Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1929, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.03.1929, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 45 fæti, er smáfærSist upp á ristina. í sama mund mynda'Öist annaÖ sár ne'Ö- an á ilinni. ViÖ skoðun: Sár ca. 4X4 cm. ofan á stórutá og rist, annað neðan á ilinni, minna. Diagnose: Rayn. gangr. Localtherapi árangurslaus. Gerö sy. D. á art. íemor. dextr. Eftir mánuð voru sárin gróin og hafa eigi tekið sig upp síÖan. Að lokum: Má vænta þess að áhrif þau sem lýst hefir verið eftir að- gerð þessa, verði varanleg? Eða er ekki hætta á, að eftir kynkirtlamögn- unina komi afturkast og hrörnun fyr en ella? Eða er ekki hætta á, að nýjar sympat. greinar vaxi inn í æðavegginn, í stað hinna eyddu, og hin fyrri einkenni komi í ljós, fyr en varir? Spurningum þessum verður auð- vitað ekki svarað til fullnustu; til þess er reynslan of htil. Þeir sem mesta reynslu hafa, eins og próf. Lorens, svara hiklaust, að áhrifanna eftir sy. D. á kynkirtla art. gæti lengi. Nefnir hann þess mörg dæmi, að áhrifin hafi var- að í 4 ár. Er það sá lengsti tími, er hann hefir haft til athugunar. Hvað hitt atriðið snertir, að afturkast og hrörnun muni fljótlega gera vart við sig, þá er því að svara, að búast má við, að hin varanlega, aukna blóðsókn muni ekki eingöngu hafa í íör með sér regenefation á hinum atroph. kyn- kirtli, heldur muni og aðrir inkretoriskir kirtlar taka þátt í henni, og þvi sennilegra aö í því ástandi muni líffærið færara um að framleiða nægjan- Iegt innrensli en hið atrofiska, ólífvæna líffæri. Hvað síðasta atriðið snertir, er þegar fengin m'est reynsla. Einkum hef- ir Brúning fært sönnur á, að art. tonus, er lækkar eftir periart. sympath., haldist þannig mjög lengi, eða þann tíma, sem unt hefir verið að rann- saka. enn sem komið er. Tilraunir þessar, ásamt transplantation-tilraunmn á inkretor. kirtlum eru eftirtektarverðar. Frá því er Brown Scq. færði sön'nur á kehningar sinar þessu viðvíkjandi, og frá því er Eiselsberg fyrstum manna hepnað- ist að gera heteroplastiska transplant. á gl. thyroid., hafa læknavísindin vænt sin mikils á þessu svi'ði. Gömul saga hermir frá manni einum, sem alla æfi leitaði að landi ódauðleikans, en fann í ])ess stað að eins Florida- skagann. Svo má giska á, að hvorki vinnist í bráð ódauðleiki né eilíf æska. En nokkur vinningur væri hað, ef hægt væri að létta þeirri byrði gamla fólksins er ellikvillunum fylgir. Heimildarrit: Biedl: Innere Sekretion, Ihre fysiolog. Grundlage u. ihrc Bedeut. f. die Pathologie. — Urban & Schwarzenberg '27. Briining: Chirurgie d. vegetativ. Nervensystems. — Jul. Springer Verl. 1924, Dopþlcr: Mediz. Klinik, 1925, no. 15. — — — 1926, no. 51. — Úber Teknik u. Effekte d. Sympathico-diatherese a. d. Keimdriisenarterien. — Urban & Schwarzenberg '28. Dopþler & Lorenc: Wiener Klin. Wochenschr. '26, no. 16. Voronoff : Verhiitung des Alters. — Jul. Springer Verl. '26. Umbúðir. Forseti Læknafélags íslands hefir óskað þess getið, að versl. „Hringurinn", Ingólfshvoli, Reykjavík, hafi tekið að sér alla afgreiðslu á umbúðum og þviliku fyrir hr. kaupm. K. K. Thomsen.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.