Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 62

Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 62
Fa rð u i nn á bla utu m sk ón um 46 ferðir Helgin 5.-7. október 2012 Ferðalög Diljá ámunDaDóttir É g byrjaði á því að fara á litla eyju við Hondúras. Þar þurfti ég strax að takast á við sjálfa mig þar sem ég er ekki óp- jöttuð og þægindin ekki lík því sem að ég hef vanist. Í Mið-Ameríku er rigningartími núna og bara það að fara á klósettið er prófraun út af fyrir sig. Þar sem ég gisti fyrst þurfti ég að ganga töluvert frá vistarverum mínum og klöngrast á kamar sem var skammt frá. Vegna rigninganna var allt á floti svo ég þurfti að vaða inn á klósettið sem var niðurgrafið. Þessi iðja tók á pjattið, en var algjörlega þess virði, svona eftir á.“ Diljá byrjaði fljótlega á köfunar- námskeiði, „ég lærði að kafa í paradís á jörð, lítilli eyju sem að heitir Utilla. Hún tilheyrir klasa sem kallast Bay Islands og ég mæli eindregið með. Ég var á bikiníi í kringum vöðvastælta köfunarkennara allan daginn, og byrjaði á blæðingum á bát lengst út á sjó. Það var fáránleg reynsla, en allt liður í að stíga út úr þægindarammanum,“ segir hún og hlær, en bendir á að um leið og hún gaf allt pjatt upp á bátinn hafi það verið mjög frelsandi. Hún segir að næsta stopp hafi verið engu líkt. „Þegar ég kom til Antiqua, hugsaði ég, mig langar aldrei heim aftur. Þar er allt í þessu „latínó-tempói“ sem er mjög hollt fyrir óþolinmóðan Íslending. Þar eru virk eld- fjöll allt um kring og húsin lágreist í öllum regnbogans litum. Þar er tiltölulega ódýrt að vera þó að það þyki dýrt á Mið-Ameríku skala. Ég dvaldist þar í hálfgerðu „honeymoon“ með sjálfri mér, ég kynntist svo merkilegu fólki, innfæddu sem og ferðalöngum sem margir hverjir voru búnir að vera að ferðast í mörg ár. Þá áttaði ég mig á að ég væri í maraþonhlaupi yfir heiminn,“ en áætluð heimkoma Diljár er um jólin. „Næsta stopp voru fjöllin þar sem ég dvaldist í lítilli borg sem heitir Xela. Þar er andrúmsloftið mun svalara en ég hafði van- ist áður, svona eins og vorkvöld í Reykjavík.“ Diljá sótti um sjálfboðastarf hjá litlu textíl- fyrirtæki, sem að tekur að sér ekkjur og kon- ur drykkjusjúklinga. „Konur í Guatemala hafa margar hverjar farið illa út úr stríði, en síðustu borgarastyrjöld lauk árið 1988. Það er einnig mikill áfengisvandi í Guatemala og konur þurfa oft að sjá einar fyrir heimilunum vegna alkóhólisma karlanna. Á þessu textílverkstæði fá þær vinnu og stuðning. Þetta var ótrúlega gefandi. Þær eru svo harðar af sér og gáfu mér mun meira en ég nokkurn tímann þeim. Ég áttaði mig líka á því hversu auðvelt það er að fara af stað og vinna sjálfboðavinnu, það þarf ekki endilega þessa milliliði og öll vinnan er svo vel þegin.“ Diljá tók að sér að laga til í markaðsmálum á netinu og samfélagsmiðlum fyrirtækisins, „ég bauð bara fram aðstoð við eitthvað sem ég kunni og er góð í.“ För Diljár er hvergi nærri lokið og stefnir hún næst til Japan. „Ég hlakka mikið til, það verður eitthvað allt annað, eitthvað glænýtt. Ég ætla til Tókýó og fara síðan til Osaka og Kyoto, frá Japan fer ég síðan til paradísina í Suður-Asíu, því næst til Indlands en restin hefur ekki enn komið í ljós.“ Aðspurð um hvort að hún hafi einhvern lærdóm dregið af ferðalaginu enn sem komið er, svarar hún um hæl, „að lifa í núinu. Það er mikilvægast. Svo er ég orðin mjög góð í því að treysta því að allt fari eins og það á að fara.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Trama Textiles í Guatemala Fyrirtækið Trama Textiles var stofnað eftir síðustu borgarastyrj- öld í Guatemala 1988. Margar kon- ur komu illa út úr stríðinu og lifa við erfiðar aðstæður, ýmist sem ekkjur eða af brotnum heimilum vegna áfengisvanda. Konurnar fá örugga vinnu við vefnað, en það er aldagömul hefð fyrir slíku Mið-Ameríku. Útibúin eru víða svo að konurnar geta unnið nálægt heimilum sínum. Þar fá þær fasta tekjur og stuðning. Trama Textiles er sjálfboðafyrirtæki og þiggur því alla aðstoð, til lengri eða skemmri tíma. Hægt er að nálgast upplýsingar eða hafa samband við fyrirtækið á vefsíðunni trama- textiles.org. Diljá eða nei? Leitar að sjálfri sér um heiminn Diljá Ámundadóttir tók að margra mati mjög djarfa ákvörðun þegar hún seldi allar eigur sínar og sagði upp vinnunni sinni. Hún sagði þar með skilið við þægindalífið í 101 Reykjavík og hélt af landi brott í óvissuferð um heim- inn. Tilefnið var ærið, að finna sjálfa sig, prófa eitthvað nýtt og sjá og finna á eigin skinni hvað lífið gæti boðið upp á, utan við þægindarammann. Hún hefur komið víða við síðan ferðin hófst í byrjun ágúst en Diljá byrjaði förina rólega á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New Canaan Connecticut hjá fjölskyldumeðlimum sem þar búa. Hún segist hafa safnað orku fyrir framhaldið sem var 7000 kílómetra akstur um 13 ríki á aðeins 11 dögum ásamt vini sínum, Steinþóri Helga. Hún segir þó að ferðin hafi ekki byrjað að taka á fyrr en hún sagði skilið við Bandaríkin og vinina og hélt eins síns liðs til Mið-Ameríku. Diljá vann sem sjálfboðaliði hjá fyrirtækinu Trama Textiles.Hægt er að fylgjast með ferðalagi Diljár á vefsíðunni diljaedanei.tumblr.com/

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.