Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 27
l-ÆKNABLAÐIÐ 17 f SICCBJÓK .1 Ó \ S S « ,\ fyrrv. IicraAsheknir Hinn 30. ágúst 1955 lézt í Reykjavik Sigurjón Jónsson, fyrrverandi héraðslæknir, eí't- ir skannna legu. Sólti hann sjóndepra, eink- um hin síðari misserin, en að öðru levti var liann við góða lieilsu og hélt andlegu atgervi til hins síðasta. Sigurjón var fæddur að Hóli á Ásum 22. desember 1872, son- ur Jóns Eirikssonar bónda og Elínar Jónsdóttur konu hans. Hann elst upp við litil efni, missir föður sinn á fjórtánda ári, en fer skönnnu síðar til Júlíusar læknis Halldórsson- ar að Klömbrum, gerist þar lyfjasveinn og er heimilisfast- ur á Klömbrum unz hann lýk- ur læknisnámi. Hugarþel sitt til Júlíusar læknis og konu hans sýnir liann með þvi að nefna tvö börn sín eftir þeim hjónum. Sigurjón tekur stúdentspróf 1897 með ágætiseinkunn og kandidatspróf í læknisfræði 1901, einnig með ágætiseink- unn og hinni hæstu frá Lækna- skólanum, dvelst síðan rösk- lega hálft ár við framhalds- nám erlendis, verður héraðs- læknir í Mýrahéraði 1902, þá í Höfðahverfishéraði 1905 og loks í Svarfdælahéraði 1908, er það liérað var stofnað, og þjónar því þar til hann fær lausn í árslok 1937. Flyzt þá lil Reykjavíkur og dv,elst þar lil æviloka. 1902 kvæntist liann Sigríði Ólafsdóttur, söðlasmiðs í Revkjavík, og missti hana í ársbyrjun 1952. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lifi, og ólu auk þess upp fósturbörn. Hjónaband þeirra var farsælt og heimilisbragur til fyrir- myndar. Frú Sigriður var fríð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.