Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1929, Page 11

Læknablaðið - 01.03.1929, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i Þrátt fyrir það hafa ýmsir skurðlæknar ýmigust á aðgerðinni. Telja að nokkur hætta fylgi, sem ilt geti verið að fyrirbyggja, t. d. perforatio við degeneraða æðaveggi, trombosis, og stenosis er siðar geti myndast, og hindr- að aðstreymi blóðsins, að meira eða minna leyti. Hefir því verið reynt að fara aðrar leiðir, i von um að ná sama árangri og fæst við periarteriell. sympathekt. Einna mesta athygli vekja tilraunir hins fræga skurðlæknis próf. Lorcnz i Vínarborg á þessu sviði. Hann hefir, ásamt lærisveinum sínum, reynt margskonar kemikalia til eyðingar sympath.- þráðunum, og að lokum fundið lyf það, er hann nefnir Isophcnal; virðist það sameina það tvent, að gera sympath. þræði óstarfhæfa, og jafnframt að vera óskaðlegt fyrir nærliggjandi vefi. Aðferð þessi hefir og þann mikla kost fram yfir p. S., að maður sleppur við að gera vandasama aðgerð, og í öðru lagi má nota hana við smáar arteríur, er liggja að liffærum, er vænta mætti að gagn hefðu af aðgerð þessari. Fullyrðir próf. Lorenz t. d., að iðu- lega megi með þessu móti bæta nýrnabólgu, pankreas-sjúkdóma, ulcus ventri- culi, auk þess sem hann notar aðferð þessa í hvert sinn sem hann gerir re- sektio ventriculi (art. gastr. sin.). Aðgerð þessari gefur hann heitið sym- pathikodiaphthcrcsc (sy. D.). Þó mun mega fullyrða, að eftirtektarverð- astar séu tilraunir hans og árangur með sy. D. á kynkirtla arterium, art. spermat. intern. og art. ovarica, með það fyrir augum að auka blóðsókn að kirtlum þessum, og auka með því inkretoriska starfsemi þeirra. Árang- ur kveður hann bestan við ellikvillum allskonar, senilum depressionum, verkj- um, þreytu og prematur. senescens. Það er ekki nýtt fyrirbrigði, að reynt sé að breyta ellinni í æsku. Hafa þar ýmsir lagt hönd á plóginn, frá fyrstu tímum til vorra daga. Ýms ráð hafa verið gefin og reynd, alt frá elixírum gullgerðarmanna, til hárfínna aðgerða lækna nútunans. Það mun hafa verið hinn snjalli lífeðlisfræðing- ur Brozvn-Sequard, sem fyrstur manna benti á samband elli, ellikvilla og rýrnunar í kynkirtlum kárla og kvenna. Þegar hann var orðinn gamall og hrumur, og hættur að mestu að geta sint störfum sínum, hættur að geta gengið sér til hressingar, ])á tók hann til bragðs að spýta eistnamauki úr hundi undir húð sina. Árangurinn varð sá, að honum fanst þreyta og verkir hverfa, og nýtt fjör færast í líkamann. Hann gat gegnt störfum sínum og gengið sér til skemtunar, — en gallinn var sá, að þessara áhrifa gætti aðeins skamma stund. Frá tilraunum sínum skýrði hann á fundi hins franska visindafélags skömmu eftir 1890. Tilraunir þessar og aðrar tilraunir hans með inkretoriska kirtla vöktu þegar hina mestu athygli. Mönnum var það ljóst, að ný opna hefði birst í hinni rniklu reynslubók læknavísindanna, opna, er hefði að innihalda dýrmætan fróðleik. Lærisveinar B. S. hafa haldið áfram rannsóknum á þessu sviði, og sumir þeirra leitt í ljós hin merkilegustu fyrirbrigði. Sérstaklega hafa tilraunir próf. Stcinachs og próf. Voronoffs vakið mikla athygli. Báðir eru þeir heims- kunnir visindamenn. Voronoff veitir t. d. forstöðu kirurg. tilraunadeild Pasteurstofnunarinnar í París, og er auk þess ráðunautur við helstu dýra- lækningaháskóla franska ríkisins og nýlendna þess. Það eru eigi mörg ár, síðan mjög var talað um hinar svonefndu yngingar- tilraunir próf. Stcinachs. Heldur hann því fram, sem kunnugt er, að ]jað séu hinar svonefndu Leidigs-frumur í eistunum, er gefi innrensli í blóðið — sannnefndan „lífsins elixír“. Rýrnun i þeim hafi í för með sér ellina

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.