Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1937, Page 18

Læknablaðið - 01.11.1937, Page 18
96 LÆKNABLAÐIÐ nauösynleg mönnum eða eitthvert vitaminanna í fæöu okkar Norð- ur-Evrópubúa, veldur þaö sér- kennilegum sjúkdómum. Fyrst ber því að taka tillit til þess, að mat- urinn innihaldi nægilegt af þess- um verndarefnum fyrir okkur, síð- an þarf að fylla upp með orku- gefand'i eínum, þannig að menn fái nauðsynlegan hitaeininga- fjölda. Verndarefnin eru aðallega landbúnaðar-afurðir eða nánar til- tekið mjólkurafurðir og garðamat- ur (mjólk, ostur, grænmeti, á- vextir, kartöflur), kjöt og egg, en auk þess einnig að nokkru leyti sjávarafurðirnar, einkum feitur fiskur. Orkugjafar cru aftur á móti aðallega mjölmeti, fituteg- undir vissar og sykur. Af öllum fæðutegundum er mjólkin talin fremst og fullkomnust. Hún inni- heldur nokkuð af orkugefandi efn- um (kolvetni, fitu og eggjahvítu), en einkum inniheldur hún mörg Verndarefni, ílest öll þekt nauð- synlegustu vitaminin og' af söltum kalk, fosfór, járn, brennistein, joð, magnesium, kalium, natrium, klór, kopar, auk fjölda annara efna, sem ennþá er ekki eða lítt vitað utn hvaða þýðingu kunna að hafa. Fæðutegund sem jafngildi mjólk hefir ekki tekist að framleiða. Nefnd sú, sem prófessor Mell- anby stjórnaði, kom sér saman um eftirfarandi meðalkröfur, sem gera þyrfti til fæðu mannanna („Op- timum standard of human diet“): A. Nauðsynlepar hitaeiningar: t. Fullorðinn karl eöa kona, sem lifir venjulcgu hversdagslífi i tempruðu loftslagi og ekki hefir erfiðisvinnu, er reiknað að þurfi 2400 hitaeiningar á dag, nettó. 2. Við þetta bætist fyrir vöðva- áreynslu eftirfarandi: Fyrir létta vinnu alt að því 75 hitaein. fyrir vinnustund, fyrir meðalvinnu 75 —100 hitaein. hver vinnustund, fyrir erfiðisvinnu 150—300 hita- ein. fyrir hverja vinnustund. 3. Grundvallar þarfirnar á ýms- um aldri eru þannig á dag til 2ja ára 840 hitaein., 2ja—3ja ára 1000 3ja—5 ára 1200, 5—7 ára 1440, 7—9 ára 1680, 9—11 ára 1920, 11 —12 ára 2160, 12—15 ára 2400 hitaein. og 15 og þar yfir 2400. Starfsemi barna, bæði drengja og telpna á aldrinum 5—11 ára er talin sem létt vinna og þarf þvi að bæta þeim 75 hitaein. á klst., sem þau eru á ferli í viðbót við þessar grundvallarþarfir. Starf- semi drengja 11—15 ára er talin jafngilda meðalvinnu og þarf því að bæta þeim 75—150 hitaein. á vinnustund en stúlkum 11—15 ára er talið að eigi að bæta 75 hitaein. á klst., sem þær eru á fótum. Innanhúsverk kvenna eru talin jafngilda léttri vinnu, og er þeim því ætlað 73 hitaein. á klst., 8 tíma á dag, til viðbótar við grund- vallartöluna, 2400 einingar. Þarfir smábarna jmgri en eins árs eru greindar í hitaeiningum á kg. líkamsþunga, þannig: o—6 mánaða 100 hitaein á kg. 6—12 mán. 90 hitaein á kg. ófrískar konur þurfa 2400 hita- eiu. að viðbættu því, sem svarar til þeirra verka, sem þær vinna dags- daglega. Konur, sem hafa barn á brjósti, þurfa 3000 hitaein. að við- bættu því sem svarar til daglegra ■starfa þeirra. B, Eggjahvítuþörf. Fullorðið fólk ætti ekki að fá minna en því sem svarar eitt gr. af eggjahvítu á kg. líkamsþunga á dag. Það ætti helst að vera af ýmsum uppruna og er æskilegt, að minsta kosti talsverður hluti þess sé úr dýrarikinu. Eggjahvíta úr dýraríkinu er al- veg nauðsynleg ófrískum konum,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.