Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 29
LÆK XA BLAÐfÐ '55 ur, og mér er ekki kumnigt utu, aÖLæknafélagiö hafi látiö sigvaröa eöa sjái neinar skuggahliðar á. Hins vegar hefi cg talið mér skylt að leita samvinnu viö Háskólann um seni vægilegasta framkvæmd þeirrar heimildar, vel sjáandi, hver háski er búinn læknastéttinni, ef ýtrasta aðgæzla er hér ekki við- höfð. 5. Verðlagsuppbót héraðslækna. I’að er rétt hermt, enda þreytist eg aldrei á aö skýra það fyrir hér- aðslæknum og öðrum læknum í opinberri þjónustu, að eg tel yfir- leitt ekki mitt verk að bera fram kröt'ur um bætt launakjör þeim til handa. Til þess eiga þeir að hafa stéttarfélag sitt, en landlæknis er að vera aðgætinn leiðbeinandi ríkisstjórnarinnar um undirtektir undir kröfurnar. Fyrirrennari minn í landlæknisembættinu, Guð- mundur Björnson. hafði þegar lýst þessari sjálfsögðu afstöðu yfir fyrir sína hönd. og lét þess jafn- framt getið. að ekki mætti miða við það. að landlæknir hefði lengi af eðlilegri, en illri nauðsyn oröiö að vera tvennt í senn: yfirmaður læknastéttarinnar og oddviti, er beitti sér t'yrir hagsmunamálum hennar. Aíeð stofnun læknafélags- skaparins væri það viðhorf ger- breytt og hin tvískipta afstaða landlæknis til læknastéttarinnar orðin óeðlileg og óþörf. Eg er þessu samþykkur að öðru leyti en því. að mér hefir því miöur reynzt forusta Hæknafélagsins svo sinnu- laus um hagsmunamál héraös- lækna. aö eg hefi hvað eftir ann- að talið fjarri þvi óþarft að ganga t’ram fyrir skjöldu og biðja þeifn Hknar og griða. með því aö ann- ars væri hagsmunum almennings. er eg á auðvitað fyrst og fremst aÖ gæta, stefnt i óefni. Héraðslækn- unum gagnar litið órökstuddur barlómtlr. fyrir -þeirra hönd, en stundum studdur hlægilegum fjar- stæðum um tekjur þeirra og af- komuskilvrði, eins og þegar for- maöur Læknafélagsins 'fellir tár vfir því, að föst laun hinna fyrir- huguðu aðstoðarlækna héraðs- læknanna séu nú ákveðin hærri en föst laun héraðslæknanna sjálfra, Iátandi svo sem ekki sé getandi í þessu sambandi tekna þeirra aí ■læknisstörfum, hvað þá að játað sé ■ hispurslaust, aö þó að til séu rýr héraðslæknisembætti og öll meira og minna erfið og' umfram allt ófrjálsleg, eru þau velflest í betri embætta röö. að því er afkomu- skilvrði snertir, og sum með allra launahæstu embættum á landinu. Má þrátt fyrir allt fullyrða, eins og nú er áskipað orðið staríandi læknum i Reykjavík og kaupstöð- unum, aö ekki er meira að láta en svo af atvinnuhorfum lækna á íslandi. aö greiöfærust og öruggust leið ungum og dugandi læknum i heiðarlegar og vel launaðar lækn- isstöður er að búa sig sem bezt undir héraðslæknisstörf og leggja hiklaust á þá braut. Þessi vellu- legi barlómur fyrir hönd héraös- læknanna verkar á hina upprenn- andi lækna eins og illkvnjaður rógur um héraðslæknisemljættin, gerir þá óþarflega fráhverfa þeim og eykur erfiðleikana á að fá em- bættin skipuð og unga menn til að ljá sig til þjónustu héraðslækn- um. Keiriur þetta engum verr en héraðslæknunum. sem lómurinn er barinn fyrir, og er ýmsum þeirra vel ljóst. Minnir þetta átakanlega á , starfsaðferðir bændapólitíkusanna. sem lýsa svo dapurlega afkotnu- skilyröum í sveitunum, að bænd- urnir standa kímandi og segja meö hægð, að ekki sé þaö nú svona slæmt, en kenna sín ekki verulega. fyrr-en þeir átta sig á. að ofan. á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.