Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 20
LÆICNAB LAÐ IÐ 46 skýringa yöar, herra landlæknir, á þessum ummælum. Jafnframt væri stjórn L. í. kært aö fá eftirrit af umræddu bréfi, þar sem þaö liefir ekki borizt í hendur formanns félagsins, hér- aöslæknisins í ReykjavíkL Þessu bréfi svaraöi lándlæknir þannig: ,.Hér meö samkvæmt )>eiðni yö- ar í bréfi, dags. í dag, afrit af bréfi minu, dags. 9. þ. m.. er eg sendi héraðslæknum, sem sitja einir í héruðum, viðvíkjandi frumvörp- um þeim um aðstoðarlækna, sem nú hg-gja fyrir Alþingi. Jafnframt fylgir afrit af bréfi stjórnar Læknafélags Reykjavíkur, dags. 31. f. m.. sem var tilefni bréfs míns. Eg læt þess getiö, að mér veitt- ist mjög erfitt að fá aðalfrumvarp- iö um aðstoðarlæknana lagt fyrir Alþingi og fékk því loks til vegar komið. að allsherjarnefnd efri deildar tæki það að sér með því skilyrði, er felst í fylgifrumvarp- inu utn lengingu á framhaldsnámi læknakandídata. Eg vil einnig taka fram, að úr þvi að þaö frumvarp hefir einu sinni veriö lagt: fyrir Alþingi, er saimþykkt þes's, aö mínum dómi, algerlega nauösyn- lcg, ef nokkur von á að vera um. að fá aðstoöarlæknisembættin skipuð, aö minnsta kosti í náinni framtíð. Hefði frumvarpið aldrei koiniö fram, mætti ætla, aö kandí- datarnir heföu talið hyggilegt að ljúka tilætlaðri þjónustu af ótta við það, að slík löggjöf væri yfir- vofandí. Veröi írumvarpið fellt eöa framgangur þess heftur, telja þeir það að sjálfsögðu vott um af- stöðu þingsíns og þá óhætt að láta sér aðstoðarlæknisstööurnar óvið- komandí. Loks vil eg taka þetta fram: Frumvarpið um lengingu fram- haldsnámsins sendi eg með bréfi, dags. 21 f. m., til umsagnar stjórn- um hvorra tveggja félaganna, Læknafélags íslands og Læknafé- lags Reykjavíkur. Þar sem stjórn Læknafélags íslands lét erindi mínu með öllu ósvarað, en stjórn Læknafélags Reykjavíkur skýrði mér frá svo afdráttarlausri afstöðu Læknafélags Reykjavíkur, leyfði eg mér að skoða það sem nokkurn veginn skýlausa afstöðu „lækna- f él.agsskapari ns“ og haga mér samkvæmt því.“*) Tel eg þetta bréf stjórnar L. I. nóg sönnunargagn til þess að sýna, að simskeyti þau, sem sumir colleg- ar munu hafa afgreitt samkvæmt pöntun, án þess að ráðgast viö stjórn félagsjins, voru byggð á röngum forsendum, enda hafa sumir þeirra að fvrrabragði síðan viðurkennt það. Eg get ekki stillt mig um aö benda á það, að það hefðu hlotið að vera komin meira en lítil elli- glöp á mig, sem veriö hefi í stjórn félágsins allan þann tíma, sem barizt hefir vcrið fyrir því að fá stofnsett læknisembætti auk hinna héraðsföstu og alltaf gert tilraunir í þessa átt, ef eg hefði allt í einu átt að fara að beita'mér fyrir því. aö likar ráðstafanir ekki næðu fram að ganga. Já, margt géta andstæðingar félagsskaparins og stéttarinnar látið sér detta í lnig að bera fram. í rúm 25 ár hefi eg af hejlum hug barizt fyrir hag hér- aðslækna og það oft með tals- verðum árangri, þó eg segi sjállur frá, og þess vegna er eg dálíttð *) Rréf þetta var að vísu ekki lesiö upp með þessari ræðu, en sið- ar á fundinum, þegar rætt var utn lögin. En þar sem fundargerðin verður ekki gefin út orðrétt, þyktr rétt að birta bréfið hér.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.