Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 24
L Æ K NA B LA Ð I ti 5» og þeim, se'm lítinn. kost eigá nokk- urrar túlkunár: samstarísmönnum mín-.im, héraíislæknunum úti um * landið, sem svo mikil áherzía er lögð á að aftlytjá mig viS. 2. Frestun aðalfundar Læknafé- lagsins. Þar er fvrst ti'l máls atS taka, að eg á at’ undirhyggju að hafa1 ,,varna(ð) þvi. að fundir yrðu haldnir í tvö ár", og mér á að hafa . gengí'ð það lil að konta í veg fyrir, að raddir héraðslæknaítna hevrð- ust varðandi ýniis stéttarmál, er verið 'liafa á tlagskrá. Látum það liggja á milli hlutá í þessu sam- bandi. að héraðslæknarnir fvlgja mér vfirleitt mjög eindregið að þeim málum, sem ég hefi lagt á- herzlu á að koma fram og forrnað- urinn gerir að árásarefni á mig. En athugum, hvernig eg mátti koma til vegar Jressari fundar- frestun. ..sem aldrei skyldi verið hafa," gegn vilja hins ötula for- manns. Á hann ekki lfjgsögu yfir Læknafélag'i íslands og eg enga? Eða ber skýrsla hans vott' um þá þjónsafstöðu hans til míri, að eg hafi ekki þurft annað en tala, og þá stæði það þar?x Nei. t málinu liggur þannig, að eg átti ekkert frumkvæði að fundarfrestuninni og datt alls elcki í hug að fara fram á hána. Hins vegar sneri for- maðurinn sér til mín vorið 1940 og bar undir mig, hvort mér þætti ekki kérina ósamræmis að boða til almenns læknafundar í Reykjavík, eftir að gerðar hefðu verið þær ráðstafanir til varnar gegn hættum af hernaðaraðgerðum þar og ann- ars staðar á landinu, sent þá höfðu verið upp teknar og auglýstar. Þó að eg óttaðist ekki það aðstreymi lækna til Reykjavíkur, er veru- legu máli skipti, gat eg vel fallizt á, að slikt fundarboð mætti að vísu telja miður viðeigandi eins og á' stæði, og er eg hafði látið það í ljós, bað formaðurinn mig um leyfi til að mega láta þess getið, er hann afboðaði fundinn, að það væri gert fyrir mín tilmæli. Sök mín er sú, að eg veitti þetta umbeðna leyíi. Þetta gerðist munnlega. En vorið eftir (1941) endurtók ,sig saina sagan, en nú skriflega og á þann hátt, að berlega sést, hvernig mál- ið liar að árið fyrir. Fara bréf uin þetta hér á eítir, og undirstrika eg í btéfj Læknafélagsins þau orö, er vísa til hins fyrra árs: Brél’ Læknafélags íslands, dags. 5. apríl 1941. „Eins og þér munið, herra land- læknir, létum vér aðalfund Lækna- félags íslands falla niður á siðast- liðnu ári, vegna hernaðarástandsins og samkvæmt ósk vðar og tilmæl- um. Nú viljuni vér leyfa oss aö beina a f t u r þeirri spurningu til yðar, hvort þér teljið rétt að kalla hækna sarnan til slíks fundar i vor eða sumar, eða hvort þér óskið, að svo verði ekki gert af sönni ástæðum og í fyrra. Þætti oss vænt um, ef þér vild- uð gera oss þann greiða að láta oss vita skriflega um óskir yðar og álit þessu aðlútandi hið allra fyrsta. F. h. stjórnar Læknafélags Islands Magnús Pétursson (sign.) p. t. íormaður.“ Bréf mitt, dags. <S. apríl 1941. „Til svars bréfi yðar, dags. 5- þ. m., varðandi aðalfundarhald í félagi yðar, vil eg tjá yður, að eg tel ekki síður ástæðu til þess nú en í fyrra að láta vera að kalla lækna landsins almennt saman til fundarhalds. Eru það því tilmæli mín, að félag yðar stofni ekki til slíks fundarhalds að óbreyttum á- stæðum."

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.