Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1929, Síða 17

Læknablaðið - 01.05.1929, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7* 15. Tub. pulm. III. gr. Kona 20. 16. Tub. pulm. III. gr. Kona 20. 17. Carcinoma ventriculi et hepatis. Kona 65. Inoperabilis og in extremis ])egar hún kom. Lá rúma viku. 18. Tub. miliaris. Kona 31. Áður eitlaveik. Dauðveik er hún kom. Lá hér aÖ eins vikutima. 19. Echinococcus hepatis. Icterus. Kona 31. HafÖi haft gallkveisuköst með gulu. Var svo fyrir nokkrum mánuÖum gcrÖur skurður til að gera við því, en ekkert sérlegt fanst athugavert við lifur né gallblöðru. Kom nú aftur með eitt svipað kast og áður nema kalda fylgdi og meiri hiti. Var gerð cholecystostomia, og rann þunnur gröftur úr gallblöðrunni. Hitinn liélst eigi aö síður. Það smá dró af sjúkl. uus hún dó, 4 dögum eftir aðgerðina. Við sectio fanst hnefastór sullur aftarlega inni í lifr- inni, grafinn og cholangitis í kring. 20. Tub. pulm. III. gr. Karlm. 20. 21. Tub. capsul. suprarenalis (mb. Addisonii). Kona 34. Lá hér i marga mánuði með daglegan hiia og ýms taugaveiklunareinkenni og hjartveik- isköst. Hörundsliturinn benti á að um mb. Addisonii væri að ræða. Henni smá hnignaði. Sectio varð ekki komið við. 22. Tub. pulm. III. gr. Karlm. 23. Færeyingur. Kom fárveikur utan af sjó og dó eftir nokkra daga. 23. Tub. pulm. III. gr. 20. 24. Carcinoma oesophagi. Karlm. 60. Aðframkominn af inanitio. Var gerð gastrostomia ad modum Witzel. Létti í bili, smáhnignaði svo. 25. Gangræna pulmonum. Karlm. 70. Kom með skipi, dauðvona eftir lang- vint lungnadrep með afskaplegum foetor, svo að varla var unt að hald- ast við í nánd við hann. Hann dó um nóttina eftir hingaðkomu, upp úr skyndilegu mæðiskasti. 26. Tub. pulm. III. gr. Kona 17. 27. Tub. pulm. III. gr. Kona 36. 28. Arteriosclerosis. Senilitas. Kona 82. Kom þungt haldin af mæði og margskonar verkjum og veiklun. Smáhnignaði. 29. Appendicitis acuta gangrænosa. Karlm. 52. Kom um nótt, illa hald- inn, og var gerð appendectomia „á chaud“. Kastið hafði byrjað fyrir tæpum 2 sólarhringum. Sárinu var lokað, þó aö talsverð peritonitis væri kringum appendix. Honum leið vel á eftir og virtist á góðum batavegi næstu 14 daga, þá opnaðist sárið, og þrátt fyrir drænage breiddist bólga upp eftir kviðnum og til lifrarinnar og varð honum að bana. 30. Sarcoma pelvis et femoris. Karlm. 67. Afar stór meinsemd inoperabilis. Hann dróst upp á stuttum tíma. 31. Septicopyæmia. Kona 61. Hafði íengið fingurmein og upp úr því bólgu og ígerðir hér og þar í likamanum. Smáhnignaði. 32. Tub. pulm. III. gr. Kona 16. 33. Carcinoma ventriculi. Karlm. 50. Var gerður prófskurður, en meinið reyndist óskurðtækt.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.