Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1929, Side 34

Læknablaðið - 01.05.1929, Side 34
88 LÆKNABLAÐIÐ Laust hérað. ReykjarfjarðarhéraÖ hefir veriÖ auglýst laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur til i. ágúst næstkomandi. Til bráöabirgða hefur K a r 1 M a g n ú s s o n, héraöslæknir veriö settur til ]æss aö þjóna héraöinu ásamt sínu héraöi. Landlæknir fer snemma í júlímánuÖi í et'tirlitsferÖ um NorÖur- og Aust- urland. ■' r i 4; Embættispróf. Verkeíni í skriflega prófinu nú í vor voru þessi: L y f- læknisfrætii: Verkir í mjóbaki, orsakir þeirra og greining. H an d- læknisfræÖi: Sjukdómar í eitlum á hálsi, einkenni, greining og meðferö. R é 11 a r 1 æ k n i s f r æ ð i: Höfuðhögg, greining orsaka og afleiðingar. Árni Árnason fór í byrjun júnímánaðar alfarinn úr Búðardal áustur á Djúpavog. Dalahéraði gegnir nú Stefán Guðnason, stud. nied. þangað til nýi héraÖslæknirinn tekur viÖ, en héraÖiÖ er óveitt ennþá. Jónas Kristjánsson alþm. fór strax eftir ])inglausnir til London og ætlaÖi að dvelja þar mánaÖartíma; er nú á leið heim til sín. Valtýr Albertsson læknir er kominn til bæjarins og sestur hér að sem prakt. læknir. Hann hefur dvalið erlendis í nokkur ár, lengst af í Noregi en seinasta árið í Kaupmannahöfn. Einar Ástráðsson læknir er og‘ sestur að hér í bænum sem prakt. Iæknir. Utanfarir. Þ órð.ur Edilonsso n, héraðslæknir, fór í byrjun júní- mánaöar utan, ætlaði að ferðast um England, Frakkland og Þýskaland og ef til vill víðar. Með sömu ferð fór og K o n r á Ö læknir K o n r á Ö s- s o n og var för hans heitið til Þýskalands. Óskar Einarsson héraðslæknir á Flateyri og Pétur Thoroddsen hér- aðslæknir i Norðfirði eru nýkonmir til bæjarins. Þá var og Ólafur Ólafs- son, héraðslæknir í Stykkishólmi hér á ferð fvrir skömmu. Sigvaldi Kaldalóns, héraðslæknir í Flatey, er á leiÖ til útlanda og ætlar að dvelja þar fram {il haustsins. Nágrannalælknlarnir gegna emþætti hans á meðan, Vilmundur Jónsson og frú Kristín ólafsdóttir, Isafirði, konm seint í júnímánuði úr utanför sjnni. Hafa þau dvaliÖ í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi siðan í vetur. Egill Jónsson, héraðslæknir á SeyÖisfiröi, kom við hér i bænum seint í júni, á leið heim frá útlöndum. Kleppsspítalinn nýi hefur auglýst eftir kandidat, sem hefir áhuga á vísindalegum viðfangsefnum og vill vinna að þeim. Launin eru 100 kr. á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Auk þess ætlar spítalinn að hafa stúdenta, mánaðartíma hvern og fá þeir ókeypis fæði og húsnæði. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvik. FÉLAGSPRENTSMIDJAN

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.