Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 3 eftir síðustu aldamót, að veru- legur skriður komst á þessa vísindagrein og menn komust að því, að sama lögmál gildir að mestu lejdi hjá mönnum, dýrum og jurtum. Við kynjaða æxlun, það er að segja, þegar eggfruma frjóvgast af sæðisfrumunni, tekur ein kynslóðin við af annarri, eggfruman og sæðis- fruman hljóta því að geyma i sér erfðastofnana, genin. Við rannsókn á frumunum (eytologia) hafa menn kom- izt að raun um, að það er sér- staklega frumukjarninn, litn- ingarnir, sem eru þýðingar- mestir gagnvart erfðunum, að minnsta kosti mikið þýðingar- meiri en frymi frumunnar (cytoplasma). Við hina svokölluðu kjarna- skiptingu (mitosis) koma í ljós litningarnir (kromosomin), arfherar kynslóðanna, á mjög nákvæman hátt. Ilver tegund hefur vissa lölu litninga í frum- um sínum. Iljá mönnum er litningatala frumanna 48, í kynfrumunum 24 eftir rýri- skiptinguna. Litningaþræðirnir eru sam- ansettir úr ótalmörgum örsmá- um erfðastofnum, sem hafa hver sínu hlutverki að gegna í sköpun og skapgerð hins nýja einstaklings og verka þá ýmist einstakir eða í sambandi hver við annan á mjög margvísleg- an hátt. Litningarnir eru gerð- ir úr margbreytilegum eggja- hvílusamböndum. Eins og áður er minnzt á, fylgja erfðir hjá mönnum svip- uðum lögmálum og hjá dýrum og jurtum. Við erfðarannsókn- ir hjá mönnum er við miklu meiri erfiðleika að etja, ekki hægt að gera tilraunir í stór- um stíl m,eð kynblöndunum og víxlfrjóvgunum, aíkvæmin fá og arfhlendnir kynflokkar, svo erfitt er að fá vitneskju um hin ýmsu tilbrigði. Auk þessa er mikill hluti hinna eðlilegu kynflokkaeinkenna háð fjölda erfðaslofna, sem hafa næstum takmarkalausa sameiningar- möguleika og gera því erfða- greiningu mjög erfiða. Venju- lega eru hinir meðfæddu ,eig- inleikar háðir mörgum erfða- stofnum og ákveðnir af þeim og þar með er viðhald tegund- arinnar gert tryggara. Ákvarð- ist eitthvert einkenni af einum erfðastofni (geni) getur breyt- iug á þessum eina erfðastofni valdið mjög alvarlegu sjúklegu ástandi, svo jafnvel lifshætta stafar af því. Sjúklegir erfðaeiginleikar. Hinir sjúklegu eiginleikar fylgja svipuðu erfðalögmáli og hinir heilbrigðu, nema í mót- setningu við erfðir kynflokka- einkenna, sem venjulega hafa margbreytilegt arfgerfi, sýna sig við erfðir sjúklegra ein- kenna einfaldari orsakir, oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.