Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 32
LÆKNABI.AÐIb
58
inu. Mun formaöuriim eiga viö þær
aögeröir, er hann vill „gera mönn-
um ljóst, aö ekkert tómlæti frá
hendi stjórnar L. í. liefir átt sök
á þessum drætti", heídtir sú und-
arlega afstaða ríkisstjórnarinnar
til mín. án tillits til þess, hver ráð-
herra þriggja stjó'nnmálaflokka
á í hlut, að láti hún eitthvað ógert.
sein telja má læknum og þá sér-
staklega héraðslæknum til hags-
bóta, er því um að kenna, að rikis-
stjórnin hrærir sig ekki gegn vilja
mínum, en geri hin sania ríkis-
stjórn eitthvað hinutn sömu aðil-
um í vil, er það ævinlega fyrir ti 1 -
verknað annarra og þá ekki um
minti vilja spurt! Hallast hér ekki
á, hve gáfulegt þetta- er og vin-
gjarnlegt i minn garð.
Sannleiktirinn er sá, að eg hafði
miklu fyrr en Læknafélagsstjórnin
kennt óþolinmæði ve'gna héraðs-
læknanna. reynt aö finna sann-
gjarna lausn. er ekki þyrfti aö
ltrjótá í bága viö uþþteknar al-
tnennar reglur um verðlagsuppbæt-
ur ánnarra embættismanna, og þá
hugsanlegt að fá framgengt, tekizt
að finna hana og unnið'að þvi dög-
um oflar í langan tíma aö tryggja
henni fylgi meiri hluta ríkissFjórn-
arinnar. Ef eg loks hugði það feng-
ið, ritaði eg dómsmálaráðuneytinu
hinn 12. ágúst 1941 svo látandi
bréf:
„Jafnframt því, að senda ráðu-
neytinu afrit af bréfi, dags. 1. okt.
f. á., cr eg ritaöi fjármálaráðu-
nevtinu til umsagnar málaleitunum
Læknafélags íslands um hækkun
á gjaldskrá héraðslækna vegna
dvrtíöarinnar, læt eg þess getiö,
að svo miklir annmarkar, sem á
þvi eru aö hækka gjaldskrána,
verður illa varið til lengdar að láta
héraðslæknana svo afskipta að
greiða þeim aöeins uppbót á föst
laun þeirra, sem eru lægst 2500
kr. og hæst 4500 kr. á ári og vitan-
lega ekki nema hluti af árstekj-
um þeirra, enda ná hvergi nærri
þeirri upphæð ( kr. 650 á mánuði),
sem sambærilegum föstum starfs-
mönnum er greidd verðlagsuppbót
á. Mér hefir dottið i hug sú sann-
gjarna lausn þessara mála, sem
um leið er laus viö annmarka þá,
ef fylgja mundu hækkun gjald-
skrárinnar, að greiða öllum hér-
að$læknum verðlagsuppbót miðaða
vrð 650 kr. mánaðarlaun án tillits
til, hver föst laun þeirra eru, og
þýrfti þetta að verka ,aftur fyrir
sig, þannig að þeir fengju upp-
borið það, sem þeir hafa misst
vegna ónógrar verðlagsupþbótar.
Vænti eg, að ráðuneytið telji
ástæðu til að taka mál jtetta ti 1
rækilegrar athugunar og sjái sér
síðan fært að ráða málinu til lykta
á þenna hátt — með bráðabirgða-
lögum, ef þaö teldist óhjákvæmi-
legt."
lJessi tillaga mín um að greiða
undántekningarlaust öllum héraðs-
læknutn hæstu dýrtíðaruppbót, sem
ríkið greiðir, og þær aögerðir mín-
ar að tryggja henni fylgi ríkis-
stjórnarinnar, er það, sem veldur
því, að stjórn Læknafélagsins þyk-
ir ,,óvænt um fullkomið réttlæti"
og hún kallar aðeins „betra en
ekki“. Fyrir þetta er mér hinn 3-
septembcr 1941 skrifaður rætinii
skætingur, glósað um, aö eg hati
„lagzt á móti þvi, að læknum yrði
.... sýnt fullkomiö réttlæti", og
í því sambandi talað um að „ganga
á gjörðar sættir".
Þeir, sem vanir eru afgreiðslu-
háttum ríkisstjórna, undrast ekki,
aö enn þurfti að minna á máhð
°g fylgja því eftir. Fara hér á eftir
tvö bréf mín til dómsmálaráðu-
neytisins, er gengu í þá átt;