Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 66
E nn ein útgáfa eru möbíusar-kragarnir eða snúningskrag-arnir. Þeir eru með hálfum
snúningi þannig að það er nauðsyn-
legt að þeir séu með prjóni sem er
eins á réttunni og röngunni. Einfald-
asta leiðin til að gera þá er að prjóna
trefil fram og til baka og lykkja svo
saman endana með réttuna fram á
öðrum endanum og rönguna fram
á hinum. Svo er einnig hægt að fitja
upp með sérstakri möbíusaraðferð
sem hægt er að kynna sér í bókum
og á netinu. En þá er kraginn prjón-
aður í hring. Margir hafa lent í því
að fitja upp á hringprjón, tengja í
hring og prjóna og uppgötva svo að
snúist hefur upp á fitina. Þá verður
ekki til möbíusarsnúningur heldur
snýst fitin um heilhring. Þannig að
það er því miður ekki hægt að nota
þá leið til að prjóna hefðbundinn
snúningstrefil.
Betri en treflar?
Kostirnir við kraga umfram trefla
eru ótvíræðir. Þeir tolla betur á
manni og ekki þarf að hnýta. Á
þessu eru erlendir karlmenn búnir
að átta sig, alla vega þeir sem fylgj-
ast með tískunni svo fylgja hinir
væntanlega á eftir. Við konurnar
eru opnari fyrir nýjungum enda er
önnur hver kona með kraga, strokk
eða hringtrefil í dag. En það er eng-
inn sem segir að þetta sé ekki líka
fyrir herrana.
Það skemmtilega við alla þessa
kraga og hringtrefla er að þetta eru
einföld verkefni og fljótleg og henta
því þeim sem eru að byrja í prjóni
og svo öllum hinum sem vilja hafa
þægilegt verkefni á prjónunum, t.d.
fyrir framan sjónvarpið. Svo er þetta
vinsæl tækifærisgjöf. Þeir prjónarar
sem vilja hafa prjónaskapinn aðeins
meira krefjandi geta sett kaðla- eða
gatamunstur í kragana. Nóg er til
af munsturbiblíum fyrir prjón sem
auðvelt er að nýta sér því kragarnir
eru yfirleitt svo einfaldir í sniðinu.
Notið garn við hæfi
Garnvalið skiptir heilmiklu máli.
Hafið í huga þann sem á að nota
kragann. Yfirleitt er verið að nota
kraga til að halda á sér hita og því
er ull eða ullarblöndur besti kost-
urinn. En hvernig ull? Margir eru
viðkvæmastir í hálsakotinu og því
verður að velja mjúka ull fyrir þá.
Aðrir geta notað hvaða ull sem er.
Grófleikinn skiptir máli. Því fínna
sem garnið er, því þynnri verður
kraginn og því stærri þarf hann að
vera ef hann á að halda hita. Þá er
hægt að vefja hann saman svo hann
verði þykkari. Ef þið eigið fíngert
ullargarn sem ekki hefur komið að
notum getið þið notað það tvö- eða
þrefalt eða jafnvel splæst í kidsilk
þráð og haft með til að fá mjúka og
fallega áferð og gera bandið gróf-
ara. Um að gera að prjóna prufur
og sjá hvernig mismunandi sam-
setningar koma út. Þá getið þið í
leiðinni kannað hvaða prjónastærð
hentar og mælt prjónfestuna. Gróf-
ara garn er svo auðvitað þykkara
og oft, en ekki alltaf þyngra. Eðl-
isþyngd getur verið mismunandi
á milli ullartegunda og það hefur
áhrif á hversu þungur kraginn
verður og hve drjúgt garnið er í
prjóni. Allt þetta þarf að spá í og
langflestar sérverslanir með garn
hafa starfsfólk sem er reiðubúið að
aðstoða ykkur við valið ef á þarf að
halda.
Gróft skal það vera
Í meðfylgjandi uppskrift varð gróft
og gljúpt garn fyrir valinu. Gljúpt
garn er loftmikið og fyllir vel upp í
lykkjuna og er þá hægt að prjóna á
grófari prjóna en ella. Þessi kragi
er svona hámark tveggja kvölda
verkefni fyrir vana prjónara, enda
notaðir prjónar númer 10. Kannski
þrjú kvöld ef þið gerið hann lengri.
Myndin sýnir stuttu/breiðu út-
gáfuna og þá er hægt að setja hann
upp á höfuðið ef vill. En svo er líka
hægt að gera hann lengri og mjórri
og vefja oftar um hálsinn.
