Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.04.1956, Blaðsíða 28
18 LÆKNABLAÐIÐ kona og prúð, stillt vel og orð- vör. Ótrauð aðstoðaði hún bónda sinn við læknisaðgerðir, liafði hvern hlut til reiðu, hve- nær s,em til þurfti að taka, og í fjarvistum manns síns stjórn- aði hún heimilinu nieð hávaða- lausri festu. Sigurjón var vart meðal- maður á hæð og grannvaxinn. Fremur óstyrkur, léttur í spori og langstígur. Hárið mikið, dökkt og fór vel, livítur í and- liti, snareygur og hvassleilur. Hann var ótrauður ferða- maður og lét ófærð og illviðri lítt liamla för sinni, er hann var í lækniserindum, en hér- aðið lengi erfitt yfirsóknar vegna vegleysis og snjóþyngsla, og sjóferðir vossamar, einkum fyrir Ólafsfjarðarmúla, og eigi sjaldan undruðust héraðsbúar eitilharða einbeitni og óhil- andi þrautseigju læknis síns. Sigurjón var afburða náms- maður, jafnvígur á tungumál sem stærðfræði, flugnæmur, bráðskarpur og þauhninnug- ur, enda lauk hann öllum próf- um m,eð ágætiseinkunn. Hann aflaði sér víðtækrar þekkingar í læknisfræði, var mjög vel að sér í bókmenntum að fornu og nýju, fylgdist af álmga með liéraðs- og þjóðmálum og lét sig stjórnmál nokkru skipta, en þrátt fyrir fjölþættar gáfur og margvísleg áhugamál, sinnti hann fyrst og freinst starfi sínu sem emhættismaður og læknir og af óvenjulegri elju og á- stundun. Öll embættistærsla Sigurjóns var með ágætum, formföst og örugg. Settum reglum fylgdi liann óhikað og ósveigjanlega og varð lionum ekki þokað af þeirri braut, er hann taldi rétta, en til dæmis um réttsvni hans og staðfestu er það, hve frábærlega honum tókst að feta hinn hála ís bannlaganna, og var hann þó alla tið and- banningur. llann var sam- vizkusamur læknir, skjótráður og einbeittur, og hafði virð- ingu héraðsbúa sinna og vin- sældir er aldur færðist yfir, og þó galt liann þess nokkuð, einkum fyrstu áratugina, að honum var ekki sýnt um hand- lækningar, aðrar en fæðingar- lijálp. Sigurjón var hófsmaður í hvívetna, án alls ofstækis, maður hreinlyndur og hrekk- laus, en kappsfullur og fylginn sér, fremur fráhverfur við fyrstu kynni, en innilegur vin- um sínum og trölltryggur. Skaphöfn felld og fastmótuð sem stuðlaberg, er kvarnaðist stundum fyrir blossandi geð- ríki. Þegar Sigurjón lætur af hér- aðslæknisstörfum 65 ára, á hann að haki langt og erils- samt ævistarf, en þrátt fyrir það hefst þá nýtt atliafnabil í ævi hans. Hann helgar sig fræðimennsku og ritstörfum og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.