Fréttatíminn - 05.10.2012, Page 80
Niðurstaða:
Það vantar ekki
hæfileikana á svið
Borgarleikhússins
en sagan er afleit og
eldist illa.
Á sama tíma að ári
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson
og Bjarni Haukur Þórsson.
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikmynd: Ásta Ríkharðsdóttir.
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir.
Lýsing: Þórður Orri Pétursson og
Garðar Borgþórsson.
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og
Nína Dögg Filippusdóttir.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir ólÍk verk
Dansað um Hel og 20. öldina
Vetrarstarf Íslenska dansflokksins hefst á föstudags-
kvöld þegar flokkurinn frumsýnir tvö ólík verk á
Stóra sviði Borgarleikhússins. Áhorfendur mega
því eiga von á að upplifa miklar andstæður þar sem
dans, tónlist, myndlist og fleiri listgreinar renna
saman og ögra skilningarvitunum.
Hel haldi sínu er eftir franska danshöfundinn
Jérôme Delbey. Í verkinu sækir hann innblástur í
norræna goðafræði og fjallar um sköpun og endalok
heimsins eins og þau birtast í hinum fornu norrænu
trúarbrögðum.
Delbey hannar einnig leikmynd og búninga en
tónlist verksins er Vier letzte Lieder eða Fjögur
síðustu ljóð eftir Richard Strauss sem fjalla um
árstíðirnar og hina eilífu hringrás lífs og dauða.
Þá hljómar tónlist Önnu Þorvaldsdóttur einnig í
verkinu.
Cameron Corbett er einn reyndasti dansari Ís-
lenska dansflokksins og hefur starfað hjá flokknum
síðan 1997. Dansflokkurinn bað hann um að semja
verk við John Cage til þess að heiðra hann á aldaraf-
mæli hans. Cage er talinn eitt áhrifamesta tónskáld
Bandaríkjamanna á tuttugustu öldinni og átti stóran
þátt í þróun nútímadansins.
Niðurstaðan varð verkið It is not a metaphor sem
færir áhorfandann aftur til fortíðar þar sem Corbett
sækir í ólík þemu og listbylgjur sem komu fram á 20.
öldinni. Cameron hefur áður samið verk sem hafa
verið sett upp af Íslenska dansflokknum og hann er
einn af stofnendum Reykjavík Dance Festival.
leikdómur Á sama tÍma að Ári
Ljóska með feit læri
og kynóður karl
Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade var frumsýnt í Borgar-leikhúsinu um síðustu helgi.
Allt er þá þrennt er og nú við þriðju
uppfærslu er verkið orðið að klassík í
íslenskri leikhúsmenningu. Þá sérstak-
lega þar sem Bessi Bjarnason, Margrét
Guðmundsdóttir, Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Sigurður Sigurjónsson eru
fulltrúar fyrri sýninga.
Nú er því svo komið að samtími 21.
aldarinnar fái að upplifa þetta verk sem
sló svo rækilega í gegn þegar það var
fyrst frumsýnt árið 1975. Í þetta skiptið
er það fyrrnefndur Sigurður Sigur-
jónsson sem fer með leikstjórn ásamt
Bjarna Hauki Þórssyni.
Á sama tíma að ári fjallar um George
(Guðjón Davíð Karlsson) og Doris
(Nína Dögg Filippusdóttir) sem hittast
á hótelherbergi árið 1951 og verða ást-
fangin. Þau taka ákvörðun um að halda
sambandi sínu áfram þrátt fyrir að
bæði séu gift fjölskyldufólk. Samskipti
þeirra muni hins vegar aðeins fara fram
einu sinni á ári í þessu sama hótelher-
bergi og spannar sagan 24 ár.
Staðalmyndir kynjanna
Inni í farsavæna hótelherberginu fór
hins vegar fram einhver söguþráður
sem mér fannst lítið til koma. Þar
birtist fyrst treggáfuð Doris á miðþrí-
tugsaldri sem hefur nær enga menntun
og síðan George sem með dramatískri
sjálfhverfni er svo einstaklega heillandi
að Doris, ljóska með feit læri að eigin
sögn, getur ekki annað en elskað hann.
