Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 10
LÆKNABLAÐl Ð 3<J ASeins vil eg nú geta þess, aö eins og sjá má af bréfum stjórnar félagsins um þctta efni, þá var það henni hið mesta kappsmál, aö reyna á allan hátt aö koma í veg fyrir, aö • læknastéttin yröi tekin þeun þrælatökum, sem þar var gert ráö fyrir og atvinnufreisi hennar heft frcmur allra annarra iandsmanna og stétta. Og svo vei var að heiibrigðisyfirvöldunum farið, að við. bókstaflega báðumst griða og lofuðum að beita heldur ínnantélags-þvingun. en að gera lækna að leiksoppi stjórnmálanua. Enda var gert ráð fyrir, aö þetta yröi rætt á fundi þeim, sem boö- aöur var vorið 1940. En svo fór því miður, eins og kunnugt er, aö fundurinn var látinn falla niöur fyrir tilmæli landlæknis, sem ald- rei skildi verið hafa, en þaö skal tekið fram, að formaöur átti tal um þetta sérstaka mál viö land- lækni og- kvaðst treysta þvi, ef fundur væri látinn falla niöur, að heilbrigðisstjórnin ekki ryfi grið á félaginu með því að setja nein þvingunarlög án þess fundur fé- lagsins fengi áður að segja álit sitt. Hvert hér liafi á orðið fullar efndir, gefst tækifæri til að at- huga síðar, einkum undir umræð- unum um 6. og 11. mál dagskrár- innar. I yfirlitsskýrslu minni á siöasta aðalfundi 1939 gat eg þess, aö eig- inlega væri nauðsynlegt vegna fé- laga utan Reykjavikur, sem sjald- an eða aldrei eiga kost á aö sækja fundi félagsins, aö formaður eða einhver úr stjórn félagsins gæti sem oftast, helzt árlega, ferðast milli félagsmanna. kynnst högum þeirra, skoðunum og áhugamál- um persónulega. Þegar útséð var um það, að fundur yrði 1940, tólý stjórnin þetta til athugunar, eink- um vegna þess, aö nauðsynlegt þótti, að fá aö vita álit sem allra flestra lækna um hinar væntanlegu lagabreytingar og' hin fyrirhug- uðu þvingunarlög, . sem eg áðan gat um. Yar stjórn félagsins á einu niáli um þaö. að sjálfsagt væri að revna þetta og var þá samþykkt aö senda íormann í hringferö meö Esjunni, er leggja átti af staö seint í júní. Fór eg því þessa skyndiferð, sem tók rúma 10 daga og var hún erfiö, eins og geta má nærri. þar sem komið var viö á 36 eöa 37 höfnum á þ.essum jo dögum og þaö jafnt aö nóttu sem degi og eg hitti og átti tal við ruma 30 lækna. Því miöur voru viðstöður yfirleitt svo stuttar. aö sjaldan var híegt að ræöa neitt til þrautar, en samt sem áöur hafði eg ómetanlegt gagn og ánægju af för þessari og viö- ræöunum viö stóttarbræðurna. Vil eg nota þetta tækifæri til þess aö flytja þeim öllum mínar innileg- ustu þakkir fyrir móttökurnar og samverustundirnar og ekki sízt þeim, sem lögöu á sig næturvökur og ferðalög til þess aÖ geta rætt við mig stutta stund. Má geta nærri hversu afar vænt mér þótti um slíkan áhuga, alúö og stéttartil- finningu, sem mér fannst allstað- ar lýsa sér bæöi í þessu sem öðru. Af þessari stuttu reynslu hefi eg fullkomlega sannfærst um það, aö slíkar ferðir sem þetta geta haft mjög mikið gagn bæöi fyrir félagssamtökin og einstak- lingana, en svona skyndiferöir mega þaö helzt eVki oft vera. Ekki mætti ætla sér minna en 4—6 vik- ur og skipta þá landinu í kafla. Vil eg ákveðið ráða þeim, sein stjórna þessu félagi í framtíðinni. að taka upp þennan sið minnsta kosti annaö hvert ár. En þá væri rétt aö fá til þess heimild næsta aðalfundar á undan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.