Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 25
L Æ. K X A B LAfí 1 fí 5i iig minnist ekki, að eg hafi séð eða hlýtt á tilkynningu formanns- his, er hann afboðaði fundinn [940, en eg heyrði tilkynningunni útvarpað 1941. Man eg, að eg undr- aöist, hve óþarflega rík og ein- skorðuð áherzla var lögð á lítil- tjörlega hlutdeild mina i málinu. Renndi eg þá fyrst grun í, að eg hefði hér gert formanninum greiða, sem hann af einhverjum á- stæðum teldi sig hat'a mikil not fyrir. En hver þau not voru, skild- ist mér ekki til hlítar, fyrr en eg las |)essa skýrslu hans. Eg vil ekki viðhafa stór orð um lítið efni. Hér er ekki um víg aö ræða og ekki einu sinni um áverka. En hér er unnið eftir þeirri línu i viðskipt- um manna á milli. sem ævinlega hefir þótt einkennandi fyrir þann verknað. er ber það heiti i is- lenzku máíi. sem skipar honum æði mörgum þrepum neðan við ó- drengskap. 3. Rofin grið á félaginu. Nánar tilgreint á eg að hafa viljaö nota mér frestun aðalfundar Læknafé- lagsins til þess að fá því betur en ella framgengt. að ,,læknastéttin vröi tekin .... þrælatökum“ og læknarnir gcrðir að ,,leiksoppi stjórnmálanna“ og þá fyrst og fremst með því að fá samþykkt á Alþingi frumvarp eitt um breyt- ing á læknalögunuin, án þess að aðalfundi félagsins gæfist kostur á að taka það til meðferðar. Mér skilst,' þó að ekki sé þaö beinum orðum hernvt upp á mig, að eg eigi að hafa lofað þvi, er frestun aðalfundarins var ákveðin, að ekki yrði reynt að setja nein ..þvingunarlög" á læknastéttina, á meðan stjórn Læknafélagsins þóknaðist að láta þann 'frest slanda. Það hét aö rjúfa grið á fé- laginu. Ekki þarf eg undan því að kvarta, að lítið sé úr mér gert. en því miður fæ eg ekki skilið, hvernig eg, mennskur maður, átti að geta lofað nokkru slíku fj'irir hönd 5 manna ríkisstjórnar og nærri 5 tuga þingmanna, að ó- gleymdum áhrifum voldugra stjórnmálaf lokka á lagasetningu Alþingis. Að öðru leyti er það um mig að segja, að eg hefi, frá þvi að eg tók við landlæknisembættinu, haft það fyrir ófrávikjanlega reglu að bera hvers konar laganýmæli varðandi heilbrigðismál og þá sérstaklega snertaivdi hagsnvuni læknastéttar- innar undir bæði læknafélögin, ís- lands og Reykjavíkur, og lagt á það rtka áherzlu, að sem bezt yrði kunn afstaða stéttarinnar — allra greina hennar — til þeirra. Ekki er það mín sök, að afgreiðsla slíkra mála at' hendi félaganna, og cinkum Læknafélags íslands, hefir oftar en skvldi verið idrænv og los- araleg og stundum engin. Það er og ekkert annað en fyrirsláttur, að aðalfundi þtirfi til slikrar af- greiðslu — fundi, sem illa eru sótt- ir og að kalla alls ekki af læknum utan af landi, hafandi sæg nvála til nveðferðar, sem öll eru hespuð af á fáum dögum, og er síðasti að- alfundur þar ljósast dænvi: 42 læknar (af 170 meðlimum félags- ins) ráku þar inn nefið, sjaldnast fullur helmingur þeirra á fundi í senn, utan af landi einir 4 — fjórir — héraðslæknar og sjaldan nenva 2 þeirra viðstaddir. dag- skrárliðir 14 og væntanlega fleiri en eitt mál undir sumum þeirra, en öllu lokiö á þrenv dagspörtunv. Mundi ekki betur lvorfa um nána athugun xandasamra uvála, að J.æknafélag Revkjavíkur tæki þau til atlvugunar fyrir hönd Reykja- vikurlækna og sæmilega skipuð stjórn Læknafélags íslands t'yrir hönd annarra lækna, enda bæri sig

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.