Honum þykir ekki mikið til skoðana
hennar koma en umkomuleysi hennar,
lykkjufall og vandræðaleiki, gerir hana
eftirsóknarverða í hans augum. Verkið
er síðan þroskasaga þeirra beggja í takt
við tímann en kjarninn týnist einhvers
staðar á milli grunnhygginna hug-
mynda og einkennilegra samræðna.
Í verkinu birtast þannig staðalmynd-
ir kynjanna sem íslenskt samfélag hef-
ur reynt að berjast gegn: karlmenn eru
vitlausir og kynóðir og konur hugsa
ekki um neitt annað en útlit og að vera
samþykktar af karlmönnum.
Því er spurningin að sýningu lokinni
einfaldlega, af hverju Á sama tíma að
ári?
Notalegt andrúmsloft
Hæfileikana vantaði hins vegar ekki
á svið Borgarleikhússins. Þau Nína
Dögg Filippusdóttir og Guðjón Davíð
Karlsson stóðu sig einkar vel í hlut-
verkum sínum og uppskáru hlátrasköll
nær alla sýninguna. Tónlist, dansatriði,
sviðsmynd og búningar tónuðu vel
saman í því að skapa notalegt andrúms-
loft. Þegar umgjörð sýningarinnar er
eins miklum hæfileikum gædd og raun
bar vitni er það truflandi að fara ekki
ánægð út úr leikhúsinu.
Kennum Ameríkananum Bernard
Slade bara um þetta.
Borgarleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Á sama tíma að ári. Þetta er í þriðja sinn sem sýning-
in er sett upp á Íslandi af miklu hæfileikafólki. Því miður eldist sagan illa og á ekki lengur erindi.
Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir í Á sama að ári.
Sólveig
Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Rautt – HHHHH – MT, Ftíminn
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k
Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof)
Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Fös 2/11 kl. 20:00 í Hofi
Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 10/11 kl. 19:00 í Hofi
Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 22:00 aukas Lau 17/11 kl. 20:00 9.k
Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Fim 1/11 kl. 20:00 í Hofi
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Sýnt í Hofi 1, 2 og 10 nóvember
Rautt (Litla sviðið)
Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Sun 14/10 kl. 20:00 17.k
Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Fös 12/10 kl. 20:00 15.k Fim 18/10 kl. 20:00 18.k
Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Lau 13/10 kl. 20:00 16.k Fös 19/10 kl. 20:00 19.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Mið 10/10 kl. 20:00 17.k
Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Sýningum lýkur 11/10
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k
Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k
Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k
Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k
Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu)
Fös 5/10 kl. 20:00 frums Sun 14/10 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00
Fim 11/10 kl. 20:00 Sun 21/10 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00
It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 2/12 kl. 14:00
Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 2/12 kl. 17:00
Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 9/12 kl. 14:00
Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 9/12 kl. 17:00
Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Lau 29/12 kl. 14:00
Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Lau 29/12 kl. 17:00
Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 30/12 kl. 14:00
Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 30/12 kl. 17:00
Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 25/11 kl. 14:00
Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 25/11 kl. 17:00
Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)
Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Sun 21/10 kl. 20:30 17.sýn
Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Sun 14/10 kl. 20:30 15.sýn Fim 25/10 kl. 20:30 18.sýn
Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 20/10 kl. 20:30 16.sýn
Frábær skemmtun! Takmarkaður sýningafjöldi!
Tveggja þjónn (Stóra sviðið)
Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fim 1/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 11.sýn
Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 12.sýn
Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 13.sýn
Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn
Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 10.sýn
Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur!
Jónsmessunótt (Kassinn)
Fim 11/10 kl. 19:30 Frums. Fös 19/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn
Fös 12/10 kl. 19:30 2.syn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 10.sýn
Lau 13/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 11.sýn
Sun 14/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/11 kl. 19:30 12.sýn
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
64 leikhús Helgin 5.-7. október 2012