Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 8
LM K .V ,1 B LA Ð I Ð ,U sambandið milli félagsmanna” og eiga þeir um leið að gefa stjórn- inni nokkurs konar erindisbrét milli funda, því raunverulega hefir stjórn félagsins ekki annað vald en það, sem Iög félagsins og fundirnir í hvert sinn veita henni. Þá er þar til að taka, aö þó fé- lagið hafi goldið mikið afhroð á þessu tímabili með látnum félög- um, þá hefir því aftur bætzt all- álitlegur hópur og eru það þessir menn: Björn Sigurðsson frá Veðramóti, Jón Eiríksson, Jón Sigtryggsson, Kristján Jónasson, Ólafur Sigurðs- son, Ólafur Tryggvason, Þórarinn Guðnason, Kaj Jessen, Ragnar As- geirsson, Sigrún Briem, Karl Strand, Ólafur Bjarnason, Eggerl Br. Einarsson, héraösl., Arngrím- ur Björnsson héraðsl., Lúðvík Nordahl héraðsl. og Skarphéðinn Þorkelsson héraðsl. Það skal þó tekið fram, aö vafi lék á um suma aöra, hvort þeir væru félagsmenn, þó þeir væru taldir það, en á ferð minni kring um landið sumarið 1940 gerðust þeir vafalausir meðlimir með því að undirskrifa lög félagsins, en þar sem þeir höfðu áður verið á nafnaskrá, þá tel eg þá ekki hér sem nýja. Vil eg biðja fundinn að samþykkja þessa nýju félaga og bjóða þá velkomna. Eftir því sem stjórnin telur, þá teljast nú i félaginu um 170 Iæknar. Ef til vill getur vafi leikið á um einstöku af þessum mönnum hvort þeir lögum samkvæmt eiga að teljast félagar vegna skulda. en þar sem lítið eða ekkert hefir verið gert að innheimtu siðan síö- astl. haust, vegna veikinda og frá- íalls gjaldkerans og þess, að reikningar og fjárhagsbækur íé- lagsins ekki komu i hendur stjórn- arinnar fyrr en nú mjög nýlega, þá teljum \ið þaö hlutverk hinn- ar væntanlegu nýju stjórnar, að komast til botns í því og þá með samningum samkv. 8. gr. félags- laganna, ef ekki á annan hátt. Samkvæmt 9. gr. félagslaganna hefir stjórn l'élagsins reynt að lið- sinna læknum í samningum þeirra við sjúkrasamlög og. Trvggingar- stofnun, enda hefir allmfkið verið til hennar Igitaö um þaö, og þó ekki hafi ætíð náðst eins góður árangur eins og æskilegast hefði vcrið, þá cr mér þó óhætt að scgja þaö, að læknar, minnsta kosti utan Reykjavíkur, standa mun betur að vígi með aö ná sæmilegum kjör- um með því að hafa L. I. að bak- hjarli og njóta aðstoðar stjórnar þess við samningana. Þetta samningsmál er þó enn ekki svo vel á veg komið, sem æski - legt væri, því sú hefir verið ætlun stjórnar L. í., að reyna að koma þ.ví til leiðar, að allir sanmingar milli lækna og sjúkrasamlaga væru í sem allra mestu samræmi og fylgdust sem bezt að. Þetta hefir aö vísu mikið tekist en nokkuð vantar enn á að vel fari og er enn- þá nokkurt misrétti milli hinna ýmsu staða landsins. Aðstoð sína hefir stjórn L. í. til slíkra samn- inga einkum veitt á þessum stöð- um: Hafnarfirði, Vestmannaeyj- um og Siglufirði. Þá hefir stjórn- in og reynt að jafna deilumál, sem upp liafa komið á sumum stöð- um milli lækna og sjúkrasamlaga og stutt læknana eftir förigum og málavöxtum. Enn. er þó ekki að íullu jafnað- ur ágreiningur milli samlaganna á Siglufirði og í Vestmannaeyjum og læknanna þar, og höfum við ráðlagt læknunum að segja samn- ingunum upp. I sambandi við þessa sjúkra- samlags-samninga vil eg aðeins \

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.