Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 18
18 fréttir vikunnar Helgin 5.-7. október 2012
H ún hefur farið ansi hátt undan-farin misseri, hugmyndin um að femínistar vilji snúa við sönnun-
arbyrðinni í nauðgunarmálum; þannig
að það sé sakleysi en ekki sekt sem þurfi
að sanna. Hugmyndin er fáránleg og ég
hef ekki hitt þann femínista sem þykir
hún sniðug. Jafnvel ekki þótt þeir segi
að núverandi kerfi sé gallað. En önnur
fáránleg hugmynd er að réttarreglan
„saklaus uns sekt er sönnuð“ sé eða
skuli vera einhverskonar algild heim-
speki fyrir samfélag manna. Réttarregl-
an er góð sem slík en hún er ekki nokk-
urskonar sannleikur. Brjóti menn lög
eru þeir lögbrjótar. Glæpurinn er ekki
framinn þegar hann er sannaður, hann
er framinn löngu áður og stundum tekst
að sanna hann og stundum ekki. Stund-
um kemst hann ekki upp en það þýðir
ekki að sá sem hann framdi sé saklaus
af honum.
Hitt er annað mál að meðal femínista
og margra annarra er krafan um þyngri
refsingar í kynferðisbrotamálum býsna
hávær. Ég er ekki lögfræðingur og ekki
sérstakur talsmaður refsinga. Ég held að
kerfi sem býður upp á betrun, meðferðir,
menntun og uppbyggilegt starf með af-
brotafólki, sé manneskjulegra, fallegra og
líklegra til árangurs en kerfi sem vill refsa
og hefna. Þess vegna langar mig ekki að
tala um réttarkerfið, ég hef einfaldlega
ekki sérstaklega mikinn áhuga á því. Mig
langar hinsvegar að tala um nauðgunar-
menningu; samfélag sem samþykkir kyn-
ferðisofbeldi.
Þann 26. september sl. hlóð stúlka inn
myndbandi á Youtube. Í því talar hún illa
um fótboltastráka í eina og hálfa mínútu.
Hún segist hafa heyrt að fótboltastrákar
kvarti undan því að finna sér ekki kær-
ustur. Hún segir svo að ástæðan fyrir því
að stelpur vilji ekki vera með fótboltast-
rákum sé að þeir séu persónuleikalausir,
vanþroska og hrokafullir, kalli stelpur ílát
og komi illa fram við þær. Athugasemd-
irnar við myndbandið eru til dæmis svona:
og vinsælasta athugasemdin þegar þetta
er skrifað er svohljóðandi:
Og fólk heldur að Egill Einarsson hafi
ekki haft nein áhrif með öllu hressa
nauðgunargríninu sínu. Samfélag sem
umber þetta, lækar þessar athugasemdir
og elur upp drengi sem tala svona við
konur, er samfélag sem samþykkir kyn-
ferðisofbeldi.
Hugmyndin um að femínistar vilji berj-
ast fyrir öfugri sönnunarbyrði kviknar
út frá ákveðinni endurskilgreiningu á
nauðgunum sem hefur verið að eiga sér
stað, kannski sérstaklega meðal femín-
ista en er vonandi hægt og bítandi að
skila sér út í almenna umræðu. Þessari
endurskilgreiningu má sjá stað í mál-
flutningi Nei-hópsins, í druslugöngunni
og hjá Samþykkishópnum og gengur út á
þá einföldu hugmynd að sá sem fær ekki
samþykki en ríður samt telst hafa nauðg-
að. Sá sem nýtir sér valdamisræmi eða
aflsmun til að koma fram kynferðisleg-
um vilja sínum telst vera ofbeldismaður
og skilgreiningin veltur á gjörðum hans
eins og þolandi upplifir þær en ekki á við-
brögðum þolandans.
Krafan um að manneskja afþakki
kynferðismök skýrt og greinilega sam-
ræmist ekki öðrum hugmyndum okkar
um samskipti fólks. Ef ég stel einhverju,
þá hreinlega hef ég stolið því. Alveg
sama hvernig sá eða sú sem ég stel frá
bregst við. Ef leiðinlegur strákur býður
mér í bíó gerir samfélagið ekki þá kröfu
til mín að ég segi honum að mér finn-
ist hann leiðinlegur og ég vilji ekki fara
með honum í bíó. Það þykir alveg ásætt-
anleg hegðun að ljúga því að maður sé
upptekinn.
Vinur minn minntist á þessa endur-
skilgreiningu við mig á dögunum og var
helvíti reiður yfir henni. Hann sagði að
miðað við það sem hann hefði heyrt fólk
segja um þessi mál, væru skilgreiningar
á kynferðisofbeldi orðnar þannig að ætl-
aði hann sér að kvitta undir þær þyrfti
HANN raunverulega að skoða sína sögu,
fara yfir mörg ár af samblöndu af laus-
læti og drykkjuskap með tilliti til þess
hvort eitthvað í þeirri sögu mætti túlka
sem kynferðisofbeldi. Ég reyndi að segja
honum að slík endurskoðun væri full-
komlega eðlileg en ég talaði fyrir dauf-
um eyrum.
