Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 27
LÆKXABLAÐ I Ð 53 iriu tekiö ug í ýmsuni atriöum ai furðulegum ókunnugleika. Hin önnur ,,griðrof“ mín á fé- laginu eiga að hafa oröið á þessu ári í sambandi við frumvarp 41111 breytingu á sömu lögum, er tók til framhaldsnáms læknakandídata og náði samþykki siöasta Alþing- is. Verður þeirra atburða getiö í næsta kafla. 4. Aukahéraðslæknar og aðstóð- arlæknar héraðslækna. Kvaðir á læknakandídata. Læknafélagih hef- ir nokkrum sinnum ymprað á því í samþykktum, að stofnuö vrðu embætti, aukahéraÖslækna, ,,sem gætu verið til taks til þess að gegna tyrir héraðslækna og þjóna auðum héruðum". Framkvæmdir þessa þarfa máls eiga aö hafa „strandað á mótspyrnu landlæknis". Hjns er ekki látið getið, að stjórn Lækt\a- félagsins hefir aldrei tekiö þeim tökum á ihálinu, er .sýndtt, að nokk- ur alvara fylgdi, aldrei rætl það, hvað þá leitað samvinnu við mig um lausn þess, enn síður tekið þá rögg á sig að setja það í frum- varpsform með rökstuddri greinar- gerð og senda stjórn eða þingi. Að vísu man eg ekki eftir þvílikum vinnubrögðum læknasamtakanna varðandi nokkurt löggjaíarmál — og hefir ot' mikil orka fariö i ólund, nudd, ónot og skæting við þá, sem slík verk hafa unnið. Hitt er satt, að sé það óhugsandi, að nokkurt löggjafarmál læknastétt- arinnar nái framgangi. nema eg einn leggi í það vinnu og veiti þvi tulltingi, strandaði hér á þvi. að eg fékk aldrei skilið, að ])essi uppá- stunga Læknafélagsins væri ann- að en andvanafædd hugmynd. er engan veginn gæti náð tilgangi sinum. Ef þessir embættismenn ættu alltaf að vera á þeytingi um landið hálían eða heilan mánuð i stað til að trvggja smáorlof hér aöslækna, hverjir ícngjust þá 1 slik embætti, eins og nú gengur «ð fá skipuð þau læknisembætti, sem vænlegri eru? Iiver ættu launakjör þeirra að vera?Yrði næg eftirspurn eftir slíkttm hlaupamönnum á öll- um árstimum? Ivða áttu þeir að standa á ve.rði í Reykjavík í vað- stígvélum og meö sjóhatt tilbúnir, þegar kallið kæmi, hvaðan af land inu sem væri ? Mundi mér haldast lengi á þeliu aðgerðarlausum í Reykjavik á fullum launum, er út- kjálkahéruð stæðu uppi læknis- laus? Yröi ekki brennt fyrir, aö mér tækist að dekstra nokkurn lækni i útkjálkahérnöin, er unnt væri að benda á þessa aukalækna, sem beinþ'nis hefðu það verksvið að gegna héruðum, er ekki fengjust skipuð á venjulegan hátt ? Mundu þeir þá ekki í.estast i útkjálkahér- iiðunum — ef svo ólíklega vildi til, að þeir tylldu í þessum hjákátlegu cmbættum—eða áttu þeir að gegna varðskyldunni 11111 laud allt frá svo ákjósanlegum miðstöövum eins og Hornströndum, Flatey, Hjalta- stað eða Langanesi ? Því lengur sem eg velti þessu fv.rir mér; því íráléitari. afkáralegri og ófram- kvæmanlegri virtist mér hugmynd- in. og eg hefi enn ekki rekizt á þann lækni, er eg liefi rætt þetta mál við, að liann hafi ekki fljót- lega komizt að svipaðri niðurstöðu — Helgi Jónasson héraðslæknir og alþingismaður ekki undanskilinn, svo mikið sem kvarlað er fyrir lians hönd undan afstöðu minni tii þessa máls, að eg leyfi mér að gera ráð fyrir, í fullri óþökk hans. U])pástunga Læknafélagsins um aukahéraðslæknana var auðvitað af góðum huga sprottin. en „góð meining enga gerir stoð“ stendur þar, og að vísu varð hún aöeins til þess að þvælast f.yrir mér og tefja það. að mér tækist að finna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.