Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 47

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 47
Kjartan Jónas Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir það rétt að sterk fylgni sé milli geð- rænna vandamála og fíknisjúkdóms. Þetta er við spurningunni hvort geðrænu vandamálin verði til þess að menn þrói með sér alkóhólisma eða öfugt? Sem dæmi er helmingur þeirra sem eru með geðhvörf eða geðklofa einnig með fíknisjúkdóm. Kjartan segir það með þrennum hætti hvernig geðsjúkdómur og fíknisjúkdómur þróast hjá fólki: Neysla yfirskyggir sjúkdómseinkenni „Í fyrsta lagi að einstaklingur eigi við geðsjúk- dóm og þrói síðan með sér sjúkdóm. Nefna má sjúkdóma eins og kvíðarask- anir, einkum félagsfælni, sem byrjar gjarnan á æskuárum og ADHD. Í öðru lagi getur þróun geðsjúkdóms og fíknisjúk- dóms verið samhliða. Einstakling- ar veikjast af geðrofs- sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum á aldrinum 18-32 ára. Þarna getur verið erfitt að skilja að hvort byrji á undan og fíknisjúk- dómurinn getur þróast á sama tíma. Í þriðja lagi er einstak- lingurinn greinilega búinn að þróa með sér fíkn- isjúkdóm og síðan koma einkenni annarra geðsjúkdóma fram, einkum þunglyndiseinkenni, en einnig einkenni kvíðaraskana“ Kjartan segir það erfitt og oft ómögulegt að greina með vissu hvort um eiginlegan geð- sjúkdóm sé að ræða eða afleiðingar neyslunnar. Fylgjast þarf með bata viðkom- andi eftir neysluna, greina og meðhöndla geðsjúkdóm ef þörf krefur: „Dæmi eru einnig um að einkenni geðsjúkdóms séu falin á meðan einstaklingurinn er í mikilli neyslu. Við edrúmennsk- una koma síðan aftur í ljós sjúkdómseinkennin, til dæmis ef viðkomandi hefur verið með átröskun, ADHD eða áfalla- streituröskun – einkenni sem neyslan yfirskyggði kannske gjörsamlega.“ Alvarlegir geðrofssjúkdómar Þannig liggur í hlutarins eðli að skilgreiningar á þessari tegund sjúkdóma geti reynst flóknar. Og vitaskuld getur sett strik í reikninginn og þá meðhöndlun þessara sjúkdóma. Kjartan seg- ir að með tvígreiningu sé átt við að einstakling- ur eigi samtímis að stríða við bæði alvarlegan geðsjúkdóm og alvarlegan fíknisjúkdóm. „Þá er stóra spurningin hvenær er sjúkdómurinn orðinn alvarlegur? Einfalt væri að taka stóru geðrofssjúkdómana, geðhvörf og geðklofa, sem dæmi um alvarlegan geðsjúkdóm. Aðrir geðsjúkdómar geta hins vegar verið á alvar- legu stigi og þarfnast tafarlausrar sértækrar meðferðar Einnig er hægt að miða við áhrif sjúkdómsins á færni einstaklingsins til náms, vinnu og að lifa sjálfstæðu lífi. Einstaklingur með geðrofssjúkdóm getur verið í góðum bata og ekki þurft á sérhæfðri þjónustu að halda og á því ekki heima undir hópnum tvígreindir. Meðferðarúrræði ófullnægjandi Kjartan fer ekki í grafgötur með að mikið skorti á að meðferðarúrræði og þjónusta við tví- greinda sjúklinga sé fullnægjandi. Hann segir að sín deild hafi til fyrirmyndar meðferðarlíkan Dartmouth, New Hampshire, Bandaríkjunum en það byggist á samþættri meðferð (IDDT, Intergrated Dual Diagnosis Therapy). „Þar er lögð áhersla á málastjórnun, vettvangsvinnu, langtímameðferð, þrepaskipta meðferð/þjón- ustu í takt við hvar einstaklingurinn er staddur í neyslu sinni eða í batanum, fjölskylduvinnu og tengsl við sjálfshjálparhópa. Þetta líkan hefur verið tekið víða upp í Bandaríkjunum svo og í Hollandi. Vitaskuld þarf að aðlaga slík líkön aðstæðum á hverjum stað. Hér þyrfti einkum meiri áherslu á málastjórnun, vettvangsvinnu og fjölskylduvinnu. Möguleikar til starfsendur- hæfingar eru fáir og oft löng bið eftir slíkum úr- ræðum sem einnig þyrftu að vera markviss og í samræmi við getu einstaklingsins. Í drögum til umsagnar að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 1*) kemur fram þetta markmið um samþætta og samfellda þjónustu í samvinnu við notendur og í 2. aðgerð til að ná þessu markmiði stendur: „að áætla þjónustuþörf fyrir börn og fullorðna sem glíma við geðvanda og/eða vímuefna- vanda“. Þessu skal lokið fyrir fyrir árslok 2013. Vonandi að þessi vinna skili árangri og auðveldi þá vinnu við skipulag þjónustunnar. Fíknigeðdeild Landspítalans skilgreinir tvígreinda sem aðalmarkhóp sinn varðandi þjónustu, en einnig fær þessi hópur þjónustu á öðrum deildum geðsviðs svo sem á almennri göngudeild og endurhæfingardeildum. Þjón- ustan er í stöðugri endurskoðun með það að leiðarljósi að hafa hana sem besta og árangurs- ríkasta,“ segir Kjartan. Vantar meiri samvinnu „Það þarf klárlega meiri samvinnu,“ segir Kjartan spurður