En þetta er það sem ég vil að við ger-
um. Ég vil að við áttum okkur á því að
það er ekki eðlilegt að vera ekki viss um
að upplýst og fúst samþykki liggi fyrir
þegar við ákveðum að gera það með
einhverjum. Ég vil að við hugsum
um það hvort við höfum beitt fólk
þrýstingi, hvort við höfum alltaf
og allsstaðar getað verið viss
um að fólkið sem við höfum
sofið hjá hafi langað til þess.
Ég vil að samfélagið mitt hætti
að tala um hvernig stelpa hagaði
sér áður en henni var nauðgað
eða á meðan eða eftir á. Ég vil að
fólkið í samfélaginu mínu sammæl-
ist um að það sé eðlileg krafa til fólks
að hafa ekki samfarir við manneskju
án þess að vera þess fullviss að hana
langi til þess. Að berjast fyrir því að
mega ríða öðrum án þess að hafa
leyfi til þess er ógeðslegt.
41
prósent ungra íslenskra
karla borðar fisk einu
sinni í viku, sjaldnar eða
aldrei.
Vikan í tölum
4 stig hefur Cercle Brugge, nýtt lið Eiðs Smára Guðjohnsen, náð sér í í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Liðið er í neðsta sæti belgísku deildarinnar.
Glæpurinn er ekki framinn þegar hann er sannaður
V i ð h o r f h i l d a r l i l l i e n d a h l
40
ár eru síðan Fellaskóli
var vígður. Afmælinu er
fagnað í dag, föstudag.
Seðlabankinn sýknaður
Héraðsdómur hefur sýknað Seðla-
bankann af kröfum Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra um að ákvörðun um
launalækkun Más verði ógilt.
Rekstur skólans á Tálknafirði
ólöglegur
Hjallastefnan má ekki, samkvæmt lögum,
reka eina grunnskóla Tálknafjarðar-
hrepps. Þetta kemur fram í bréfi sem
menntamálaráðuneytið sendi hreppnum
í september.
Skora á ráðamenn að leysa
makríldeiluna
Nokkur umhverfisverndarsamtök í Evrópu
skora á ráðamenn í ESB, á Íslandi, í Noregi
og Færeyjum að leysa makríldeiluna sem
fyrst. Núverandi ástand og veiðar stefni
makrílstofninum í hættu.
Jarðskjálfti í Kötlu –
3,2 að styrkleika
Jarðskjálfti, 3,2 að
styrkleika, varð í Kötlu
á miðvikudagsmorgun.
Upptök hans voru á 100
metra dýpi norðarlega í
Kötluöskjunni. Skjálti um 1
að stærð var á sama stað
litlu fyrr. Enginn frekari
órói hefur mælst.
Vöruskiptin hagstæð
um 5,5 milljarða
Vöruskiptin í septem-
ber voru hagstæð um
5,5 milljarða samkvæmt
tölum Hagstofunnar.
Útflutningur var 48,5
milljarðar króna og
innflutningur tæpir 43
milljarðar króna.
Förgun á kindahræjum til
skoðunar
Verið er að skoða hvort grípa þurfi til
sérstakra aðgerða vegna hreinsunar og
förgunar á kindahræjum í Þingeyjarsveit
og Skútustaðahreppi. Að sögn sveitar-
stjóra beggja sveitarfélaganna kemur til
greina að setja upp sérstaka gáma þar
sem tekið verður á móti hræjum.
Óbreyttir stýrivextir
Peningastefnunefnd Seðlabankans
ákvað á miðvikudaginn að halda vöxtum
óbreyttum. Stýrivextir, veð til 7 daga,
verða því áfram 5,75%, daglánavextir
verða 6,75%, hámarksvextir á 28 daga
innstæðubréfum verða 5,5% og innláns-
vextir 4,75%.
125
milljarða króna á
kínverski fjárfestirinn
Huang Nubo í hreinni
eign. Hann er í 129. sæti
á lista Forbes yfir 400
ríkustu Kínverjana.
600
þúsund krónur fær hinn
26 ára gamli Dagur
Hjartarson í vasann eftir
að honum voru veitt
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmunds-
sonar fyrir ljóðahand-
ritið Þar sem vind-
arnir hvílast og fleiri
einlæg ljóð. Bók með
verðlaunaljóðunum er
komin út hjá Bjarti.
821
eintak seldist af
plötu Ásgeirs Trausta
Einarssonar, Dýrð í
dauðaþögn, í síðustu
viku samkvæmt
Tónlistanum.