Munstrið
Hér er notað munstur sem lítur út
eins og kaðall en er það ekki. Þetta
er kallað faux cable á ensku eða
falskur kaðall og gefur skemmtilega
áferð. Í stað þess að víxla lykkjum
eins og í köðlum er steypt yfir þrjár
lykkjur og aukin út lykkja í miðjunni
með uppslætti. Einfalt og fljótlært.
50 prjónað Helgin 5.-7. október 2012
NauðsyNlegt skjól fyrir vEturinn
Guðrún Hannele
Henttinen
hannele@ storkurinn.is
Kragar og strokkar
Það er komið langt fram á haust og við erum farin tína úr skápum
og skúffum vetrarfatnaðinn, húfurnar, vettlingana, treflana eða
kragana sem hafa orðið æ vinsælli undanfarin misseri. Eða hvað
eigum við annars að kalla þennan fylgihlut sem enskumælandi
kalla snood austanhafs en cowl vestanhafs. Þetta getur verið eins
og trefill sem er prjónaður á lengdina og síðan saumaður eða
lykkjaður saman og myndar þannig hringtrefil ef hann er mjór og
langur og vafinn tvisvar um hálsinn. Ef hann er styttri og breiðari
og hafður einfaldur um hálsinn er hann oftast kallaður kragi. Svo
er hægt að fitja upp alla breidd kragans og prjóna í hring og þá
erum við með strokk, breiðan og stuttan eða mjóan og langan.
Kostirnir við kraga umfram trefla eru ótvíræðir. Þeir tolla betur á manni og ekki þarf að hnýta. Mynd Hari
Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is
Verslunin er opin virka daga 11-18 og laugardaga 11-15
5 ára
af öllum spilum & púsluspilum
15% afsláttur
4. - 6. október
5 áraSpilavinir eru
Stærð (athugið að kraginn gefur vel
eftir í báðar áttir)
Stuttur og breiður (hafður einfaldur um
hálsinn)
breidd um 30 cm
lengd um 80 cm
Langur og mjór (hafður tvöfaldur um
hálsinn)
breidd um 20 cm
lengd um 120 cm
efni
Paloma frá Debbie Bliss (60% baby
alpca, 40% merínó ull)
Báðar stærðir 3 x 50g
Prjónar
60-80 cm hringprjónn nr 10
Prjónfesta
12 lykkjur og 18 umferðir = 10 cm í
sléttprjóni á prjóna nr. 10.
14 lykkjur og 16 umferðir = 10 cm í
munsturprjóni á prjóna nr 10.
Breytið um prjónastærð ef prjónfestan
passar ekki svo kraginn verði ekki of
laust eða fast prjónaður.
Orðalykill
L = lykkja, lykkjur
S = slétt, sléttar
B = brugðin, brugðnar
ó = óprjónuð
Y = uppsláttur
sty = steypa óprjónuðu lykkjunni yfir
1ó+1S+Y+1S+sty = 1 lykkja óprjónuð
fram frá, 1 lykkja slétt, uppsláttur, 1
lykkja slétt, steypa óprjónuðu lykkjunni
yfir 3 lykkjur (1S+Y+1S).
KRagINN
Athugið að fyrri talan á við um stutta,
breiða kragann, en seinni talan um
lengri, mjórri kragann.
Fitjið upp 41-33L með prjónum nr. 10.
Prjónið fram og til baka.
Kantlykkjurnar, fyrsta og síðasta lyk-
kja í umferð eru prjónaðar sléttar á
réttunni og á röngunni. Þær eru taldar
með í munstrinu hér fyrir neðan.
Munstur:
1. umferð (réttan): 1S, *3S, 1B. Endur-
takið frá * þar til 4L eru eftir, 4S.
2. umferð (rangan): 1S, *3B, 1S. Endur-
takið út umferðina.
3. umferð: 1S, *1ó+1S+Y+1S+sty, 1B.
Endurtakið frá * þar til 4L eru eftir,
1ó+1S+Y+1S+sty, 1S.
4. umferð: Eins og 2. umferð.
Þessar 4 umferðir eru endurteknar þar
til stykkið mælist 80-120 cm eða garnið
klárast. Reiknið með að eiga nóg til
garn til að lykkja eða sauma saman
endana. Það kemur ágætlega út að
lykkja saman svona gljúpt garn þó að
annar endinn sé með uppfit.
Gangi ykkur vel!
KRagINN
Hönnun: Guðrún Hannele
67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011