Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 14
40 L Æ K NABLAÐIÐ íyrir ástæðu til þessarar miklu raunverulegu lækkunar. Slíkt kemur ekki til mála, enda hafa aldrei um það heyrzt raddir. hvorki hjá almenningi né stjórn- arvöldum, nema síður sé. Og.nú hefi eg, og ílestir liéraðslæknar. orðið þess var víðsvegar um land, að almenning furðar mjög á því, að verkalaun héraöslækna hækka ekki að sama skapi og annarra. Hníga jafnvel orð manna að því. að þetta sé ekki einleikið og muni hér vera um að neða einhverskon- ar refsiaðgerðir gagnvart héraðs- læknum. En mér dettur ekki'í hug að neinu þessháttar sé til að dreifa af hálfu ríkisstjórnarinnar. því eg er sannfærður um velvild hennar í garð þessarar stéttar. Hitt vil eg telja ástæðúna, að hún heíir enn ekki gefið sér tóm til að athuga nógu gaumgæfilega málavexti. Mér er nú kunnugt um, eftir að hafa átt tal viö fjölda héraðs- lækna, að þeir eru mjög óánægðir yfir þessu tómlæti ríkisstjórnar- innar um hag þeirra og telja sig miklu ranglæti beitta. Hafa þeir jafnvel komizt svo að orði við mig bréflega. „að þeir virðist lagðir í einelti." Svo sem kunnugt er, hefir und- anfarjð mikið verið um það rætt og ritað, að erfitt væri að fá lækna í héruðin og verið hent á ýms ráð til þess að bæta úr því. Vil eg því leyfa mér að benda hinni hátt- virtu ríkisstjórn á. að það er sann- arlega ekki til þess að lækna fýsi til héraðanna eða að sitja kyrrir i þeim. ef þeir íinna, aö þeirra hlutur er íyrir borð borinn og tekjur þeirra rírðar i samanburði viö aðra landsmenn og settar reglur. Eg vil því leyfa mér að vænta þess, að hiti hæstvirta rikisstjórn sýni héraðslæknunum þá sann- girni og það réttlæti, að heimila þeim þegar í stað, að hækka gjaldskrána samkvæmt verðlags- uppbót. Nú er það augljóst, aö héraðs- læknarnir hafa þegar beðið mikið tjón. vegna þess hve lengi hefir dregizt aö rétta hlut þeirra, og verð eg að telja að rikisstjórnin eigi sök á þvi. Vil eg þvi leyfa mér aö fara íram á þaö fyrir hönd stjórnar Læknafélags íslands og sérstak- lega fyrir hönd héraðslæknanna, að þeim verði grcidd nokkur upp- bót úr ríkissjóði fyrir það tjón, sem þegar er á oröið og þá helzt a þann veg, að ríkissjóður verði lát- inn greiða þeim 50% uppbót á verðlagsuppbót þá, sem þeir þeg- ar hafa fengið á hin föstu laun sín frá því sú uppbót hófst. Eg skal jaínframt taka þaö fram, að eg ætlast ekki til aö slik uppbót yröi látin ná til hcraðs- læknisins í Reykjavik. Eg þykist svo mega trevsta því. að, ríkisstjórnin telji sér skylt að verða við þessum réttmætu óskum og vil að lokum benda á. að hér a hlut aö máli stétt. sem jafnan hei- ir. vfirleitt átt efnalega örðugt uppdráttar, en lagt á sig meira líkamlegt erfiði og þrekrauni-r til þjóðarheilla en nokkur önnur stétt embættismanna.“ Landlækni var einnig sent afrit af þessu bréfi og honum jafnframt skrifað á þessa leið: ,,Eins og þér munuð kannast við. herra Iandlæknir. skrifaöi eg t'. h. stjórnar L. í. fjármálaráð,- herra þ. 17. sept. síðastl. viðvikj- andi verðlagsuppbót á gjaldskra héraðslækna. Sendi eg yður’ afrú af því bréfi og leitaði jafnframt fvlgis yöar við málið. Vegna þess, að engin svör hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.