Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 12
2
L Æ K N A B L A Ð 1 Ð
ekki beint í ættir heldur liæfi-
leiki kímvefsins til þess að láta
eiginleikana koma fram með
þroskun einstaklingsins. Þær
arfeiningar, sem þessu stýra,
köllum við gen. Þau gen, sem
barnið fær frá foreldrunum
ráða .eðlisfari þess. (genotyp-
us).
Hin ytri lífsskilyrði geta þó
breytt eiginleikunum eða
hindrað það, að þeir komi i
ljós. Eiginleikar, sem háðir eru
utanaðkomandi áhrifum og
geta breyzt, köllum við afviks-
breytingar (modifikation), og
eru þeir ,ekki arfgengir.
Þeir eiginleikar, sem mað-
urinn ávinnur sér ráða lians
svipfari (fænotypus). Sem
dæmi má taka: Bæði lijá blá-
evgðum og brúneygðum þjóð-
flokkum fæðast börnin l)lá-
eygð. Börn dökka kynflokksins
hafa þann erfðastofn að verða
brúneygð, þrátt fyrir binn bláa
eiginl.eika. Það er ekki augn-
liturinn sem slíkur, sem erfist,
heldur arfstofninn fyrst að
vera bláeygður og síðar brún-
eygður. Þeirra svipfar (fæno-
typus) breytist með aldrinum,
þar sem aftur á móti eðlisfar
þeirra (genotypus), sem erf-
ist frá foreldrunum, er óum-
breytanlegt, fastákveðið fyrir
fæðinguna, þegar á þeim tíma,
að líf myndast við samruna
kynfrumanna. Sama er hægt
að segja um alla aðra eigin-
leika, allt kemur fyrir sem
erfðastofn (gen), sem samein-
ast margvíslega og kemur síð-
ar í ljós og þroskast á ýmsan
hátt með vexti lifverunnar.
Þróunin og þroskinn eru
aftur háð hinum ytri lífsskil-
yrðum. Við höfum málshátt,
sem segir: „fjórðungi bregður
til fósturs”, við sjáum hve
fóðrunin hefur geysimikil á-
hrif á útlit og þroska ungviðis-
ins. Það er einnig hægt að fá
plöntur til þess að breyta um
blómalit og stærð með því að
selja þær í meiri liita og raka
eða flytja þær af láglendi upp
til fjalla, þá breyta þær útliti
sínu, en fá aftur sín gömlu ein-
kenni og útlit er þær eru flutt-
ar í sitt gamla umhverfi, svip-
farinu er liægt að breyta en
ekki eðlisfarinu.
Við segjum að tveir einslakl-
ingar séu líkir, þegar þeir hafa
einn eða fleiri eiginleika sam-
eiginlega, ýmist í ytra útliti,
sálfræðilega eða starfhæfni-
lega. Tilgangur erfðafræðinn-
ar er að skýra hvernig líkt og
ólíkt meðal ættingja getur
komið fram og livaða lögmál-
um það fylgir, en þar sem þetta
má heita fremur ung vísinda-
grein ,er ennþá margt á huldu
og byggt á kennisetningum.
Arið 18(50 skrifaði austur-
ríski munkurinn Gregor Mend-
el bið merkilega rit um erfðir,
sem enn þann dag í dag hefur
verið grundvöllur undir síðari
tíma erfðafræði. Það var fyrst