Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1929, Side 25

Læknablaðið - 01.05.1929, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 79 Það eru altaf dálitlar sárabætur, aÖ geta sölsaÖ undir sig og sina vensla- menn sem mest af jörÖinni. Liggja þau drög til þessarar ásælni er nú skal greina. Mágur oddvitans, sem flosnar upp á búskapnum nú í vor, kom til mín siöari hluta vetrar. Segist hann ætla aÖ byggja hús hér i Grenivíkurlandi. BúiÖ var að mæla út 7 byggingarlóðir, en enga þeirra vildi hann. Hann kvaðst heldur vilja fá land til byggingar og ræktunar af því, sem eg hefði. Eg neitaði afdrátt- arlaust, þar sem eg hafði svo lítiÖ land eftir, og sömuleiðis neitaði hrepp- stjóri. Maðurinn gerði þrjár atrennur og hafði loks i hótunum við mig. Fór svo, að hann bygði á einni hinna útmældu lóða. Nú skyldi maður ætla, að þessi blettur væri eini ræktanlegi bletturinn í landareiginni, en það er síður en svo; nóg er eftir ennþá. En maðurinn vildi fá það besta, ekk- ert annað. Nú voru góð ráð dýr. Maðurinn fær aðstoð mágs síns, oddvitans. Odd- vitinn fær Bjarna Arason á Grýtubakka sér til hjálpar; var hann af dóms- málaráðherra skipaður meðráðamaöur hreppstjóra i skiftingu Grenivíkur. Meðráðamaður þessi átti að sjá um, að útmældu ræktunarlóðirnar yrðu ekki of stórar, en hann skrifar athugasemdalaust undir það, að einn maður fær 14 dagsl. En nú gengur hann i lið með oddvitanum, til þess að svifta tilvonandi læknissetur öllu landi, nema einhverjum túnskika. Síöari hluta vetrar var haldið hreppamót. Skömmu áður var því stungið að mér, að taka ætti fyrir læknisbústaðarmálið, en eg trúði því ekki, vegna þess, að á fundarboðinu var það ekki á dagskrá. Eg gat lika búast við, að mér yrði gefinn kostur á að segja mitt álit. Nú kemur að fundardegi. Þegar dagskrár- málin eru útrædd, rís upp Bjarni Arason á Grýtubakka og segir, að nú eigi að taka fyrir læknisbústaðarmálið, því nú sé um að gera, að ,,tryggja lækn- inum bústað“! Þegar málið var tekið fyrir, var ca. l/s fundarmanna eftir og vitanlega flestir fylgifiskar oddvita. Þegar eg spurði oddvita, hverju það sætti, að mál þetta hefði ekki verið á dagskrá á fundarboðinu, fékk eg ekk- ert svar. Eg bar frain tillögu þess efnis, að máli þessu yrði írestaö, þar sem fundurinn væri orðinn svona fámennur, og enginn hefði vitað um, að taka ætti málið fyrir. En þaö var felt, sem von var. Málinu var þannig smeygt inn í íundarlok, án þess að nokkur vissi áður uin, sem líklegt væri að yrði á móti, og voru flestir farnir af fundi, nema fylgifiskar oddvita. Auk um- ráðamanna jarðarinnar, Björns Arasonar og Þórðar Gunnarssonar hrepp- stjóra, voru kosnir í nefnd: auðvitaö oddvitinn. Gnðl. Jóakimsson. hans maður, og svo Grhnur Laxdal í Nesi. Hinn síðastnefndi var einn á móti þessu fargani. Nefndin á að gera tillögur i læknisbústaðarmálinu og senda vist dómsmálaráðuneyti til samþyktar. Sumarið 1926, þegar eg sigldi, og engin ibúð fékst fyrir lækni, eins og áður er sagt, var líka kosin nefnd til að ráða fram úr læknisbústaðarmálinu. Voru 2 sömu menn í þeirri nefnd. og þessari, Bj. Arason og hreppstjóri. Þá gerði sú nefnd ckkcrt og hélt, mér vitanlega, enyan fund til þess að ráða málinu til lykta. Þá voru lika engir eiginhagsmunir oddvita bundnir við það, og þá skifti hann sér ekkert af málinu. Nú flýtir meiri hluti nefndarinnar sér til aö halda fund, þvi að nú eru góð ráð dýr. Samt hefir aldrei verið tryggara með bústað en nú. Ekki var mér samt boðið á fundinn, enda varla von að nefndarmenn hefðu vit eða vilja til. Litur ekki út fyrir, að eg eða aðrir eigi að fá að vita um gerðir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.