þann 6. október 2008 þegar hann flutti sögu- frægt ávarp til þjóðarinnar sem endaði með orðunum: „Guð blessi Ísland.“ Um nýja stjórnarskrá „The Economy, Stupid!“ Hvers vegna er ekki meiri umræða um nýja stjórnarskrá en raun ber vitni þrátt fyrir háværa kröfu þess efnis í kjölfar hrunsins? „Ráðgjafi Bill Clinton sagði þegar Clinton var að keppa við George Bush eldri: „The economy, stupid!“ segir Guðni. „Það eru efnahagsmálin sem almenningur hefur mestan áhuga, raunhæfar að- gerðir í efnahagsmálum. Mörgum finnst umræðan um stjórnarskrá eitthvað sem skipti ekki sköpum í þeim efnum og þykir mikilvægara að fólk beini sjónum að atvinnumálum og vanda heimilanna, skuldastöðu, en þykir stjórnarskráin sjálf ekki hluti af þeim vanda,“ segir Guðni. Hann segir að upphaflega krafan hafi verið afleiðing áfallsins sem þjóðin varð fyrir. „Í lostinu og reiðinni og leit að svörum er mjög skiljanlegt að fólk horfi til grundvallarskipulagsins og hugsi sem svo að nú þurfi að stokka upp spilin, þurfi að byrja upp á nýtt, að við þyrftum nýtt lýðveldi. Og svo þegar fram líða stundir virðist vera svo að almenn- ingur horfi frekar til þess að stjórnarskráin sé ekki endilega það sem þurfi að einblína á. Eyja segir að hin upprunalega krafa um nýja stjórnarskrá hafi ekki endilega verið eitthvað sérstaklega upplýst eða ígrunduð. „En ég held samt að við höfum gott af því að fara í gegnum það ferli að hugleiða hvernig við viljum hafa stjórnar- skrána og taka afstöðu til hennar. Það er full þörf á breyttu gildismati og breyttu verklagi við rekstur þessa samfélags okkar og ný stjórnarskrá getur verið góð leið til að leggja línurnar fyrir slíkar breytingar,“ segir hún. Um Jóhönnu Sigurðardóttur Umdeild eins og Gorbatsjov Hvernig mun sagan dæma fjögurra ára forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur? „Líkt og með Gorbatsjov og umbóta- stefnu hans í Sovétríkjunum munu verða deildar meiningar um Jóhönnu Sigurðar- dóttur,“ segir Guðni. „Eitt af afrekum Jóhönnu mun teljast það, að hafa tekist að stilla til friðar eftir öll mótmælin og hasarinn í janúar 2009. Það þurfti einhvern sem naut sæmilegs trausts út fyrir raðir eigin stjórnmálaflokks. Auð- vitað munu sjálfstæðismenn hafa horn í síðu hennar áfram og þykja til dæmis sú ákvörðun að láta bankastjóra Seðla- bankans fara vera forkastanleg. Fram- ganga hennar á alþjóðavettvangi er svo sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir – hún hefur haldið sig fullmikið til hlés þegar rödd Íslands þurfti að heyrast,“ bendir hann á. „Ég held að menn megi hins vegar ekki vanmeta Jóhönnu. Enginn forsetis- ráðherra hefur tekið við eins erfiðu búi og hún gerði í janúar 2009. Hér var allt í rúst og ótrúlega erfitt verkefni framundan, þó að ekki allt hafi tekist vel hjá henni verður að hafa það í huga hve kringumstæðurnar voru geysilega slæmar þegar hún tók við,“ segir Guðni. Framhald á næstu opnu 10 úttekt Helgin 5.-7. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.