Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐ1Ð 3* sér alltof fljótt út með núverandi fyrirkomulagi, enda væru sifellt meiri kröfur til þeirra gerðar af fólkinu og fleiri störf lögð þeim á herðar af heilhrigðisstjórn og löggjöf og auk þess krefðist hin mikla bylting i íyfjafræði og lyf- lækningum mikils erfiðisauka og nýs lærdóms. Þá vildi hann og lækka há- marksembættisaldur héraðslækna að mun og að þeir færu frá með fullum launum, er þeir hefðu náð þeiin aldri. Eg læt þessa hér getið vegna þess, að eg tel sjálfsagt að taka Jiað til athugunar einmitt í sambandi við 12. mál á dagskránni. Þá ræddi eg við lækna um hin nýju ákvæði tryggingarlaganna um tlutning fólks niilli samlagssvæða. Kom það í ljós, að jætta væri hvergi neitt verulegt fjárhagsat- riði fyrir lækna, neflia helzt á Siglufirði, því þar stundar alltaf talsverður hópur fólks af öðrum samlagssvæðum atvinnu á sumr- um. Bað eg þvi Siglufjarðarlækn- ana, sem cg hitti, að hafa nákvæma bókfærslu um slíkt fólk, er þeirra lcitaði, svo sjá mætti hverju !ækn- arnir töpuðu á breytingunni og taka mætti J)að meö i reikninginn við næs'tu samningsgjörð milli þeirra og samlagsins. Úr ferðalagi þessu ætla eg ekki flciru að flíka að svo stöddu, enda var margt af því, sem fór í milli mín og ýinsra læknanna, talsvert einkamáij, einkum allt sem vi'ð kom liögum þeirra og afkomu. scm að vísu mér þótti mjög vænt um að fá að hnýsast í, en er ekki þannig, að við eigi að hampað sé opinberlega, enda þótt það gæfi góðar upplýsingar um hag lækna og afkomu. Þá skal J>ess getiö, að stjórnin ákvað að gefa ekki út árbók fé- lagsins meðap ófriðurinn stæði vfir, vegna þess aö hún hafði allt- af borið sig sjálf. enda átt að gera og vel það, en nú var sýnt. aö svo gæti ekki orðið. Haföi hún mikið stuðst við útlendar auglýs- ingar, sem ekki var hægt að afla meðan ófriðarástandið rikir. Snenuna á árinu 1940 átti íor- maður tal við fjármálaráðherra um J>að, að leyfa héraðslæknum að hækka gjaldskrá sína jafnóð- um samkvæmt verðlagsuppbót. Tók hann mjög vel i það mál og bjóst stjórn félagsins við, aö það næði fram að ganga þegar i stað svo sjálfsagt sem það sýndist. Samt jiöur fram á árið og ekkert skeður, enda hafði þá komið fram. að landlæknir legöist mjög á rnóti J>essu og fyrir þá sök hafði það ekki þegar í stað verið fram- kvæmt. Þ. 17. sept. 1940 reit eg J>ví fjármálaráðherra svolátandi bré.f fyrir hönd stjórnar félagsins: „Ejgl undirritaður, formaðivr Læknafélags íslands, leyfi mér hérmeð fyrir hönd stjórnar þess. aö fara þess á leit viö yður, hæst- virtur fjármálaráðherra, að yður mætti þóknast að gefa út tilskip- un þess efnis, að heimila héraðs- læknum landsins að taka verðlags- uppbót á gjaldskrá þeirra frá 11. jan. 1933. Eg geri ráð fyrir, að það muni vera af athugunarlcysi, að þetta hcfir ekki þegar verið gert, þar sem við fulla athugun viröist auð- sætt, að réttur og sanngirni styðji þetta tnál og þá einkunt af þess- um ástæðum: Héraðslæknar fá að sjálfsögðu verðlagsupp1>ót lögum samkvæmt af þeim föstu launum, er þeir taka úr ríkissjóði, en nú gera launalögin beinlínis ráð fyrir því, að auka- tekjur héraðslæknanna skuli skoð- ast scnt nokkur hluti launanna, þar setn hin föstu laun eru metin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.