Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 40
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Har-aldur Jónasson ljósmyndari fóru á kreik einn hrollkaldan haustmorgun nú í byrjun október-mánaðar. Í leit að útigangsmönnum. Á vegum
SÁÁ-blaðsins. Nú vetrar hröðum skrefum og alveg
einstaklega nöturlegt að vera heimilislaus. Leitin tók
ekki langan tíma. Nánast má ganga að sjúklingunum
sem halda til á götunni vísum. Leið lá niður á Austur-
völl og fyrir framan Nasa stóð Van-bifreið.
Gamalmenni fyrir aldur fram
„Mikill meirihluti þeirra sem við sinnum eru alkóhól-
istar af gamla skólanum,“ segir Hugrún Guðmunds-
dóttir borgarvörður. Hún tilheyrir fjögurra manna
teymi Reykjavíkurborgar, í samstarfi við lögreglu,
sem fer um borgina og hugar að útigangsmönnum;
keyrir þá milli staða, kemur þeim í Dagsetur úti á
Granda, sem borgin rekur í samstarfi við Rauða
krossinn, á slysavarðsstofu eða til lögreglu ef svo
ber undir, já, eða þá í hendurnar á SÁÁ mönnum
og þá á Vog. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir SÁÁ á
Vogi, þekkir þennan hóp vel. „Jújú, þeir koma hér oft
og endurtekið.“ Þetta er hópur dagdrykkjumanna,
margir hverjir hafa drukkið og dópað frá sér heilsuna
og eru í raun, margir hverjir, orðnir gamalmenni fyrir
aldur fram. „Þegar þú er orðinn eins og gamall maður
en samt ekki 67 ára gamall er aðgengi að hjúkrunar-
heimili ekki gott þó þú þurfir helst á því að halda.“
Hugrún var á ferð ásamt félaga sínum, Arnaldi Mána
Finnssyni, og tíðindamenn Edrú fengu að hoppa upp
í bílinn sem þau hafa undir starfsemi þá sem borgar-
verðir sinna. Hugrún og Arnaldur höfðu fengið boð
um það frá lögreglu að illa drukkin kona væri í reiði-
leysi á Tryggvagötunni, hjá Nausti, en þegar til kom
fannst hún ekki.
Allir út yfir daginn
Þrátt fyrir norðangarra voru heimilislausir alkóhól-
istar engu að síður að koma sér fyrir á bekkjum við
Austurvöll. Dúðaðir; í úlpum, með húfu, trefil og
Harður
heimur
vímu-
sjúkra á
götunni
Sjúkleg áfengisneysla skilar ríkissjóði miklum hagnaði
Réttlæti
Nýlegar bandarískar rannsóknir
hafa í fyrsta sinn kortlagt áfengis-
markaðinn og brugðið upp mynd af
því hvernig áfengisneysla dreifist
á ólíka þjóðfélagshópa. Niðurstöð-
urnar sýna að áfengismarkaðurinn
byggist á sjúklegri neyslu tiltölulega
fámenns hóps áfengis- og vímuefna-
sjúklinga sem skaða heilsu sína og
lífsgæði sjálfra sín og fjölskyldna
sinna með drykkjunni.
Þegar nánar er rýnt
í þessar rannsóknir
kemur svo í ljós að það
2,5 prósent þeirra sem
kaupa áfengi drekka
26 prósent af öllu
áfengismagni í land-
inu. Þetta er veikustu
alkóhólistarnir, þeir
sem eru í sjúkustu
neyslunni.
Niðurstöðurnar eru þessar:
20% fólks drekkur 88 prósent alls áfengismagnsins.
Þetta eru áfengis- og vímuefnasjúklingar og annað of-
drykkjufólk.
80% fólks drekkur 12 prósent af áfengismagninu. Neysla
hófdrykkjufólksins er hverfandi hluti af heildarmyndinni.
Áfengi skaðar ekki hófdrykkjufólkið, sem drekkur rauðvín
með steikinni. En það leggur í rúst heilsu og líf þeirra 20
prósenta sem standa undir öllum þorranum af áfengisvið-
skiptum.
