Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 58
42 heilsa Helgin 5.-7. október 2012  Kólesteról í blóði íslendinga fer minnKandi Hjarta og æðasjúkdómar algengasta dánarorsökin – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 12 46 0 9/ 12 www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuStrepsils jarðarberja Áður: 1.299 kr. Nú: 1.099 kr. 15% afsláttur Gildir í október 2012. H jarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi og um gjörvalla Evrópu. Dauðsföllunum fer þó fækkandi hér á landi og spilar þar margt saman. Dregið hefur verulega úr reyk- ingum, en reykingar eru einn stærsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Jákvæðar breytingar hafa einnig orðið á öðrum þekktum áhættuþáttum þessara sjúk- dóma, t.d. blóðþrýstingi og kólesteróli í blóði. Efri mörk blóðþrýstings hafa farið lækkandi undan- farna áratugi meðal Íslendinga, og einnig hefur kólesteról í blóði landsmanna lækkað. Rannsóknir Hjartaverndar sýna þó aðeins lækkun heildarkólester- óls, en gefa ekki upp hlutfallið milli „vonda“ og „góða“ kólesterólsins sem er það sem mestu máli skiptir fyrir þróun kransæðasjúkdóms. Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í heilbrigðis- vísindum, segir ástæðuna ekki bara vera betri lyf og læknismeðferð, því lækkunin í þessum tveimur áhættuþáttum og fækkun sjúkdómstilfella hófst áður en ný og betri blóðþrýstingslækkandi og blóðfitu- lækkandi lyf komu á markaðinn. Ástæðan er líklega breytingar á mataræði sem urðu á sama tíma, en hún segir viðfangsefnið erfitt til rannsóknar þar sem fylgni geti aldrei sannað að um orsakasamhengi sé að ræða. Þó séu mjög sterkar vísbendingar um skaðsemi transfitu, og mettuð fita hækki vissulega „vonda“ kólesterólið í blóðinu, en þó ekki eins mikið og trans- fitan. ,,Uppúr 1980 komu til sögunnar ný lyf og í fyrstu var lækkuð tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og færri dauðsföll rakin beint til þeirra. Það er þó ekki alls- kostar rétt þar sem breytingin hófst fyrr. Strax á sjötta áratugnum voru rannsóknir farnar að gefa til kynna að mettuð fita væri slæm fyrir hjartað en ómettuð fita ekki. Lýðheilsuskilaboðin voru framan af einfölduð, og mælt með minni neyslu á fitu af öllum gerðum. Það skilaði sér meðal annars í minni neyslu mettaðrar fitu hér á landi. Því miður jókst neysla transfitu til að byrja með, því farið var að steikja upp úr smjörlíki fremur en smjöri. Fólk hélt einfaldlega að það væri hollara, en á þessu tímabili jókst tíðni kransæðasjúkdóma mikið. Seinna skiptu flestir yfir í jurtaolíur, sem eru ómettaðar og mun hollari. Mat- vælaiðnaðurinn fór líka að bjóða upp á fituskertan og fitusnauðan mat en áunnin sykursýki og offita jókst í kjölfarið, þó tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað eins og áður segir. Ástæðan er sú að ef fólki er sagt að hætta að borða einhverja fæðutegund, þá verður það að borða eitthvað annað í staðinn. Í stað mettuðu fitunnar var til dæmis sykur og hveiti notað í ríkara mæli, sem stuðlaði að offitu og sykursýki. Hreyfi- mynstur fólks fór líka að breytast, því það varð minni þörf fyrir hreyfingu í vinnunni og daglega lífinu, eftir því sem bílaeign, fjarstýringar og lyftur urðu algeng- ari, og fólk á öllum aldri fór að sitja við tölvu- eða sjón- varpsskjá tímunum saman.“ Anna Ragna segir að með heilsuvakningu síðustu ára sé fólk orðið mun meðvitaðara um hvað það lætur ofan í sig. Einnig hefur skipulögð hreyfing í frítíma aukist, sem betur fer. Stjórnvöld hafa líka brugðist við með því að innleiða reglugerð um hámark transfitu í matvælum. „Aukin meðvitund fólks um skaðsemi transfitu og fínunninna kolvetna, og mikilvægi þess að hreyfa sig er mjög jákvæð þróun og einnig inngrip yfirvalda með reglugerðum. Stuðla verður áfram að jafnvægi neysluvenja, en þó reglugerðin um transfitu sé til staðar eru sumir skyndibitastaðir ennþá að bjóða upp á mjög transfituríkan mat. Ástæðan er sú að transfita á það til að myndast í jurtaolíu sé hún hituð mikið og lengi. Svo vil ég bara í lokin mæla eindregið með lýsi eða annarri uppsprettu ómega-3, það er gott mótvægi við ómega-6 úr jurtaolíum og mettuðu fituna sem við fáum úr mjólkurvörum og kjöti. Lýsi er það besta fyrir hjarta- og æðakerfið.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í heilbrigðisvísindum. Dregið hefur töluvert úr hætt- unni síðustu ár, ástæðan ekki endilega betri lyf. Up pli tas t e kk i í só lar ljó si Hollar hafrakökur 150 gr haframjöl 2 msk kókosflögur 1 msk sólblómafræ 1 msk graskersfræ aðeins hökkuð 1 msk möluð hörfræ 25 gr saxaðar döðlur (má sleppa) 3 msk hrísgrjónasíróp 5 msk kaldpressuð valhnetuolía (eða önnur góð olía) Stillið ofninn á 180°. Blandið þurrefnunum saman. Bætið sírópinu og olíunni saman við. Setjið í smurt mót sem er ca. 14 x 14 cm og bakið í 25-30 mínútur. Skerið í bita og látið kólna í mótinu. Af heilsubankinn.is Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos Matur fyrir Þú getur valið um: Nýbýlavegi 32 Í dag fylgir Fréttatímanum blað Bleiku slaufunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.