Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 13
L Al K N A B L A Ð I Ð því lægra, sem héru'ðin eru fólks- fleiri og gera má ráð fyrir meiri aukatekjum. Er og því frekari ástæÖa til aö taka þetta nú til greina, þar sem þeir aldrei siðan launalögin gengu í gildi, hafa fengiö nokkra dýr- tíðaruppbót á þenna liluta laun- anna. Þá mun það nú orðið svo, að flestar stéttir manna íá verðlags- uppbót á verkum sínum eða verka gjaldskrá, á einn eða annan hátt, svo sízt ætti þessi stétt að verða útundan, sem engu síður á erfitt uppdráttar en aðrar Stéttir vegna hinnar sívaxandi og nær óliærilegti dýrtíðar. Vænti eg að þér, hæstvirtur ráð- herra, lítið sömu augum og stjórn E. í. á þetta mál og hraðið fram- gangi þess svo væntanleg lagfær- ing geti komiö sem fvrst að not- um,“ Jafnfraint sendum við landlækni eftirrit af þessu bréfi ásamt nokkr- um línum, þar sem við óskuðum hans mikilvæga stuðnings málinu til framdráttar. Nú leið og beið og ekkert svar fékkst og í einkaviðtölum kom það jafnan fram, að það væri and- staða landlæknis, sem væri þvi ranglæti valdandi. Fyrst og fremst þótti honum, að tekjur sumra lækna yrði þá svo afar háar og þá lét hann einnig í Ijós, að þetta væri engin almenn ósk héraðslækna, heldur bara uppátæki hjá stjórn félagsins, og eiginlega gat manni skilist, að það væru aðeins einstaka „kværu- lantar" að verki á bak við, en annars hefðu læknarnir það svo ágætt fjárhagslega. í þessu stóð svo rúmt ár og ekkert skeði. Reit þá stiórn félagsins ríkisstjórninni aftur bréf og var það þannig: ..Þann 17. sept. siðastl, reit eg 39 undirritaður, fyrir hönd stjórnar Læknafélags Islands, fjármála- ráðuneytinu bréf viðvíkjandi verð- lagsuppbót á gjaldskrá héraðs- lækna. Þó nú sé liðið nærfelt ár síðan eg reit ofannefnt bréf, þá hefi eg enn ekkert svar fengið né nokkra vitneskju um undirtektir. Aðeins hefir skrifstofustjórinn í fjármálaráðuneytinu munnlega tjáð mér, að hann hafi sent er- indi þetta heilbrigöismálaráðuneyt - inu. Eg vil þvi nú leyfa mér að end- urtaka þessa málaleitun .mína og snúa mér nú til heilbrigðismála- ráðuneytisins. Vil eg leyfa mér að bvrja með því að vísa til áður- greinds bréfs, sem eg til vonar og vara læt fylgja liérmeð eftirrit af. Frá sjónarmiði stjórnar Lækna- félags íslands og mér er óhætr að fullyrða, einnig allra héraðs- lækna landsins, er krafan um verö- lagsuppbót svo sanngjörn og sjálf- sög'ð. að hinni mestu furðu gegnir. að bin hæstvirta ríkisstjórn skyldi ekki þegar i upphafi, af sjálfs- dáðum, gefa út tilskipun um heim- ild fyrir héraðslækna til þess að hækka gjaldskrá sína samkvæmt verðlagsuppbót. Flestar ef ekki allar stéttir manna, sem borgun fá fyrir vinnu sína samkvæmt gjaldskrá. hafa fengið og fá leiðréttingu á henni jafnóðum og viröist því óeðlilegt. að einmitt þessi stétt, sem á aí- komu sína svo mikið undir borg- un fyrir einstök störí. skuli sér- staklega höfð útundan og allt í einu þvinguð til þess að vinna verk sín fyrir miklum mun lægra gjald., en henni var tilskilið nieð setningu gjaldskrárinnar. Eg vil ekki gera ráð fyrir því. að hin hæstv. rikisstjóm hafi þá skoðun, að gjaldskráin hafi i upp- hafi verið of há og vilji hafa það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.