Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1929, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.03.1929, Qupperneq 6
36 LÆKNABLAÐTÐ Þess vegna verður aÖ fara meÖ hana eins og hverja aÖra farsótt: — i) varna því eftir mætti að sjúklingarnir smiti frá sér, — 2) lækna þá, sem eru batavænlegir, — 3) hjúkra þeim sem eru orÖnir rúmlægir aum- ingjar og eiga sér enga batavon. Þetta er ekki kleift með öðru móti en því, að reisa sjúkrahús, sérstök sjúkrahús fyrir þá, sem endilega þurfa að komast úr heimahúsum til lækn- ingar eða hjúkrunar. Hvað hafa aðrar þjóðir gert, þær sem best hafa að verið? Þær hafa reist sérstök heilsuhæli og sérstaka spítala fyrir brjóstveila fólk og alveg hætt að hafa þá sjúklinga innan um aðra sjúklinga í almenn- uin sjúkrahúsum. Þær hafa s'.ðan líka reist sérstök sjúkrahús, venjulega við sjó fram (strandahæli, strandaspítalar), fyrir ]iá sem hafa „útvórtisberkla“ — bæði börn og fulloröna. Þar sem heilbrigðismál eru í bestu lagi, sjást ekki berkla- sjúklingar lengur í almennum sjúkrahúsum. Þá ketnur höfuðspurningin: Hvað þarf ein þjóð mörg sjúkrarúm handa bcrklasjúklingnm, cf vcl á að vcra? Það hefir lengi verið talið hæsta markmiðið, að eiga til jafnmörg sjúkra- rúm í scrstökum sjúkrahúsum handa berklavciku fólki, eins og margir dcyja á ári tir berklavciki. í öðrum löndum er sagt, að Danir einir hafi náð þessu marki, enda kostað meiru til berklavarna en nokkur önnur þjóð. Hvorugt er satt. Við íslcndingar stöndum nú frcmstir allra þjóða í þcssu cfni, eigum fleiri sjúkrarúm handa berklaveikum og kostum hlutfallslega meiru til berklavarna, en nokkur önnur þjóð. En eg verð um leið að játa, að við erum kcmnir út í öfgar og ófærur i þessu máli. Lítum fyrst til Danmerkur, sem stendur fremst af öðrum löndum í þessu efni. í Danmörku eru til 34 berklaspitalar ........................ með 1016 rúmum 16 heilsuhæli ............................ — 13&2 — 3 strandaspltalar ....................... — 375 — 9 strandahæli ............................ — 4^3 — 4 öryrkjahæli ........................... — 132 — 5 hressingarhæli ........................ — 73 — Samtals 3458 rúm. Koma þá uin iro rúm á hvcr 100 bcrkladauðsföll. Af þessum 3458 rúm- um eru 2603 ætluð brjóstveiku fólki, en 855 fólki með aðra berkla (börn- um og fullorðnum). I lok ársins 1925 voru til í Noregi 12 heilsuhæli .............................. með 987 rúmum 103 berklahæli (Tuberkulosehjem) ......... — 2037 — 4 strandaspítalar ........................... — 352 — nokkur smáhæli ........................... — 13° — Samtals 3506 rúm.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.