hvort ekki skorti á að menn stilli saman strengi sína, þá ríki, sveit og fagað- ilar; að þeir vinni samstiga að úrræðum sem snúa til að mynda að hinu félagslega, endurhæf- ingu og búsetuúrræðum? „Einstaklingur sem er að koma úr með- ferð og að fikra sig áfram i batanum lendir á mörgum þröskuldinum á leið sinni. Flókið bótakerfi og erfiðleikar að fá endurhæfingu við hæfi. Lögheimili skiptir máli í mörgum til- vikum enda sveitarfélög að reka endurhæfingu fyrir íbúa sína. Íbúar smærri sveitarfélaga standa stundum frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa flytja lögheimili til Reykjavíkur til þess að eiga möguleika á viðeigandi búsetuúrræði. Þá er dæmi um að einstaklingur sem flutti milli sveitarfélaga og þar með milli endurhæfing- arúrræða missti bótarétt þar sem bið var eftir endurhæfingunni í nýja sveitarfélaginu.“ Kjartan segir að víða sé verið að vinna gott starf í endurhæfingu, sem oftast er náms- tengd enda algengt að viðkomandi hafi flosnað snemma úr skóla og hafi jafnframt litla starfs- reynslu – eðli málsins samkvæmt. „Janus endurhæfing ehf, Fjölsmiðjan, Grettistak og Hringsjá eru staðir sem við helst bendum fólki á. Hins vegar eru tengsl við atvinnulífið of lítil. Fyrirtækin þurfa að fá hvatningu frá hinu opinbera að ráða einstaklinga í vinnu eftir eða samhliða slíkri endurhæfingu. Efla þarf úrræði eins og ráðningu til reynslu. Einstaklingur sem lokið hefur meðferð og er tilbúinn að taka næstu skref í starfsendurhæfingu þarf oft að bíða í langan tíma eftir endurhæfingu. Slík bið getur skaðað bataferilinn og aukið hættu á bak- slagi.“ Tuttugu manns á götunni Geðsvið Landspítalans gerði síðastliðið vor samantekt á fjölda þeirra sem eru með tví- greiningu og vantaði húsnæði. Um var að ræða 20 manns. Athugist að þetta var eingöngu fólk með tvígreiningar og í meðferð þá stundina á geðsviði Landspítalans. „Daglega koma ein- staklingar á bráðavaktina þar sem einn aðal- vandinn er húsnæðisleysið. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeim vanda þar sem inn- lögn á geðdeild á ekki að vera leið til að leysa húsnæðisvanda. Viðeigandi búsetuúrræði þar sem einstaklingnum er mætt þar sem hann er staddur hvort sem er í neyslu eða bata er grundvöllur fyrir velferð viðkomandi og eykur líkurnar á að meðferð beri árangur.“ Kjartan segir margt gott gert í málefnum fólks með tvígreiningar eins og annarra með fíknisjúkdóm. En: „Stór hópur er hins vegar ekki að ná viðunandi árangri. Um 20 prósent sjúklinga 33A eru í 50 prósentum af leguplássunum. Það þarf að bæta þjónustuna fyrir þennan hóp með markvissri eftirfylgd, málastjórnun, vettvangsvinnu í nærumhverfi skjólstæðingsins, fjölskylduvinnu, starfsendur- hæfingu og viðeigandi búsetu. Betri samvinnu þarf milli aðila sem koma að þessum málum svo þjónustan verði markvissari.“ Kjartan segir að krafa um aukið fjármagn til þessa málaflokks sé sjálfsögð. Markmiðið eigi að sjálf- sögðu að vera að enginn þurfi að vera á götunni eða búa til lengdar í óviðunandi húsnæði. „Hækkun áfengisgjalds um 10 prósent, þar sem peningarnir verða nýttir til að leysa úr þessarri neyð og jafnframt til að byggja upp áfram- haldandi endurhæfingarúrræði, er frábær lausn þar sem í raun allir græða. Hækkun áfengis er skil- virkasta leið til að draga úr áfengis- neyslu og minni ég þá jafnframt á að í fyrrgreindum drögum að heilbrigð- isáætlun er eitt markmiðið að draga úr áfengisneyslu. Áfengissala skilar sér síðan beint fjármunum í þetta þjóðþrifamál.“ Kjartan j. Kjartansson, yfirlæKnir fíKnigeðdeildar landspítalans glímir við erfið úrlausnarefni og flóKnar greiningar. jaKob bjarnar er sérstaKur áhugamaður um ráðgátuna: hvort Kom á undan, hænan eða eggið? Kjartan reynir að útsKýra fyrir honum að eKKi sé svo gott um að segja hvort Kom á undan, geðsjúKdómur og/eða fíKnisjúKdómur; svo samofin eru þessi fyrirbæri. Áfengisgjald til að kosta úrræði við sárri neyð er frábær hugmynd Daglega koma einstaklingar á bráðavaktina þar sem einn aðalvandinn er húsnæðisleysið. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeim vanda þar sem innlögn á geðdeild á ekki að vera leið til að leysa húsnæðisvanda. Kjartan Jónas Kjartansson kallar eftir aukinni samvinnu og að menn stilli betur saman strengi sína. Við- eigandi búsetuúrræði, hvort sem er í neyslu eða bata, eru grundvöllur fyrir velferð við- komandi og auka líkurnar á að meðferð beri árangur. Geðrænn vandi Fí kn i v an di Tvígreindir 11 2012 OKTÓBER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.