20% fólks
dRekkuR 88% af
áfengismagninu
80% fólks
dRekkuR 12% af
áfengismagninu
2,5% fólks
dRekka 26% af
áfengismagninu
sá hópuR sem eR veikastuR af alkóhólisma og veRst settuR eRu útigangsmenniRniR,
dagdRykkjufólk sem eR oRðið gamalt um alduR fRam, að niðuRlotum komið. valgeRðuR
RúnaRsdóttiR, lækniR hjá sáá, segiR að það sé í sjálfu séR enginn vandi að afeitRa menn
en það getuR Reynst skammgóðuR veRmiR þegaR allt sækiR í sama faRið aftuR. sáRlega
skoRtiR úRRæði sem duga. BoRgaRyfiRvöld geRa hvað þau geta til að Bæta úR BRýnustu
neyðinni.
pyttlu við höndina. Að sögn voru þeir að koma úr gist-
iskýlinu í Þingholtsstræti. Þar er rekin neyðargisting
fyrir fólk sem ekki getur gengið að öðrum úrræðum,
svo sem gistingu í smáhýsum úti á Granda sem kom-
ið hefur verið upp fyrir þennan hóp; fjórum stykkjum
og rúma, ef tveir gista saman, átta manns alls. Um
þau þarf að sækja sérstaklega með fulltingi félags-
ráðgjafa og/eða þjónustumiðstöðva – menn ganga
þar ekki inn beint af götunni. Starfsmaður skýlisins í
Þingholtsstræti, þar sem er rými fyrir 20 karlmenn,
sagðist ekki mega tjá sig um starfsemina en sagði þó
það að þeir sem þangað leita séu mjög illa á sig komn-
ir margir hverjir. Og ekki alveg allir í neyslu, því það
standi misjafnlega á hjá fólki: Fólk sem kannski er að
skilja, skítblankt, sumir eigi við geðrænan vanda að
stríða en að stofni til eru þetta alkóhólistar og/eða
vímuefnasjúklingar. Í neyðarskýlinu fá menn nær-
ingu en yfir daginn, milli tíu og fimm, er lokað og
næturgestum gert að yfirgefa skýlið. Þá eru Hugrún
Þegar haustar reynist
erfiðara en áður að draga
fram lífið á götunni, eins
og gefur að skilja.
Ljósmynd/Hari.
Þetta er þakk-
látt og gott
fólk. Fínar og
góðar mann-
eskjur þegar
sá gállinn er á
þeim. Frábært
að fá að eiga í
samskiptum við
þetta fólk.
alþjóðleg
Ráðstefna ungRa í
aa fólk úR öllum
heimsins hoRnum
væntanlegt
sjötugur getur
talist ungur í aa
Fyrstu helgina í janúar, eða strax á
næsta ári, stendur mikið til í Vonar-
húsinu; alþjóðleg ráðstefna – Young
People in AA – búist er við fjölda
manns víða að.
„Það er misskilningur að „Young
People in AA“ sé einungis ungt fólk.
Skilgreiningin er sú að þú hafir orðið
edrú undir 30 ára aldri, þú getur
þess vegna verið sjötugur og talist
til þessa hóps,“ segir Arna Bech.
Hún, ásamt með öðrum stendur
fyrir ákaflega spennandi ráðstefnu í
Vonarhúsinu fyrstu helgina í janúar á
næsta ári; norræn ráðstefna sem þó
telst alþjóðleg því væntanlegir eru
þátttakendur víða að, meðal annars
frá Bandaríkjunum og Bretlandi. En
frá Norðurlöndum eru væntanlegir
um 150 þátttakendur – en ráðstefnan
er öllum opin.
Þeim mun lengur sem tekst að fresta
því að unglingar hefji áfengisneyslu,
þeim mun ólíklegra er að fólk þrói
með sér alkóhólisma. Og þeim mun
fyrr sem fólk ákveður að takast á við
þennan sjúkdóm, þeim mun meiri
árangurs er að vænta. Þetta er því
sérlega glæsilegur hópur sem von er
á til landsins.
Að sögn Örnu var stofnað til þessa
fyrirhugaða ráðstefnuhalds af ungu
fólki í AA fyrir ári og er Ísland fyrsta
landið sem stendur fyrir ráðstefnu
af þessu tagi. Undirbúningurinn
er mikill enda í mörg horn að líta,
svo sem að fá afslátt á hótelum þar
sem hópurinn dvelur dagana sem
ráðstefnan stendur yfir. „Þetta er
mjög spennandi. Fyrsta ráðstefnan
sem byggir á þessu kerfi. Young
People in AA er alþjóðlegt fyrirbæri.
Við erum framarlega á þessu sviði.
Hér er mikið AA-starf í gangi miðað
við hversu lítil þjóð við erum. Við
hlökkum til að sýna hversu víðtækt
12 spora kerfið á Íslandi er,“ segir
Arna. - jbg
4 OKTÓBER 2012